Vonast til að bændur fái einhverja rafmagnsvirkni í fjósin á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. desember 2019 22:31 Mynd af Dalvíkurlínu frá því í dag sem er illa farin. landsnet Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. Hitaveita, vatnsveita og fráveita komust í lag og eru virk þannig að ekki eigi að vera nein hús í þéttbýlinu sem ekki séu heit og góð. Óljóst sé hins vegar hvenær rafmagn kemst aftur á enda er Dalvíkurlína illa farin eftir óveðrið. Þá sé gott til þess að vita að fólk á fremsta bæ í Svarfaðardal, þar sem ekki er hitaveita, sé komið til ættingja neðar í dalnum. Þar hafði verið rafmagnslaust síðan í gær og var orðið kalt í húsum. Katrín Sigurjónsdóttir er sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Þegar fréttastofa ræddi við Katrínu í hádeginu í dag hafði hún áhyggjur af kúabændum vegna rafmagnsleysisins þar sem kýrnar eru mjólkaðar með rafknúnum tækjum. Það er meira en að segja það að ætla að handmjólka kýrnar en Katrín segir björgunarsveitina hafa unnið að því hörðum höndum í dag að verða sér úti um varaafl fyrir bændurna. „Mér skildist á þeim núna undir kvöld að þeir sæju fram á að fá stöðvar og einhverja sérþekkingu við það til að tengja og svona þannig að vonandi verða bændur komnir með einhverja rafmagnsvirkni í sín fjós þegar líður á morgundaginn.“ Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð fyrir vinnumenn sem búa og starfa á Dalvík þar sem kalt var orðið heima við hjá þeim. Katrín segir að mennirnir búi í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn en þeir starfa við nýbyggingu hátæknifrystihúss Samherja í bænum. Rafmagnsveitumenn hafa líka fengið inni í fjöldahjálparstöðinni sem staðsett er í Dalvíkurskóla. Ekkert skólahald verður í bænum á morgun. Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, segir ágætt ástand í bænum þrátt fyrir rafmagnsleysi. Hitaveita, vatnsveita og fráveita komust í lag og eru virk þannig að ekki eigi að vera nein hús í þéttbýlinu sem ekki séu heit og góð. Óljóst sé hins vegar hvenær rafmagn kemst aftur á enda er Dalvíkurlína illa farin eftir óveðrið. Þá sé gott til þess að vita að fólk á fremsta bæ í Svarfaðardal, þar sem ekki er hitaveita, sé komið til ættingja neðar í dalnum. Þar hafði verið rafmagnslaust síðan í gær og var orðið kalt í húsum. Katrín Sigurjónsdóttir er sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Þegar fréttastofa ræddi við Katrínu í hádeginu í dag hafði hún áhyggjur af kúabændum vegna rafmagnsleysisins þar sem kýrnar eru mjólkaðar með rafknúnum tækjum. Það er meira en að segja það að ætla að handmjólka kýrnar en Katrín segir björgunarsveitina hafa unnið að því hörðum höndum í dag að verða sér úti um varaafl fyrir bændurna. „Mér skildist á þeim núna undir kvöld að þeir sæju fram á að fá stöðvar og einhverja sérþekkingu við það til að tengja og svona þannig að vonandi verða bændur komnir með einhverja rafmagnsvirkni í sín fjós þegar líður á morgundaginn.“ Fyrr í kvöld var opnuð fjöldahjálparstöð fyrir vinnumenn sem búa og starfa á Dalvík þar sem kalt var orðið heima við hjá þeim. Katrín segir að mennirnir búi í vinnubúðum við Dalvíkurhöfn en þeir starfa við nýbyggingu hátæknifrystihúss Samherja í bænum. Rafmagnsveitumenn hafa líka fengið inni í fjöldahjálparstöðinni sem staðsett er í Dalvíkurskóla. Ekkert skólahald verður í bænum á morgun.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira