Reikna með Dalvíkurlínu í rekstur í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 10:27 Frá rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi í liðinni viku. vísir/egill Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu með stöðu mála hvað varðar tengivirkin í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið 10. og 11. desember. Viðgerð á Dalvíkurlínu gekk vel í gær og er gert ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Þá unnu tuttugu manns að viðgerð á Kópaskerslínu og hafa tólf af 28 rafmagnsstaurum sem féllu verið reistir. Þá lauk viðgerð á Húsavíkurlínu í gær en Laxárlína bíður enn um sinn á meðan unnið er að viðgerð annarra lína. Tengivirkið í Hrútatungu Tengivirkið hefur verið í rekstri frá því á mánudagsmorgun. Við erum enn á svæðinu. Hugsanlega þarf að aftengja eða skipta um einn skilrofa í virkinu sem grunur leikur á að hafi skemmst í veðurofsanum um daginn. Dalvíkurlína 1 Þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður fór verkið langt í gær. Gerum enn ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Kópaskerslína 1 Um 20 manns hafa unnið að viðgerð og hafa 12 staurar af 28 verið reistir. Til stóð að nokkrir bættust í viðgerðarteymið í gær en vegna bilunar á Fljótsdalslínu 4 gat það ekki orðið. Áætlað er að vinnu við línuna verði lokið um komandi helgi. Húsavíkurlína 1 Viðgerð á línunni lauk í gær og fór hún aftur í rekstur í gærkvöldi. Laxárlína 1 Beðið verður með viðgerð um sinn meðan unnið er við lagfæringar á öðrum línum. Fljótsdalslína 4 Bilun kom upp í Fljóstdalslínu 4 um miðjan dag. Í ljós kom að festing sem tengir skálakeðju við afspennt mastur nr. 67 hafði brotnað og liggur því einn fasinn niðri. Viðgerðarteymi er komið á staðinn ásamt tækjum sem komu frá Dalvíkurlínu. Viðgerð er í undirbúningi og mun hefjast í nú í morgunsárið. Ísingavöktun verður höfð á Fljótsdalslínu 3 á meðan ástandið varir, en óvíst er hvað viðgerð tekur langan tíma. Tengivirkið Reykjanesi Í gær kom í ljós að mikil selta hafði safnast á eldingarvara og gegnumtök við tengivirkið og hætta á skemmdum á búnaði. Því var tekin ákvörðun um að taka Reykjaneslínu og Reykjanesvirkjun úr rekstri á meðan búnaður var hreinsaður. Verkið tók nokkrar klst.Fréttin var uppfærð kl. 11:53 með nýjum upplýsingum frá Landsneti um að Dalvíkurlína komist í rekstur í dag. Dalvíkurbyggð Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu með stöðu mála hvað varðar tengivirkin í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið 10. og 11. desember. Viðgerð á Dalvíkurlínu gekk vel í gær og er gert ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Þá unnu tuttugu manns að viðgerð á Kópaskerslínu og hafa tólf af 28 rafmagnsstaurum sem féllu verið reistir. Þá lauk viðgerð á Húsavíkurlínu í gær en Laxárlína bíður enn um sinn á meðan unnið er að viðgerð annarra lína. Tengivirkið í Hrútatungu Tengivirkið hefur verið í rekstri frá því á mánudagsmorgun. Við erum enn á svæðinu. Hugsanlega þarf að aftengja eða skipta um einn skilrofa í virkinu sem grunur leikur á að hafi skemmst í veðurofsanum um daginn. Dalvíkurlína 1 Þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður fór verkið langt í gær. Gerum enn ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Kópaskerslína 1 Um 20 manns hafa unnið að viðgerð og hafa 12 staurar af 28 verið reistir. Til stóð að nokkrir bættust í viðgerðarteymið í gær en vegna bilunar á Fljótsdalslínu 4 gat það ekki orðið. Áætlað er að vinnu við línuna verði lokið um komandi helgi. Húsavíkurlína 1 Viðgerð á línunni lauk í gær og fór hún aftur í rekstur í gærkvöldi. Laxárlína 1 Beðið verður með viðgerð um sinn meðan unnið er við lagfæringar á öðrum línum. Fljótsdalslína 4 Bilun kom upp í Fljóstdalslínu 4 um miðjan dag. Í ljós kom að festing sem tengir skálakeðju við afspennt mastur nr. 67 hafði brotnað og liggur því einn fasinn niðri. Viðgerðarteymi er komið á staðinn ásamt tækjum sem komu frá Dalvíkurlínu. Viðgerð er í undirbúningi og mun hefjast í nú í morgunsárið. Ísingavöktun verður höfð á Fljótsdalslínu 3 á meðan ástandið varir, en óvíst er hvað viðgerð tekur langan tíma. Tengivirkið Reykjanesi Í gær kom í ljós að mikil selta hafði safnast á eldingarvara og gegnumtök við tengivirkið og hætta á skemmdum á búnaði. Því var tekin ákvörðun um að taka Reykjaneslínu og Reykjanesvirkjun úr rekstri á meðan búnaður var hreinsaður. Verkið tók nokkrar klst.Fréttin var uppfærð kl. 11:53 með nýjum upplýsingum frá Landsneti um að Dalvíkurlína komist í rekstur í dag.
Dalvíkurbyggð Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira