Áramótaheit óvissunnar Ragnheiður Björk Halldórsdóttir skrifar 11. desember 2019 09:00 Óvissa er sú tilfinning sem fór um mig er ég las um stöðu loftslagsmála heimsins nú á dögunum. Ég var orðin því trúföst, að við sem heimsbyggð værum vel á veg komin með að berjast gegn þeirri fráleiddu þróun loftslagsbreytinga, sem við höfum orðið vitni af á síðustu áratugum. Fleiri einstaklingar virðast vera orðnir meðvitaðri um neysluhyggju sína og áhrif hennar á koltvísýringsútblástur, fyrirtæki eru sökum þrýstings frá neytendum farin að leggja vaxandi áherslu á sjálfbærni og stjórnvöld um allan heim hafa lagst á eitt um að reyna að redda málunum í tæka tíð. Engu að síður blasti þessi óhugnanlega staðreynd við mér í þessum lestri: tökum við ekki til drastískari aðgerða í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr, munum við stofna heilsu og framtíð næstu kynslóða í verulega hættu. Þessi sannfæring mín var þó ekki byggð á loftinu einu. Eins og er virðast mörg þeirra landa, sem eru hluthafar í 2020 markmiðunum, fremur líkleg til árangurs á komandi ári. Flest hafa þau náð langt upp í þá 20% nýtingu endurunnina orkuauðlinda sem stefnt var á, styrkt verulega nýtni orkukerfa sinna og nálgast óðum þá 20% útblástursminnkun sem stefnt var að í markmiðunum. Þegar líða tók á lestur skýrslunnar, fór svartsýnin þó að taka yfir hugsanir mínar. Þótt það þyki verulega jákvætt að flest öll heimsins ríki hafi á síðari árum komist að niðurstöðu og í sameiningu skrifað undir samkomulag á borð við Parísarsamninginn, er um að ræða viðmið og aðgerðir, sem munu ekki koma nálægt því að bjarga þeirri óafturkræfu þróun, sem nálgast nú á ljóshraða. Met útblástur var losað í andrúmsloftið árið 2018. Á sama tíma munu 2030 markmiðin ekki geta forðað okkur frá rúmlega 3° hlýnun jarðar fyrir lok aldarinnar. Að sama skapi mun einungis 1,5° hækkun stefna lífríki og kóralrifjum sjávar í verulega hættu og valda útdauða yfir milljón dýrategunda. Það er því hræðileg tilhugsun að ekki sé meiri áhersla lögð á breytingar á núverandi hagkerfi en raun ber vitni. Raunin er vissulega sú, að líf mitt hefur upp á síðkastið snúist að mestu leiti um að vinna að verkefnum sem miða að umbyltingu núverandi hagkerfis, verndun lífríkis jarðar og því að umsnúa þeim skaða, sem við höfum þegar valdið. Eflaust hefur þessi staðreynd haft áhrif á hugsun mína. Ég var sannfærð um að nú væru allir komnir á svipaðan stað og ég og væru sammála því að mikilvægar breytingar þyrftu að eiga sér stað til þess að hættulegar afleiðingar hryndu ekki áfram. Það hefur jú verið mér mikilvægt að breiða út boðskapinn og iðulega mætir maður opnum hug og svipuðum hugmyndum. Eftir að hafa verið kippt all rækilega niður á jörðina við lestur fyrrnefndrar skýrslu, var mér ekki einungis brugðið, heldur var um að ræða áminningu þess að halda úti mikilvægum díalóg og vekja athygli á þessu efni eftir mestu megni. Handan við hornið er nú hið mikla ár markmiðanna, árið 2020. Vitandi hve mikið hefur verið reynt til þess að setja markmið fyrir þetta ár, er þeim mun mikilvægara að við setjum okkur öll djörf markmið fyrir komandi ár og látum til okkar taka. Nýtum þau tækifæri sem við höfum til að ræða við fólk af hinum ýmsu skoðunum um raunverulega stöðu loftlagsmála. Ræðum ekki einungis þau skref sem einstaklingar, fyrirtæki og valdastofnanir geta tekið til jákvæðra breytinga í framleiðsluháttum, neyslumynstri og minnkun kolefnisútblásturs. Munum þess í stað hverjar afleiðingar aðgerðarleysis munu vera og gerum eitthvað í málunum. Það er kominn tími til að við eyðum þessari óvissu fyrir fullt og gerum það í sameiningu með nýjum áramótaheitum árið 2020.Höfundur er meistaranemi í stjórnun ásamt iðnaðarverkfræði í Tækniháskólanum í München.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Rómur Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Óvissa er sú tilfinning sem fór um mig er ég las um stöðu loftslagsmála heimsins nú á dögunum. Ég var orðin því trúföst, að við sem heimsbyggð værum vel á veg komin með að berjast gegn þeirri fráleiddu þróun loftslagsbreytinga, sem við höfum orðið vitni af á síðustu áratugum. Fleiri einstaklingar virðast vera orðnir meðvitaðri um neysluhyggju sína og áhrif hennar á koltvísýringsútblástur, fyrirtæki eru sökum þrýstings frá neytendum farin að leggja vaxandi áherslu á sjálfbærni og stjórnvöld um allan heim hafa lagst á eitt um að reyna að redda málunum í tæka tíð. Engu að síður blasti þessi óhugnanlega staðreynd við mér í þessum lestri: tökum við ekki til drastískari aðgerða í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr, munum við stofna heilsu og framtíð næstu kynslóða í verulega hættu. Þessi sannfæring mín var þó ekki byggð á loftinu einu. Eins og er virðast mörg þeirra landa, sem eru hluthafar í 2020 markmiðunum, fremur líkleg til árangurs á komandi ári. Flest hafa þau náð langt upp í þá 20% nýtingu endurunnina orkuauðlinda sem stefnt var á, styrkt verulega nýtni orkukerfa sinna og nálgast óðum þá 20% útblástursminnkun sem stefnt var að í markmiðunum. Þegar líða tók á lestur skýrslunnar, fór svartsýnin þó að taka yfir hugsanir mínar. Þótt það þyki verulega jákvætt að flest öll heimsins ríki hafi á síðari árum komist að niðurstöðu og í sameiningu skrifað undir samkomulag á borð við Parísarsamninginn, er um að ræða viðmið og aðgerðir, sem munu ekki koma nálægt því að bjarga þeirri óafturkræfu þróun, sem nálgast nú á ljóshraða. Met útblástur var losað í andrúmsloftið árið 2018. Á sama tíma munu 2030 markmiðin ekki geta forðað okkur frá rúmlega 3° hlýnun jarðar fyrir lok aldarinnar. Að sama skapi mun einungis 1,5° hækkun stefna lífríki og kóralrifjum sjávar í verulega hættu og valda útdauða yfir milljón dýrategunda. Það er því hræðileg tilhugsun að ekki sé meiri áhersla lögð á breytingar á núverandi hagkerfi en raun ber vitni. Raunin er vissulega sú, að líf mitt hefur upp á síðkastið snúist að mestu leiti um að vinna að verkefnum sem miða að umbyltingu núverandi hagkerfis, verndun lífríkis jarðar og því að umsnúa þeim skaða, sem við höfum þegar valdið. Eflaust hefur þessi staðreynd haft áhrif á hugsun mína. Ég var sannfærð um að nú væru allir komnir á svipaðan stað og ég og væru sammála því að mikilvægar breytingar þyrftu að eiga sér stað til þess að hættulegar afleiðingar hryndu ekki áfram. Það hefur jú verið mér mikilvægt að breiða út boðskapinn og iðulega mætir maður opnum hug og svipuðum hugmyndum. Eftir að hafa verið kippt all rækilega niður á jörðina við lestur fyrrnefndrar skýrslu, var mér ekki einungis brugðið, heldur var um að ræða áminningu þess að halda úti mikilvægum díalóg og vekja athygli á þessu efni eftir mestu megni. Handan við hornið er nú hið mikla ár markmiðanna, árið 2020. Vitandi hve mikið hefur verið reynt til þess að setja markmið fyrir þetta ár, er þeim mun mikilvægara að við setjum okkur öll djörf markmið fyrir komandi ár og látum til okkar taka. Nýtum þau tækifæri sem við höfum til að ræða við fólk af hinum ýmsu skoðunum um raunverulega stöðu loftlagsmála. Ræðum ekki einungis þau skref sem einstaklingar, fyrirtæki og valdastofnanir geta tekið til jákvæðra breytinga í framleiðsluháttum, neyslumynstri og minnkun kolefnisútblásturs. Munum þess í stað hverjar afleiðingar aðgerðarleysis munu vera og gerum eitthvað í málunum. Það er kominn tími til að við eyðum þessari óvissu fyrir fullt og gerum það í sameiningu með nýjum áramótaheitum árið 2020.Höfundur er meistaranemi í stjórnun ásamt iðnaðarverkfræði í Tækniháskólanum í München.Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun