Skagfirðingar vöknuðu í rafmagnsleysi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2019 06:46 Unnið að rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi. vísir/egill Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. Vonast er til að rafmagnið komist fljótt á aftur í Skagafirði en svo virðist sem viðgerðum sé lokið í Hrútafirði. Þá er einnig rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal. Fréttastofu hafa borist ábendingar í morgun frá íbúum á Sauðárkróki sem vöknuðu í rafmagnsleysi í morgun. Jafnframt er rafmagnslaust á Hofsósi en íbúar svæðisins sem hafa fengið rafmagn beint úr Varmahlíð virðast hafa sloppið. Engar upplýsingar hafi borist bæjarbúum um hvað rafmagnsleysið mun standa lengi yfir. Ekki er vitað hvað veldur fyrrnefndu rafmagnsleysi í Skagafirði en þar segjast starfsmenn Rarik vinna að því að „byggja upp kerfið.“ Viðgerðarflokki Rarik tókst jafnframt að koma rafmagni á Langadal og hluta Svartárdals í gærkvöldi. Bilanaleit verður tekin upp aftur í birtingu. Sjá einnig: Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á NorðurlandiEkki hefur náðst á bilanavakt Rarik í morgun en að sögn Ríkisútvarpsins hafði bilunin í Hrútafirði víðtæk áhrif á notendur; í Miðfirði, Bitrufurði, hluta Reykhólasveitar, á Laugarbakka, Vatnsnesi og víðar. Svo virðist sem tekist hafi að koma aftur á rafmagni á þessu svæði núna klukkan sjö, ef marka má vefsíðu Rarik. Þar að auki var rafmagnslaust um tíma á Hvammstanga sem er þó ekki sagt hafa staðið lengi. Ekki er þó útilokað að enn kunni að votta fyrir rafmagnstruflunum, jafnvel rafmagnsleysi, í litlum hluta bæjarins. Í tilkynningu frá Landsneti er sagt að gera megi ráð fyrir einhverri truflun á afhendingu rafmagns meðan enn sé unnið að viðgerðum á dreifikerfinu. Jafnframt megi búast við skömmtun á rafmagni, nú þegar atvinnulífið fer aftur af stað eftir helgina. Rarik biðlar jafnframt til fólks sem tengt er varaafli að spara rafmagn eins og kostur er.Fréttin var uppfærð kl. 7:10 Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Rafmagnslaust er í Skagafirði og þá leysti aðveitustöðin í Hrútatungu út aftur í nótt. Vonast er til að rafmagnið komist fljótt á aftur í Skagafirði en svo virðist sem viðgerðum sé lokið í Hrútafirði. Þá er einnig rafmagnslaust í Blöndudal og Svartárdal. Fréttastofu hafa borist ábendingar í morgun frá íbúum á Sauðárkróki sem vöknuðu í rafmagnsleysi í morgun. Jafnframt er rafmagnslaust á Hofsósi en íbúar svæðisins sem hafa fengið rafmagn beint úr Varmahlíð virðast hafa sloppið. Engar upplýsingar hafi borist bæjarbúum um hvað rafmagnsleysið mun standa lengi yfir. Ekki er vitað hvað veldur fyrrnefndu rafmagnsleysi í Skagafirði en þar segjast starfsmenn Rarik vinna að því að „byggja upp kerfið.“ Viðgerðarflokki Rarik tókst jafnframt að koma rafmagni á Langadal og hluta Svartárdals í gærkvöldi. Bilanaleit verður tekin upp aftur í birtingu. Sjá einnig: Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á NorðurlandiEkki hefur náðst á bilanavakt Rarik í morgun en að sögn Ríkisútvarpsins hafði bilunin í Hrútafirði víðtæk áhrif á notendur; í Miðfirði, Bitrufurði, hluta Reykhólasveitar, á Laugarbakka, Vatnsnesi og víðar. Svo virðist sem tekist hafi að koma aftur á rafmagni á þessu svæði núna klukkan sjö, ef marka má vefsíðu Rarik. Þar að auki var rafmagnslaust um tíma á Hvammstanga sem er þó ekki sagt hafa staðið lengi. Ekki er þó útilokað að enn kunni að votta fyrir rafmagnstruflunum, jafnvel rafmagnsleysi, í litlum hluta bæjarins. Í tilkynningu frá Landsneti er sagt að gera megi ráð fyrir einhverri truflun á afhendingu rafmagns meðan enn sé unnið að viðgerðum á dreifikerfinu. Jafnframt megi búast við skömmtun á rafmagni, nú þegar atvinnulífið fer aftur af stað eftir helgina. Rarik biðlar jafnframt til fólks sem tengt er varaafli að spara rafmagn eins og kostur er.Fréttin var uppfærð kl. 7:10
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00 Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
Tilkynnt um fleiri rafmagnstruflanir á Norðurlandi Víða eru enn truflanir á rafflutningskerfum vegna aftakaveðursins sem gekk yfir landið í vikunni. Í kvöld barst síðast tilkynning um það að rafmagnslaust væri í Langadal og Blöndudal á Norðvesturlandi vegna bilunar í flutningskerfi RARIK. Enn er unnið að því að leita að uppruna bilunarinnar. 15. desember 2019 23:00
Bjarni segir greinilega veikleika í kerfum sem ekki var vitað nóg um "Það er alveg greinilegt að það hafa komið fram veikleikar í kerfum okkar sem við vorum ekki nægilega meðvituð um. Það er til að mynda mjög alvarlegt þegar við áttum okkur á því að grunnstofnanir eru ekki með neitt varaafl og vararafstöðvar á viðkvæmum svæðum hefðu þurft að vera til staðar,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra í Víglínunni í dag. 15. desember 2019 18:00