Verja 200 milljónum til að kanna möguleika á flugvelli í Hvassahrauni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. desember 2019 21:24 Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin. Framsóknarflokkurinn hefur haft það á stefnuskrá sinni að flugvöllur ætti að vera áfram í Vatnsmýri í Reykjavík. Formaður flokksins skrifaði undir samkomulagið við Reykjavíkurborg um rannsóknir í Hvassahrauni í vikunni. Í Víglínunni í dag fagnaði hann þessu samkomulagi því nú verði hægt að rífast um staðreyndir. „Samkvæmt aðalskipulaginu, þá á þessi völlur að loka 2022 og 2024. Menn láta eins og þetta sé svona. Sumir hafa haldið því fram að Hvassahraun sé bara tilbúið. Aðrir segja „Hann verður aldrei tilbúinn, þess vegna heitir hann Hvassahraun og þetta er ekki hægt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í Víglínunni í dag. Hann varpaði þar fram spurningu um hvernig hægt væri að taka umræðu um stöðu flugvallarins, ef menn „[æptu] bara í allar áttir,“ og enginn segði neitt. „Svo hafa menn skrifað undir samninga hægri og vinstri, sem gera það að verkum að það er alltaf verið að þrengja að vellinum. Nú þurfum við bara að kanna það, hvað er satt og hvað er rétt,“ sagði Sigurður Ingi. Viðtalið við Sigurð Inga úr Víglínunni má sjá í heild sinni hér að neðan. Fréttir af flugi Samgöngur Víglínan Vogar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Ríki og borg hafa samþykkt að verja 200 milljónum króna til að kanna möguleikann á nýjum innanlandsflugvelli í Hvassahrauni. Með því samkomulagi er ljóst að Reykjarvíkurflugvöllur mun áfram þjóna innanlandsflugi, æfinga- og kennsluflugi næstu fimmtán til tuttugu árin. Framsóknarflokkurinn hefur haft það á stefnuskrá sinni að flugvöllur ætti að vera áfram í Vatnsmýri í Reykjavík. Formaður flokksins skrifaði undir samkomulagið við Reykjavíkurborg um rannsóknir í Hvassahrauni í vikunni. Í Víglínunni í dag fagnaði hann þessu samkomulagi því nú verði hægt að rífast um staðreyndir. „Samkvæmt aðalskipulaginu, þá á þessi völlur að loka 2022 og 2024. Menn láta eins og þetta sé svona. Sumir hafa haldið því fram að Hvassahraun sé bara tilbúið. Aðrir segja „Hann verður aldrei tilbúinn, þess vegna heitir hann Hvassahraun og þetta er ekki hægt,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í Víglínunni í dag. Hann varpaði þar fram spurningu um hvernig hægt væri að taka umræðu um stöðu flugvallarins, ef menn „[æptu] bara í allar áttir,“ og enginn segði neitt. „Svo hafa menn skrifað undir samninga hægri og vinstri, sem gera það að verkum að það er alltaf verið að þrengja að vellinum. Nú þurfum við bara að kanna það, hvað er satt og hvað er rétt,“ sagði Sigurður Ingi. Viðtalið við Sigurð Inga úr Víglínunni má sjá í heild sinni hér að neðan.
Fréttir af flugi Samgöngur Víglínan Vogar Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira