Tala látinna komin í sextán Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2019 07:56 Lögreglan segist ætla að gera sitt besta til að finna þá stvo sem enn er saknað. GETTY/Almannavarnir Nýja-Sjálands. Tala látinna eftir eldgosið á eyjunni Whakaari eða Hvítueyju við Nýja-Sjáland er nú komin upp í sextán. Lík hafa fundist á eyjunni og einn lést á sjúkrahúsi. Tveggja er enn saknað og er verið að leita þeirra. Um tuttugu eru enn í alvarlegu ástandi. Sá sem lést í gær var frá Ástralíu og hafði verið fluttur þangað til aðhlynningar. Forsvarsmenn lögreglunnar á Nýja-Sjálandi segja aðstæður til leitarinnar á Whakaari séu erfiðar. Leitin taki á alla sem að henni koma en lögreglan muni gera sitt allra besta. Sex lík fundust á föstudaginn en var önnur tilraun gerð í gær þar sem leitarmenn fóru til eyjunnar en þeir höfðu aðeins súrefni til að leita í 75 mínútur og þurftu að snúa til baka án árangurs, samkvæmt New Zealand Herald.Einnig hafa kafarar leitað í sjónum í kringum eyjuna en það hefur gengið erfiðlega þar sem kafararnir segja erfitt að sjá mikið lengra en tvo metra fram fyrir sig vegna öskunnar í sjónum. Aðstæður eru erfiðar til leitar á Whakaari.Getty/Almannavarnir Nýja-Sjálands Talið er að 47 manns hafi verið á og við Whakaari síðasta mánudag þegar eldfjallið þar gaus án fyrirvara og sendi frá sér sjóðandi heita gufu, ösku og grjót.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraSamkvæmt BBC hefur eldfjallið á Whakaari ekkert látið á sér kræla síðan á mánudaginn en vísindamenn segja hættuna á nýju gosi enn mikla.Af þeim sextán sem eru látnir er búið að opinbera nöfn nokkurra þeirra.Tveir þeirra voru bræður frá Ástralíu sem voru 16 og 13 ára gamli. Þeir hétu Berend og Matthew Hollander. Leiðsögumaðurinn Tipene Maangi lét einnig lífið en hann var frá Nýja-Sjálandi. Þar að auki er búið að staðfesta að hinn ástralski Anthony Langford sé meðal hinna látnu. Hann var á Nýja-Sjálandi með eiginkonu sinni og tveimur börnum. Af þeim er talið að sonur hans Jesse sé sá eini úr fjölskyldunni sem hafi lifað af, samkvæmt NZ Herald.Gavin Dallow er einnig dáinn en hann var á eyjunni með stjúpdóttur sinni, Zoe Hosking, sem dó einnig. Hún var fimmtán ára gömul. Þá var Krystal Eve Browitt sú fyrsta sem staðfest var að hefði dáið. Hún var 21 árs gömul og var á ferðalagi með fjölskyldu sinni þegar gosið varð. Faðir hennar og systir eru á sjúkrahúsi. Nýja-Sjáland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Tala látinna eftir eldgosið á eyjunni Whakaari eða Hvítueyju við Nýja-Sjáland er nú komin upp í sextán. Lík hafa fundist á eyjunni og einn lést á sjúkrahúsi. Tveggja er enn saknað og er verið að leita þeirra. Um tuttugu eru enn í alvarlegu ástandi. Sá sem lést í gær var frá Ástralíu og hafði verið fluttur þangað til aðhlynningar. Forsvarsmenn lögreglunnar á Nýja-Sjálandi segja aðstæður til leitarinnar á Whakaari séu erfiðar. Leitin taki á alla sem að henni koma en lögreglan muni gera sitt allra besta. Sex lík fundust á föstudaginn en var önnur tilraun gerð í gær þar sem leitarmenn fóru til eyjunnar en þeir höfðu aðeins súrefni til að leita í 75 mínútur og þurftu að snúa til baka án árangurs, samkvæmt New Zealand Herald.Einnig hafa kafarar leitað í sjónum í kringum eyjuna en það hefur gengið erfiðlega þar sem kafararnir segja erfitt að sjá mikið lengra en tvo metra fram fyrir sig vegna öskunnar í sjónum. Aðstæður eru erfiðar til leitar á Whakaari.Getty/Almannavarnir Nýja-Sjálands Talið er að 47 manns hafi verið á og við Whakaari síðasta mánudag þegar eldfjallið þar gaus án fyrirvara og sendi frá sér sjóðandi heita gufu, ösku og grjót.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraSamkvæmt BBC hefur eldfjallið á Whakaari ekkert látið á sér kræla síðan á mánudaginn en vísindamenn segja hættuna á nýju gosi enn mikla.Af þeim sextán sem eru látnir er búið að opinbera nöfn nokkurra þeirra.Tveir þeirra voru bræður frá Ástralíu sem voru 16 og 13 ára gamli. Þeir hétu Berend og Matthew Hollander. Leiðsögumaðurinn Tipene Maangi lét einnig lífið en hann var frá Nýja-Sjálandi. Þar að auki er búið að staðfesta að hinn ástralski Anthony Langford sé meðal hinna látnu. Hann var á Nýja-Sjálandi með eiginkonu sinni og tveimur börnum. Af þeim er talið að sonur hans Jesse sé sá eini úr fjölskyldunni sem hafi lifað af, samkvæmt NZ Herald.Gavin Dallow er einnig dáinn en hann var á eyjunni með stjúpdóttur sinni, Zoe Hosking, sem dó einnig. Hún var fimmtán ára gömul. Þá var Krystal Eve Browitt sú fyrsta sem staðfest var að hefði dáið. Hún var 21 árs gömul og var á ferðalagi með fjölskyldu sinni þegar gosið varð. Faðir hennar og systir eru á sjúkrahúsi.
Nýja-Sjáland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira