Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 15:30 Þórir Hergeirsson að stýra norska landsliðinu. EPA-EFE/FILIP SINGER Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í handbolta í Japan. Það er því ekkert skrýtið að norska handboltasambandið vilji halda Selfyssingnum og hann sjálfur virðist taka vel í slík plön ef marka má svar hans í stuttu viðtali við blaðamann Aftenposten í dag. Þórir og norsku stelpurnar hittu blaðamenn í dag en liðið átti frídag áður en kemur að tveimur síðustu leikjum liðsins í riðlinum á fimmtudag og föstudag. Blaðamaður Aftenposten spurði Þórir út í framhaldið með liðið en hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá 2009 og var áður aðstoðarþjálfari í næstum því áratug. Núverandi samningur Þóris og norska handboltasambandsins rennur út um áramótin 2021 til 2002 og báðir aðilar hafa því tíma til að meta stöðuna. Blaðamaður Aftenposten er á því að þetta snúist fyrst og fremst um það hvað Þórir vill. Hún spurði því Þórir út í framtíðina. Þórir Hergeirsson sagði henni að hann elski það að vera þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og það sé þess vegna sem hann lét vita snemma af því að hann vilji framlengja samninginn sinn.Thorir Hergeirsson tar en ny periode som landslagstrener.https://t.co/1T0i5QxMG6 — 100% Sport (@100prosentsport) December 4, 2019 „Það eru bara nokkur smáatriði sem eru eftir. Við erum nánast komin í mark með nýjan samning. Ég er spenntur,“ sagði Þórir. Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu enda löngu sannað að Íslendingurinn er á heimavelli þegar kemur að því að halda norska kvennalandsliðinu í fremstu röð. Það kemur því ekki á óvart að blaðamaður Aftenposten slái því upp að það séu fagnaðarlæti í herbúðum norska sambandsins að vita af því að Þórir sé klár í slaginn næstu ár. Þórir tók við liðinu af Marit Breivik sem þjálfaði norsku stelpurnar í fjórtán ár eða frá 1994 til 2008. Hún var 53 ára gömul þegar hún hætti með liðið. Þórir heldur upp á 56 ára afmælið sitt í apríl. Hann er búinn að vera með norska landsliðið í ellefu ár og á þeim tíma hefur liðið unnið til ellefu verðlauna á stórmótum eða sjö gull, tvö silfur og tvö brons. Þórir á nú möguleika á að gera norska liðið að heimsmeisturum í þriðja sinn en liðið vann silfur síðast (2017) en hafði unnið gull 2011 og 2015. Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í handbolta í Japan. Það er því ekkert skrýtið að norska handboltasambandið vilji halda Selfyssingnum og hann sjálfur virðist taka vel í slík plön ef marka má svar hans í stuttu viðtali við blaðamann Aftenposten í dag. Þórir og norsku stelpurnar hittu blaðamenn í dag en liðið átti frídag áður en kemur að tveimur síðustu leikjum liðsins í riðlinum á fimmtudag og föstudag. Blaðamaður Aftenposten spurði Þórir út í framhaldið með liðið en hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá 2009 og var áður aðstoðarþjálfari í næstum því áratug. Núverandi samningur Þóris og norska handboltasambandsins rennur út um áramótin 2021 til 2002 og báðir aðilar hafa því tíma til að meta stöðuna. Blaðamaður Aftenposten er á því að þetta snúist fyrst og fremst um það hvað Þórir vill. Hún spurði því Þórir út í framtíðina. Þórir Hergeirsson sagði henni að hann elski það að vera þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og það sé þess vegna sem hann lét vita snemma af því að hann vilji framlengja samninginn sinn.Thorir Hergeirsson tar en ny periode som landslagstrener.https://t.co/1T0i5QxMG6 — 100% Sport (@100prosentsport) December 4, 2019 „Það eru bara nokkur smáatriði sem eru eftir. Við erum nánast komin í mark með nýjan samning. Ég er spenntur,“ sagði Þórir. Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu enda löngu sannað að Íslendingurinn er á heimavelli þegar kemur að því að halda norska kvennalandsliðinu í fremstu röð. Það kemur því ekki á óvart að blaðamaður Aftenposten slái því upp að það séu fagnaðarlæti í herbúðum norska sambandsins að vita af því að Þórir sé klár í slaginn næstu ár. Þórir tók við liðinu af Marit Breivik sem þjálfaði norsku stelpurnar í fjórtán ár eða frá 1994 til 2008. Hún var 53 ára gömul þegar hún hætti með liðið. Þórir heldur upp á 56 ára afmælið sitt í apríl. Hann er búinn að vera með norska landsliðið í ellefu ár og á þeim tíma hefur liðið unnið til ellefu verðlauna á stórmótum eða sjö gull, tvö silfur og tvö brons. Þórir á nú möguleika á að gera norska liðið að heimsmeisturum í þriðja sinn en liðið vann silfur síðast (2017) en hafði unnið gull 2011 og 2015.
Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira