Veðrið náð hámarki sínu á vestanverðu landinu en sprengilægðin þokast austur á land Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:45 Vindaspá Veðurstofunnar fyrir klukkan þrjú í nótt. Veðurstofa Íslands Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í dag og kvöld hefur nú náð hámarki sínu á Norðvestur- og Vesturlandi að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá er veður líka mjög slæmt á Suðurlandi og helst sennilegast þannig í nótt. Hann segir veðrið á norðvestan- og vestanverðu landinu breytast lítið í nótt þótt það dragi aðeins úr því. „Svo lægir smám saman á morgun, í eftirmiðdaginn á morgun verður þetta 13 til 18 metrar á sekúndu vestan til. Þetta gerist hægt, lægðin er svo hægfara.“ Mesti meðalvindhraði í veðrinu núna mældist fyrr í kvöld á Skálafelli, 58,2 metrar á sekúndu. Það er fjallastöð og segir Haraldur að hún sýni enn svipaðan vindstyrk. Á láglendi hafi mesti meðalvindhraði hins vegar farið í 32 til 33 metra á sekúndu á nokkrum stöðvum á norðvestanverðu landinu, til dæmis á Gjögurbakkaflugvelli og Hrútafirði. Á láglendi hafi síðan mælst hviða undir Ingólfsfjalli sem náði 50 metrum á sekúndu og við Blönduós mældist ein 49 metrar á sekúndu. Í nótt og á morgun færir lægðin sig síðan austar á landið. Þar á veðrið því eftir að ná hámarki sínu. „„Það er fyrst á Norðausturlandi í nótt og svo hvessir mikið á Austur- og Suðausturlandi þegar líður á nóttina og í fyrramálið. Það má eiginlega segja að vindstrengurinn sem er núna yfir vesturhelmingi landsins hann þokast austur. Í fyrramálið verður veðrið verst á austurhelmingnum,“ segir Haraldur. Hann segir að veðrið á Norðausturlandi verði álíka slæmt í nótt eins og það hefur verið á norðvestanverðu landinu í dag og kvöld. „Svo er spáin mjög slæm í fyrramálið fyrir Austfirðina og Suðausturland, svæðið sunnan Vatnajökuls, þar verður mjög sterkur vindur væntanlega í fyrramálið. Svo seinnipartinn á morgun þá fer þetta að ganga aðeins niður.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Óveðrið sem gengið hefur yfir landið í dag og kvöld hefur nú náð hámarki sínu á Norðvestur- og Vesturlandi að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Þá er veður líka mjög slæmt á Suðurlandi og helst sennilegast þannig í nótt. Hann segir veðrið á norðvestan- og vestanverðu landinu breytast lítið í nótt þótt það dragi aðeins úr því. „Svo lægir smám saman á morgun, í eftirmiðdaginn á morgun verður þetta 13 til 18 metrar á sekúndu vestan til. Þetta gerist hægt, lægðin er svo hægfara.“ Mesti meðalvindhraði í veðrinu núna mældist fyrr í kvöld á Skálafelli, 58,2 metrar á sekúndu. Það er fjallastöð og segir Haraldur að hún sýni enn svipaðan vindstyrk. Á láglendi hafi mesti meðalvindhraði hins vegar farið í 32 til 33 metra á sekúndu á nokkrum stöðvum á norðvestanverðu landinu, til dæmis á Gjögurbakkaflugvelli og Hrútafirði. Á láglendi hafi síðan mælst hviða undir Ingólfsfjalli sem náði 50 metrum á sekúndu og við Blönduós mældist ein 49 metrar á sekúndu. Í nótt og á morgun færir lægðin sig síðan austar á landið. Þar á veðrið því eftir að ná hámarki sínu. „„Það er fyrst á Norðausturlandi í nótt og svo hvessir mikið á Austur- og Suðausturlandi þegar líður á nóttina og í fyrramálið. Það má eiginlega segja að vindstrengurinn sem er núna yfir vesturhelmingi landsins hann þokast austur. Í fyrramálið verður veðrið verst á austurhelmingnum,“ segir Haraldur. Hann segir að veðrið á Norðausturlandi verði álíka slæmt í nótt eins og það hefur verið á norðvestanverðu landinu í dag og kvöld. „Svo er spáin mjög slæm í fyrramálið fyrir Austfirðina og Suðausturland, svæðið sunnan Vatnajökuls, þar verður mjög sterkur vindur væntanlega í fyrramálið. Svo seinnipartinn á morgun þá fer þetta að ganga aðeins niður.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira