Norðmaðurinn ætlar að enda Meistaradeildarvonir Liverpool í kvöld með bros á vör Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2019 09:30 Erling Braut Håland hefur raðað inn mörkum á tímabilinu. Getty/David Geieregger Norðmaðurinn Erling Braut Håland hefur skotist á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í Meistaradeildinni á þessu tímabili og leikmenn Liverpool þurfa heldur betur að passa sig á honum í kvöld. Erling Braut Håland og félagar í austurríska liðinu Red Bull Salzburg geta nefnilega sent Liverpool niður í Evrópudeildina með sigri í leik liðanna sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.55 í dag. Leikmenn Red Bull Salzburg líta á sætið í sextán liða úrslitum sem bónus því liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni sem var markmið liðsins. Salzburg hotshot Erling Haaland has warned Liverpool he’s ready to end their Champions League hopes... and will do it with a smile on his facehttps://t.co/yi5UGj7twupic.twitter.com/LDj50uyugM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 9, 2019 Erling Braut Håland hefur skorað í öllum fimm Meistaradeildarleikjum sínum í vetur og samtals átta mörk. Hann skoraði eitt mark í fyrri leiknum á móti Liverpool sem enska liðið vann 4-3 á Anfield. Nú er Erling Braut Håland hins vegar á heimavelli þar sem hann hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Við höfum engu að tapa í þessum leik. Við förum því út á völlinn til þess að njóta þess að spila þennan leik,“ sagði Erling Braut Håland á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta verður stærsti fótboltaleikurinn á minni ævi og ég hlakka til að spila hann. Ég er að upplifa drauminn minn og það er einmitt svona leikir sem fyrirfinnast í draumum manns,“ sagði Håland. Erling Håland hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu og meðal annars bæði Manchester United og Liverpool. Hann lætir slíka umræðu ekki trufla sig en hann hefur skorað 28 mörk í 21 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Ég einbeiti mér bara að því að skila minni vinnu og njóta hvers dags fyrir sig. Þetta snýst um að hafa gaman að hverju augnabliki og núna er öll mín einbeiting á Salzburg liðið,“ sagði Håland. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Norðmaðurinn Erling Braut Håland hefur skotist á stjörnuhimininn eftir frammistöðu sína í Meistaradeildinni á þessu tímabili og leikmenn Liverpool þurfa heldur betur að passa sig á honum í kvöld. Erling Braut Håland og félagar í austurríska liðinu Red Bull Salzburg geta nefnilega sent Liverpool niður í Evrópudeildina með sigri í leik liðanna sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 17.55 í dag. Leikmenn Red Bull Salzburg líta á sætið í sextán liða úrslitum sem bónus því liðið er þegar búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni sem var markmið liðsins. Salzburg hotshot Erling Haaland has warned Liverpool he’s ready to end their Champions League hopes... and will do it with a smile on his facehttps://t.co/yi5UGj7twupic.twitter.com/LDj50uyugM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 9, 2019 Erling Braut Håland hefur skorað í öllum fimm Meistaradeildarleikjum sínum í vetur og samtals átta mörk. Hann skoraði eitt mark í fyrri leiknum á móti Liverpool sem enska liðið vann 4-3 á Anfield. Nú er Erling Braut Håland hins vegar á heimavelli þar sem hann hefur skorað fimm mörk í tveimur leikjum í Meistaradeildinni á þessari leiktíð. „Við höfum engu að tapa í þessum leik. Við förum því út á völlinn til þess að njóta þess að spila þennan leik,“ sagði Erling Braut Håland á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Þetta verður stærsti fótboltaleikurinn á minni ævi og ég hlakka til að spila hann. Ég er að upplifa drauminn minn og það er einmitt svona leikir sem fyrirfinnast í draumum manns,“ sagði Håland. Erling Håland hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu og meðal annars bæði Manchester United og Liverpool. Hann lætir slíka umræðu ekki trufla sig en hann hefur skorað 28 mörk í 21 leik í öllum keppnum á þessari leiktíð. „Ég einbeiti mér bara að því að skila minni vinnu og njóta hvers dags fyrir sig. Þetta snýst um að hafa gaman að hverju augnabliki og núna er öll mín einbeiting á Salzburg liðið,“ sagði Håland.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira