Fimm manna fjölskyldu bjargað eftir rafmagnslausan sólarhring: „Þið eruð að koma með okkur“ Birgir Olgeirsson og Eiður Þór Árnason skrifa 13. desember 2019 23:16 Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. Hjónin Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir búa ásamt börnunum sínum þremur á bænum Koti í botni Svarfaðardals. Þar reka þau sauðfjárbúásamt því að sinna öðrum störfum. Veðrið versnaði skjótt á þriðjudag. Þegar farið var að líða á óveðrið voru þau orðin áhyggjufull í rafmagnslausu og ísköldu húsi og höfðu enga leið til að hafa samskipti við umheiminn. „Við erum nú svo sem öllum veðrum vön hérna á þessu svæði en þetta var svolítið mikið. Við sáum ekkert, ekki handa okkar skil,“ sagði Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið alltaf eins Klukkan fjögur á þriðjudag fór rafmagnið. „Þá vorum við alveg sambandslaus í sólarhring. Þá vorum við ekkert farin að frétta og veðrið alltaf eins þangað til að á miðvikudagskvöld, þá var farið að skána aðeins. Það var fór svolítið um okkur þarna eftir sólarhringinn.“ Þau lögðu allt kapp á að halda á sér hita. „Við kveiktum bara á kertum. Við vorum náttúrlega ekki með neitt varaafl eða neitt. Við vorum bara saman í einu herbergi. Við náttúrulega erum með þrjú börn svo að við pössuðum okkur bara á því að halda einu herbergi heitu, vorum með kerti og okkur tókst það nokkuð vel á meðan kertabirgðirnar voru góðar, en alls staðar annars staðar var orðið mjög kalt í húsinu.“ Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti í Svarfaðadal.Stöð 2 Höfðu ekkert val Á miðvikudeginum var farið að óttast um fjölskylduna og björgunarsveitarmenn sendir á staðinn. „Þeir þumbuðust hérna marga klukkutíma á leiðinni, komust alla leið til okkar og þeir gáfu okkur ekkert val. Þeir bara sögðu: „Þið eruð að koma með okkur. Þetta er það slæmt ástand að það þið fáið ekki rafmagn á næstunni og þið verðið bara að koma.“ Við höfðum ekkert val um það.“ Þegar fréttastofu bar að garði í dag höfðu hjónin farið á vélsleða að bænum til að koma hita í húsið og huga að sauðfénu. Þau sjá ekki fram á að þetta ástand hafi áhrif á framtíðarbúsetu þeirra í botni dalsins. „Það er voðalega gott að vera þarna, það er ekki það sko. Ég veit að þetta er bara svona en neinei við erum ekkert endilega á förum,“ sagði Atli, bóndi á Koti í Svarfaðardal. Björgunarsveitir Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Björgunarsveitarmenn unnu þrekvirki þegar þeir björguðu fimm manna fjölskyldu á miðvikudag sem hafði setið rafmagnslaus á bóndabæ sínum í botni Svarfaðardals í rúman sólarhring. Hjónin Atli Þór Friðriksson og Guðrún Magnúsdóttir búa ásamt börnunum sínum þremur á bænum Koti í botni Svarfaðardals. Þar reka þau sauðfjárbúásamt því að sinna öðrum störfum. Veðrið versnaði skjótt á þriðjudag. Þegar farið var að líða á óveðrið voru þau orðin áhyggjufull í rafmagnslausu og ísköldu húsi og höfðu enga leið til að hafa samskipti við umheiminn. „Við erum nú svo sem öllum veðrum vön hérna á þessu svæði en þetta var svolítið mikið. Við sáum ekkert, ekki handa okkar skil,“ sagði Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Veðrið alltaf eins Klukkan fjögur á þriðjudag fór rafmagnið. „Þá vorum við alveg sambandslaus í sólarhring. Þá vorum við ekkert farin að frétta og veðrið alltaf eins þangað til að á miðvikudagskvöld, þá var farið að skána aðeins. Það var fór svolítið um okkur þarna eftir sólarhringinn.“ Þau lögðu allt kapp á að halda á sér hita. „Við kveiktum bara á kertum. Við vorum náttúrlega ekki með neitt varaafl eða neitt. Við vorum bara saman í einu herbergi. Við náttúrulega erum með þrjú börn svo að við pössuðum okkur bara á því að halda einu herbergi heitu, vorum með kerti og okkur tókst það nokkuð vel á meðan kertabirgðirnar voru góðar, en alls staðar annars staðar var orðið mjög kalt í húsinu.“ Atli Þór Friðriksson, bóndi á Koti í Svarfaðadal.Stöð 2 Höfðu ekkert val Á miðvikudeginum var farið að óttast um fjölskylduna og björgunarsveitarmenn sendir á staðinn. „Þeir þumbuðust hérna marga klukkutíma á leiðinni, komust alla leið til okkar og þeir gáfu okkur ekkert val. Þeir bara sögðu: „Þið eruð að koma með okkur. Þetta er það slæmt ástand að það þið fáið ekki rafmagn á næstunni og þið verðið bara að koma.“ Við höfðum ekkert val um það.“ Þegar fréttastofu bar að garði í dag höfðu hjónin farið á vélsleða að bænum til að koma hita í húsið og huga að sauðfénu. Þau sjá ekki fram á að þetta ástand hafi áhrif á framtíðarbúsetu þeirra í botni dalsins. „Það er voðalega gott að vera þarna, það er ekki það sko. Ég veit að þetta er bara svona en neinei við erum ekkert endilega á förum,“ sagði Atli, bóndi á Koti í Svarfaðardal.
Björgunarsveitir Dalvíkurbyggð Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira