Landsréttardómari fjallaði um emoji í sératkvæði Sylvía Hall skrifar 14. desember 2019 10:23 Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær. Vísir/Vilhelm Í gær dæmdi Landsréttur karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot á samskiptamiðlinum Snapchat í janúar árið 2018. Skilaboðin voru send til konu sem maðurinn hafði áður verið að hitta í nokkra mánuði, en hann var starfandi lögreglumaður þegar brotin áttu sér stað.Sjá einnig: Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Héraðsdómur hafði sýknað manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot vegna skilaboðanna: „Ætlaru að riða mer a eftir?[...] Viltu mig? Riddu mer dóninn þinn [...] Riddu mer beibe,“ en meirihluti Landsréttar komst að þeirri niðurstöðu að umrædd skilaboð brytu í bága við 209. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um refsingu fyrir lostugt athæfi sem særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis „Hlutrænt séð verður að telja að ummælin sem um ræðir hafi verið lostug í skilningi ákvæðisins og jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi brotaþola. Breytir engu þar um þótt ákærði og brotaþoli hafi átt í sambandi um tíma og haft kynferðismök í nokkur skipti eftir að því lauk,“ sagði meðal annars í rökstuðningi meirihlutans. Var meðal annars litið til þess að brotaþoli hafi verið tvítugur að aldri þegar skilaboðin voru send en hinn ákærði átta árum eldri. „Face with tears of joy“ og „face blowing a kiss“ Eiríkur Jónsson landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu og var sammála meirihluta dómsins um að dæma ætti manninn til refsingar vegna hótanna, en taldi að sýkna ætti manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot. Rakti hann þar samskipti ákærða og brotaþola og leit þar meðal annars til emojis, sem oft hafa verið þýtt sem lyndistákn, sem brotaþoli sendi. „Á milli þeirra orða sem tilgreind eru í 1. ákærulið sendi brotaþoli ákærða meðal annars skilaboðin „Hahah heyrðu fulli“ og tvenns konar lyndistákn, annars vegar tvö brosandi andlit sem gráta af hlátri (á ensku hefur táknið heitið „face with tears of joy“) og hins vegar andlit sem blikkar öðru augu og sendir koss sem hjarta fylgir (á ensku hefur táknið heitið „face blowing a kiss“). Að loknum síðustu orðunum sem greinir í 1. ákærulið sendi brotaþoli loks skilaboðin „Heyrðu stopp núna“ og eftir það lauk þeim ummælum sem ákæruvaldið heimfærir undir 209. gr. almennra hegningarlaga.“ Í sératkvæðinu segir að brotaþoli hafi gert mikinn greinarmun á þeim samskiptum sem þóttu vera blygðunarsemisbrot og þeim sem á eftir komu, en þau skilaboð sem fylgdu í kjölfarið vöktu mikinn ótta og glímdi hún við svefnleysi vegna þeirra. „Þrátt fyrir að tjáning ákærða samkvæmt 1. ákærulið sé rakin smekkleysa verður í ljósi alls framangreinds, sem og að virtri þeirri meginreglu íslensks réttarfars að allan vafa um það hvort refsiákvæði taki til háttsemi ákærða eigi að virða honum í hag, ekki staðhæft að ummæli ákærða teljist lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarkennd brotaþola,“ sagði í sératkvæðinu. Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Í gær dæmdi Landsréttur karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í gær fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot á samskiptamiðlinum Snapchat í janúar árið 2018. Skilaboðin voru send til konu sem maðurinn hafði áður verið að hitta í nokkra mánuði, en hann var starfandi lögreglumaður þegar brotin áttu sér stað.Sjá einnig: Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Héraðsdómur hafði sýknað manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot vegna skilaboðanna: „Ætlaru að riða mer a eftir?[...] Viltu mig? Riddu mer dóninn þinn [...] Riddu mer beibe,“ en meirihluti Landsréttar komst að þeirri niðurstöðu að umrædd skilaboð brytu í bága við 209. gr. almennra hegningarlaga sem kveður á um refsingu fyrir lostugt athæfi sem særir blygðunarsemi manna eða er til opinbers hneykslis „Hlutrænt séð verður að telja að ummælin sem um ræðir hafi verið lostug í skilningi ákvæðisins og jafnframt til þess fallin að særa blygðunarsemi brotaþola. Breytir engu þar um þótt ákærði og brotaþoli hafi átt í sambandi um tíma og haft kynferðismök í nokkur skipti eftir að því lauk,“ sagði meðal annars í rökstuðningi meirihlutans. Var meðal annars litið til þess að brotaþoli hafi verið tvítugur að aldri þegar skilaboðin voru send en hinn ákærði átta árum eldri. „Face with tears of joy“ og „face blowing a kiss“ Eiríkur Jónsson landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu og var sammála meirihluta dómsins um að dæma ætti manninn til refsingar vegna hótanna, en taldi að sýkna ætti manninn af ákæru um blygðunarsemisbrot. Rakti hann þar samskipti ákærða og brotaþola og leit þar meðal annars til emojis, sem oft hafa verið þýtt sem lyndistákn, sem brotaþoli sendi. „Á milli þeirra orða sem tilgreind eru í 1. ákærulið sendi brotaþoli ákærða meðal annars skilaboðin „Hahah heyrðu fulli“ og tvenns konar lyndistákn, annars vegar tvö brosandi andlit sem gráta af hlátri (á ensku hefur táknið heitið „face with tears of joy“) og hins vegar andlit sem blikkar öðru augu og sendir koss sem hjarta fylgir (á ensku hefur táknið heitið „face blowing a kiss“). Að loknum síðustu orðunum sem greinir í 1. ákærulið sendi brotaþoli loks skilaboðin „Heyrðu stopp núna“ og eftir það lauk þeim ummælum sem ákæruvaldið heimfærir undir 209. gr. almennra hegningarlaga.“ Í sératkvæðinu segir að brotaþoli hafi gert mikinn greinarmun á þeim samskiptum sem þóttu vera blygðunarsemisbrot og þeim sem á eftir komu, en þau skilaboð sem fylgdu í kjölfarið vöktu mikinn ótta og glímdi hún við svefnleysi vegna þeirra. „Þrátt fyrir að tjáning ákærða samkvæmt 1. ákærulið sé rakin smekkleysa verður í ljósi alls framangreinds, sem og að virtri þeirri meginreglu íslensks réttarfars að allan vafa um það hvort refsiákvæði taki til háttsemi ákærða eigi að virða honum í hag, ekki staðhæft að ummæli ákærða teljist lostugt athæfi sem hafi verið til þess fallið að særa blygðunarkennd brotaþola,“ sagði í sératkvæðinu.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22