Pavel: Þetta verður skrítið en skemmtilegt Arnar Björnsson skrifar 12. desember 2019 12:00 Pavel Ermolinski. Reykjavíkurslagur verður í Domínos-deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR fær Val í heimsókn. Þegar níu umferðir eru búnar er KR í fimmta sæti með 10 stig en Valur í tíunda sæti með 6. Báðum liðum hefur gengið illa að undanförnu. Valur hefur tapað fimm leikjum í deildinni í röð og KR-ingar tveimur. KR steinlá í bikarkeppninni fyrir Grindavík í síðustu viku, tapaði þá með 29 stiga mun. Pavel Ermolinskij mætir á sinn gamla heimavöll, hvernig er tilfinningin að mæta í DHL-höllina? „Hún verður skrítin að labba inn á sinn gamla heimavöll, hita upp hinum megin, horfa upp í stúku og sjá öll þessi kunnuglegu andlit sem hafa hvatt mann í öll þessi ár og hvetja núna gegn mér. Það verður skrítið en skemmtilegt líka og ég hlakka til mikið til,“ sagði Pavel. Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR og tapaði ekki rimmu í úrslitakeppni frá 2010. Hvernig móttökur fær hann í Vesturbænum í kvöld? „Það verður gaman að sjá en ég á nú ekki von á öðru en að mér verði ágætlega tekið. Ég veit ekki alveg hvað ég hefði átt að gera meira þarna til þess að eiga ást þeirra skilið. Partur af mér væri líka til í að skapa smá ástand þar sem yrðu einhver illindi milli okkar. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra að það sé smá rígur. Ég að sanna eitthvað fyrir þeim og þeir að sanna eitthvað fyrir mér. Er það kannski ekki skemmtilegra fyrir alla sem eru að horfa á þetta og okkur sjálfa sem tökum þátt í þessu?“ En þetta er ekki svona leikur sem þú vildir bara sleppa að spila? „Nei, alls ekki. Ég held að staðan sé þannig núna að bæði lið þurfa sigur fyrst og fremst. Ég held að allar rómantískar hugmyndir um endurkomu og allir þeir söguþræðir sem hægt er að teikna upp gleymast um leið og leikurinn byrjar því bæði lið þurfa að vinna.“ Þið Valsmenn hafið tapað fimm leikjum í röð en ef þið vinnið KR þá eru þið aðeins einum sigri á eftir þeim. „Það er svoleiðis. Ég held að ég verði fljótur að týna mér í leiknum og einbeita mér að sigrinum sem við þurfum nauðsynlega að ná.“ Það hefur verið vesen á KR-ingum, leikmenn meiddir. Finnur þú til með þeim? „Alls ekki. Ég veit að það er ekkert krísuástand þarna, það sofa allir vært á næturnar. Vissulega veit ég að þeir vilja vera á betri stað en þeir vita líka alveg að þegar til þess kemur þá verða þeir í betri aðstöðu til þess að gera tilkall til titils. Það er eitthvað sem er munurinn á Val og KR í dag. Þeir verða alltaf í þessari aðstöðu á meðan við erum að reyna að komast þangað. Við þurfum á þessum sigri að halda til þess að komast upp töfluna og byggja upp sjálfstraust á meðan þeir geta bara slakað á þangað til að kemur að stóru stundinni í vor.“ Philip Alawoya hefur spilað tvo síðustu leiki með Valsmönnum, hann var stigahæstur í síðasta leik í tapi gegn Þór. Þá skoraði hann 24 stig og tók 10 fráköst. Líkt og Pavel lék hann einnig með KR. „Það verður spennandi að mæta í DHL-höllina. Ég hef ekki komið þarna í tvö ár en á marga góða vini í liðinu. Þetta verður án efa mikil barátta og við eigum engan valkost annan en að berjast,“ sagði Alawoya. Valsmönnum hefur ekki gengið vel í vetur, fimm tapleikir í röð en það sama á við um KR, þeir hafa tapað síðustu leikjum. „Öll lið lenda í erfiðleikum en svo lengi sem þú ert tilbúinn að berjast á æfingum og færa það inn í leikinn þá er alltaf möguleiki á því að vinna.“ Alawoya er sannfærður um að Valur geti unnið leikinn. Valur þarf að skora fleiri stig, það er ekki flóknara en það. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 og er sýndur á Sport 3. Klippa: Pavel um heimkomuna í Vesturbæinn Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Reykjavíkurslagur verður í Domínos-deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR fær Val í heimsókn. Þegar níu umferðir eru búnar er KR í fimmta sæti með 10 stig en Valur í tíunda sæti með 6. Báðum liðum hefur gengið illa að undanförnu. Valur hefur tapað fimm leikjum í deildinni í röð og KR-ingar tveimur. KR steinlá í bikarkeppninni fyrir Grindavík í síðustu viku, tapaði þá með 29 stiga mun. Pavel Ermolinskij mætir á sinn gamla heimavöll, hvernig er tilfinningin að mæta í DHL-höllina? „Hún verður skrítin að labba inn á sinn gamla heimavöll, hita upp hinum megin, horfa upp í stúku og sjá öll þessi kunnuglegu andlit sem hafa hvatt mann í öll þessi ár og hvetja núna gegn mér. Það verður skrítið en skemmtilegt líka og ég hlakka til mikið til,“ sagði Pavel. Pavel vann sjö Íslandsmeistaratitla með KR og tapaði ekki rimmu í úrslitakeppni frá 2010. Hvernig móttökur fær hann í Vesturbænum í kvöld? „Það verður gaman að sjá en ég á nú ekki von á öðru en að mér verði ágætlega tekið. Ég veit ekki alveg hvað ég hefði átt að gera meira þarna til þess að eiga ást þeirra skilið. Partur af mér væri líka til í að skapa smá ástand þar sem yrðu einhver illindi milli okkar. Það gerir þetta aðeins skemmtilegra að það sé smá rígur. Ég að sanna eitthvað fyrir þeim og þeir að sanna eitthvað fyrir mér. Er það kannski ekki skemmtilegra fyrir alla sem eru að horfa á þetta og okkur sjálfa sem tökum þátt í þessu?“ En þetta er ekki svona leikur sem þú vildir bara sleppa að spila? „Nei, alls ekki. Ég held að staðan sé þannig núna að bæði lið þurfa sigur fyrst og fremst. Ég held að allar rómantískar hugmyndir um endurkomu og allir þeir söguþræðir sem hægt er að teikna upp gleymast um leið og leikurinn byrjar því bæði lið þurfa að vinna.“ Þið Valsmenn hafið tapað fimm leikjum í röð en ef þið vinnið KR þá eru þið aðeins einum sigri á eftir þeim. „Það er svoleiðis. Ég held að ég verði fljótur að týna mér í leiknum og einbeita mér að sigrinum sem við þurfum nauðsynlega að ná.“ Það hefur verið vesen á KR-ingum, leikmenn meiddir. Finnur þú til með þeim? „Alls ekki. Ég veit að það er ekkert krísuástand þarna, það sofa allir vært á næturnar. Vissulega veit ég að þeir vilja vera á betri stað en þeir vita líka alveg að þegar til þess kemur þá verða þeir í betri aðstöðu til þess að gera tilkall til titils. Það er eitthvað sem er munurinn á Val og KR í dag. Þeir verða alltaf í þessari aðstöðu á meðan við erum að reyna að komast þangað. Við þurfum á þessum sigri að halda til þess að komast upp töfluna og byggja upp sjálfstraust á meðan þeir geta bara slakað á þangað til að kemur að stóru stundinni í vor.“ Philip Alawoya hefur spilað tvo síðustu leiki með Valsmönnum, hann var stigahæstur í síðasta leik í tapi gegn Þór. Þá skoraði hann 24 stig og tók 10 fráköst. Líkt og Pavel lék hann einnig með KR. „Það verður spennandi að mæta í DHL-höllina. Ég hef ekki komið þarna í tvö ár en á marga góða vini í liðinu. Þetta verður án efa mikil barátta og við eigum engan valkost annan en að berjast,“ sagði Alawoya. Valsmönnum hefur ekki gengið vel í vetur, fimm tapleikir í röð en það sama á við um KR, þeir hafa tapað síðustu leikjum. „Öll lið lenda í erfiðleikum en svo lengi sem þú ert tilbúinn að berjast á æfingum og færa það inn í leikinn þá er alltaf möguleiki á því að vinna.“ Alawoya er sannfærður um að Valur geti unnið leikinn. Valur þarf að skora fleiri stig, það er ekki flóknara en það. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 og er sýndur á Sport 3. Klippa: Pavel um heimkomuna í Vesturbæinn
Dominos-deild karla Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira