Mæta aftur fyrir dómara í hádeginu Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. desember 2019 09:18 Sexmenningarnir voru leiddir fyrir dómara í liðinni viku. skjáskot Dómstóll í Namibíu mun í hádeginu að íslenskum tíma taka fyrir beiðni sexmenninganna sem handteknir hafa verið í landinu grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið. Mennirnir fara fram á að verða látnir lausir gegn tryggingu en ekki tókst að ákvarða í málinu á föstudaginn þar sem lögfræðingar þeirra voru handteknir. Umræddir sexmenningar eru hinir svokölluðu „hákarlar“; þeir Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, auk Bernhardts Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, og Pius 'Taxa' Mwatelulo, sem tengist James Hatuikulipi fjölskylduböndum líkt og Gustavo. Fyrrnefndir lögmenn sem hákarlarnir réðu frá Suður-Afríku voru ekki með atvinnuleyfi í Namibíu og voru þeir því handteknir einnig og sektaðir um háar fjárhæðir. Lögmennirnir, Mike Hellens og Dawie Joubert, teljast nokkuð þekktir fyrir störf sín fyrir Jaboc Zuma, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. Namibísku sexmenningarnir hafa nú fengið aðra lögmenn og því verður málið loks tekið fyrir í dag. Samkvæmt namibískum miðlum er nokkur fjöldi fólks saman kominn við dómshúsið til að hlýða á niðurstöðu dómarans, en kallað hefur verið eftir því að mennirnir verði ekki látnir lausir. Hér að neðan má sjá myndband namibíska miðilsins Confidente af því þegar sexmenningarnir mættu í dómsal á fimmtudag. Namibía Samherjaskjölin Suður-Afríka Tengdar fréttir Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Dómstóll í Namibíu mun í hádeginu að íslenskum tíma taka fyrir beiðni sexmenninganna sem handteknir hafa verið í landinu grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni í tengslum við Samherjamálið. Mennirnir fara fram á að verða látnir lausir gegn tryggingu en ekki tókst að ákvarða í málinu á föstudaginn þar sem lögfræðingar þeirra voru handteknir. Umræddir sexmenningar eru hinir svokölluðu „hákarlar“; þeir Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, auk Bernhardts Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, og Pius 'Taxa' Mwatelulo, sem tengist James Hatuikulipi fjölskylduböndum líkt og Gustavo. Fyrrnefndir lögmenn sem hákarlarnir réðu frá Suður-Afríku voru ekki með atvinnuleyfi í Namibíu og voru þeir því handteknir einnig og sektaðir um háar fjárhæðir. Lögmennirnir, Mike Hellens og Dawie Joubert, teljast nokkuð þekktir fyrir störf sín fyrir Jaboc Zuma, fyrrverandi forseta Suður-Afríku. Namibísku sexmenningarnir hafa nú fengið aðra lögmenn og því verður málið loks tekið fyrir í dag. Samkvæmt namibískum miðlum er nokkur fjöldi fólks saman kominn við dómshúsið til að hlýða á niðurstöðu dómarans, en kallað hefur verið eftir því að mennirnir verði ekki látnir lausir. Hér að neðan má sjá myndband namibíska miðilsins Confidente af því þegar sexmenningarnir mættu í dómsal á fimmtudag.
Namibía Samherjaskjölin Suður-Afríka Tengdar fréttir Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35 Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Sjá meira
Sex leiddir fyrir dómara í Namibíu vegna Samherjamálsins Sexmenningarnir sem grunaðir eru um spillingu, fjársvik og peningaþvætti í Namibíu í tengslum við Samherjamálið voru leiddir fyrir dómara í morgun. 28. nóvember 2019 13:35
Nýjar upptökur varpa ljósi á það hvernig Al Jazeera „fetaði í fótspor“ Samherja Blaðamaðurinn hitti sjávarútvegsráðherra Namibíu m.a. tvívegis í Tókýó og þá ræddi hann einnig við lögmann sem sagður er hafa haft milligöngu um mútugreiðslur til embættismannanna. 1. desember 2019 13:56