Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu fá ekki greidd nein laun í Pepsi Max deildinni næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 16:45 Leikmenn Gróttu fagna sigri í Inkasso deildinni síðasta haust. Mynd/S2 Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ágúst tók við liði Gróttu í haust af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem hafði á tveimur farið með liðið upp úr C-deild og upp í Pepsi Max deild karla. Grótta vann Inkasso deildina síðasta sumar en enginn leikmaður liðsins fékk þá greidd laun. Það mun ekki breytast í deild þeirra bestu. Guðjón Guðmundsson, heimsótti Ágúst Gylfason út á Seltjarnarnes og ræddi við hann um nýja starfið og næsta sumar.Mikil jákvæðni og stemmning „Þetta er bara skemmtilegt verkefni. Allt Seltjarnarnesið þarf að taka sig saman og sýna styrk félagsins. Þannig förum við inn í mótið. Það er mikil jákvæðni og stemmning hérna á nesinu sem við þurfum að nýta okkur,“ sagði Ágúst Gylfason. „Ég er búinn að vera með liðið í um það bil mánuð og maður sér hvað leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig á æfingum og annað. Við ætlum að halda okkar gildum sem hafa verið hérna hjá Gróttu síðustu tvö ár sem er að spila á heimamönnum og á ungum leikmönnum sem eru í liðunum hérna í kring,“ sagði Ágúst. „Það hefur virkað það vel að liðið hefur komist upp um tvær deildir síðustu tvö ár. Við ætlum að halda þeim gildum áfram í úrvalsdeild. Það verður engin breyting þar á og við erum hvergi bangnir,“ sagði Ágúst.Sækja í unga leikmenn í nágrenninu „Þetta verður ævintýri og það er bara um að gera fyrir ykkur fjölmiðlamenn að fylgjast vel með okkur og því sem við ætlum að gera. Ég er ennþá að læra á leikmannahópinn og allt Seltjarnarnesið. Leikmennirnir og aðrir eru að læra á mig. Það tekur smá tíma að aðlagast,“ sagði Ágúst. Ágúst segir samt að það sé alveg klárt að hann muni fá nýja leikmenn inn í leikmannahópinn fyrir næsta sumar. „Við þurfum alveg fjóra til fimm leikmenn en það verður á okkar forsendum. Við sækjumst eftir ungum leikmönnum í liðunum hér í kring og við vonumst til að þeir séu tilbúnir að vera með okkur í verkefni,“ sagði Ágúst. „Ég er búinn að þjálfa bæði Fjölni og Breiðablik en þetta er svolítið öðruvísi verkefni. Ég er mjög spenntur að takast á við þetta,“ sagði Ágúst. Það má sjá allt innslagið og viðtal Gaupa við Ágúst hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu verða ekki á launum í Pepsi Max deildinni næsta sumar Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Ágúst Gylfason, nýráðinn þjálfari Gróttu, ætlar ekki að breyta þeim gildum sem skiluðu Gróttu óvænt sæti í efstu deild í fyrsta sinn í sögu félagsins. Ágúst tók við liði Gróttu í haust af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem hafði á tveimur farið með liðið upp úr C-deild og upp í Pepsi Max deild karla. Grótta vann Inkasso deildina síðasta sumar en enginn leikmaður liðsins fékk þá greidd laun. Það mun ekki breytast í deild þeirra bestu. Guðjón Guðmundsson, heimsótti Ágúst Gylfason út á Seltjarnarnes og ræddi við hann um nýja starfið og næsta sumar.Mikil jákvæðni og stemmning „Þetta er bara skemmtilegt verkefni. Allt Seltjarnarnesið þarf að taka sig saman og sýna styrk félagsins. Þannig förum við inn í mótið. Það er mikil jákvæðni og stemmning hérna á nesinu sem við þurfum að nýta okkur,“ sagði Ágúst Gylfason. „Ég er búinn að vera með liðið í um það bil mánuð og maður sér hvað leikmenn eru tilbúnir að leggja mikið á sig á æfingum og annað. Við ætlum að halda okkar gildum sem hafa verið hérna hjá Gróttu síðustu tvö ár sem er að spila á heimamönnum og á ungum leikmönnum sem eru í liðunum hérna í kring,“ sagði Ágúst. „Það hefur virkað það vel að liðið hefur komist upp um tvær deildir síðustu tvö ár. Við ætlum að halda þeim gildum áfram í úrvalsdeild. Það verður engin breyting þar á og við erum hvergi bangnir,“ sagði Ágúst.Sækja í unga leikmenn í nágrenninu „Þetta verður ævintýri og það er bara um að gera fyrir ykkur fjölmiðlamenn að fylgjast vel með okkur og því sem við ætlum að gera. Ég er ennþá að læra á leikmannahópinn og allt Seltjarnarnesið. Leikmennirnir og aðrir eru að læra á mig. Það tekur smá tíma að aðlagast,“ sagði Ágúst. Ágúst segir samt að það sé alveg klárt að hann muni fá nýja leikmenn inn í leikmannahópinn fyrir næsta sumar. „Við þurfum alveg fjóra til fimm leikmenn en það verður á okkar forsendum. Við sækjumst eftir ungum leikmönnum í liðunum hér í kring og við vonumst til að þeir séu tilbúnir að vera með okkur í verkefni,“ sagði Ágúst. „Ég er búinn að þjálfa bæði Fjölni og Breiðablik en þetta er svolítið öðruvísi verkefni. Ég er mjög spenntur að takast á við þetta,“ sagði Ágúst. Það má sjá allt innslagið og viðtal Gaupa við Ágúst hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Leikmenn Gróttu verða ekki á launum í Pepsi Max deildinni næsta sumar
Pepsi Max-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira