Jóhannes segist hafa verið með allt að þrettán lífverði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2019 15:55 Jóhannes Stefánsson er staddur hér á landi um þessar mundir. Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár.Jóhannes er gestur í Kastljósi í kvöld og segist hafa fengið talsvert af aðvörunum eftir að hann hætti hjá Samherja. „Það hefur verið reynt að nálgast mig með slæmt í huga. Ég hef verið svo heppinn að vera með góða lífverði í kringum mig,“ segir Jóhannes. Hann hafi fyrst fengið sér lífvörð um þetta leyti. „Það var bara strax í lok júlí 2016. Þá var komið skrýtið fólk inn í líf mitt og farið að spyrjast út að fólk hefði áhuga á tölvunni minni og gögnunum.“ Hann hafi verið umkringdur góðu fólki sem hafi gripið inn í. „Það var byrjað að fá upplýsingar að það væri ekki allt með felldu. Svo fór maður að taka eftir ýmsu skrýtnu eins og það var farið að fylgjast með manni, skrýtnir vinir og mikill áhugi á tölvunni.“ Jóhannes telur að reynt hafi verið að eitra fyrir honum, ráða hann af dögum. „Það eru nokkur tilfelli sem lögreglan í Namibíu er að rannsaka því það er náttúrulega komin talsverð saga á bak við þetta og mikið af upplýsingum í kringum þetta. Lögreglan í Namibíu ætlar að rannsaka þessi tilfelli því henni finnst við vera með það mikið af upplýsingum, svo virðist vera, því ég var náttúrulega talsvert veikur og hef verið undir umsjá læknis síðan þá.“ Bæði hafi verið reynt að eitra fyrir honum með mat og drykk. „Við vitum nokkurn veginn hverjir og hvað og hverjir voru notaðir. Þetta voru fleiri en eitt skipti.“ Hann hafi þurft að hafa marga lífverði á tímabili. „Það var dálítið tæpt. Það voru sendir aðilar til að taka mig út. Það voru skipti sem ég hef þurft að hafa upp undir þrettán. Það eru reyndar tvö skipti sem það voru uppundir þrettán,“ segir Jóhannes í Kastljósi. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu sem kom þúsund gagna til Wikileaks eftir að hann hætti störfum hjá sjávarútvegsfyrirtækinu, segist hafa notast við lífverði reglulega undanfarin rúm þrjú ár.Jóhannes er gestur í Kastljósi í kvöld og segist hafa fengið talsvert af aðvörunum eftir að hann hætti hjá Samherja. „Það hefur verið reynt að nálgast mig með slæmt í huga. Ég hef verið svo heppinn að vera með góða lífverði í kringum mig,“ segir Jóhannes. Hann hafi fyrst fengið sér lífvörð um þetta leyti. „Það var bara strax í lok júlí 2016. Þá var komið skrýtið fólk inn í líf mitt og farið að spyrjast út að fólk hefði áhuga á tölvunni minni og gögnunum.“ Hann hafi verið umkringdur góðu fólki sem hafi gripið inn í. „Það var byrjað að fá upplýsingar að það væri ekki allt með felldu. Svo fór maður að taka eftir ýmsu skrýtnu eins og það var farið að fylgjast með manni, skrýtnir vinir og mikill áhugi á tölvunni.“ Jóhannes telur að reynt hafi verið að eitra fyrir honum, ráða hann af dögum. „Það eru nokkur tilfelli sem lögreglan í Namibíu er að rannsaka því það er náttúrulega komin talsverð saga á bak við þetta og mikið af upplýsingum í kringum þetta. Lögreglan í Namibíu ætlar að rannsaka þessi tilfelli því henni finnst við vera með það mikið af upplýsingum, svo virðist vera, því ég var náttúrulega talsvert veikur og hef verið undir umsjá læknis síðan þá.“ Bæði hafi verið reynt að eitra fyrir honum með mat og drykk. „Við vitum nokkurn veginn hverjir og hvað og hverjir voru notaðir. Þetta voru fleiri en eitt skipti.“ Hann hafi þurft að hafa marga lífverði á tímabili. „Það var dálítið tæpt. Það voru sendir aðilar til að taka mig út. Það voru skipti sem ég hef þurft að hafa upp undir þrettán. Það eru reyndar tvö skipti sem það voru uppundir þrettán,“ segir Jóhannes í Kastljósi.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira