Festar togara slitnuðu og snjóbíll með starfsmenn RARIK valt Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 11. desember 2019 12:29 Íbúar á Sauðárkróki hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Vísir/JóiK Enn er rafmagnslaust á Sauðárkróki líkt og víðar á landinu. Íbúar og starfsmenn hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Það hefur verið mikið annríki bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum. „Rafmagnsleysið hefur haft gríðarleg áhrif. Segja má að samfélagið hér á Norðurlandi vestra sé meira og minna lamað. Það er ekki rafmagnslaust alls staðar en að stórum hluta. Þetta dettur inn og út. Hér á Sauðárkróki er rafmagnað skammtað. Hér liggur meirihlutinn af atvinnustarfsemi niðri,“ segir Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Björgunarsveitir hafa verið úti og reynt að tryggja fjarskiptasamband og koma rafmagni á. Frá vinnu björgunarsveitarmanna á Króknum í gær.Vísir/JóiK „Já, það er verkefni sem liggur fyrir núna að staðsetja þessar bilanir sem eru á rafmagninu og fjarskiptasambandinu og koma því í gang aftur. Við höfum væntingar til þess að það takist í dag. Við þurfum bara að bíða og sjá. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því almennilega enn þá hve alvarlegar þessar bilanir eru og hve víðtækar.“ Mikil barátta var við togara tvo í höfninni. „Við fengum tilkynningu í kringum miðnætti að bæði Drangey og Málmey sem eru hér í Sauðárkrókshöfn hefðu slitið festar. Sem betur fer var hægt að bregðast við því hratt og örugglega. Við náðum að festa skipið niður aftur en það hefði getað farið illa ef við hefðum ekki haft góðan mannskap,“ segir Stefán Vagn. Á tímabili var aðeins ein taug í Drangey og stóð því afar tæpt að ekki færi illa. Þá var gerð tilraun til að fara með starfsmenn RARIK inn í Hrútafjörð í gær til að athuga með spennistöðina þar. „Það vildi ekki betur til en svo að hann velti. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Það var sendur bíll frá Borðeyri til að ná í þau og þau eru komin í spennustöðina og byrjuð að vinna. Það fór betur en á horfðist þar.“ Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Enn er rafmagnslaust á Sauðárkróki líkt og víðar á landinu. Íbúar og starfsmenn hafa farið á stjá til að huga að eigum sínum. Það hefur verið mikið annríki bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum. „Rafmagnsleysið hefur haft gríðarleg áhrif. Segja má að samfélagið hér á Norðurlandi vestra sé meira og minna lamað. Það er ekki rafmagnslaust alls staðar en að stórum hluta. Þetta dettur inn og út. Hér á Sauðárkróki er rafmagnað skammtað. Hér liggur meirihlutinn af atvinnustarfsemi niðri,“ segir Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Björgunarsveitir hafa verið úti og reynt að tryggja fjarskiptasamband og koma rafmagni á. Frá vinnu björgunarsveitarmanna á Króknum í gær.Vísir/JóiK „Já, það er verkefni sem liggur fyrir núna að staðsetja þessar bilanir sem eru á rafmagninu og fjarskiptasambandinu og koma því í gang aftur. Við höfum væntingar til þess að það takist í dag. Við þurfum bara að bíða og sjá. Ég held að menn geri sér ekki grein fyrir því almennilega enn þá hve alvarlegar þessar bilanir eru og hve víðtækar.“ Mikil barátta var við togara tvo í höfninni. „Við fengum tilkynningu í kringum miðnætti að bæði Drangey og Málmey sem eru hér í Sauðárkrókshöfn hefðu slitið festar. Sem betur fer var hægt að bregðast við því hratt og örugglega. Við náðum að festa skipið niður aftur en það hefði getað farið illa ef við hefðum ekki haft góðan mannskap,“ segir Stefán Vagn. Á tímabili var aðeins ein taug í Drangey og stóð því afar tæpt að ekki færi illa. Þá var gerð tilraun til að fara með starfsmenn RARIK inn í Hrútafjörð í gær til að athuga með spennistöðina þar. „Það vildi ekki betur til en svo að hann velti. Sem betur fer urðu engin slys á fólki. Það var sendur bíll frá Borðeyri til að ná í þau og þau eru komin í spennustöðina og byrjuð að vinna. Það fór betur en á horfðist þar.“
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira