Svona leit bréfið til starfsmanna Ölgerðarinnar út Andri Eysteinsson skrifar 4. desember 2019 19:02 Starfsmönnum voru boðnir þrír kostir. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Ölgerðarinnar stóðu frammi fyrir þremur kostum, ganga úr VR og í Eflingu, halda áfram að greiða í VR en vinna eftir kjarasamningi Eflingar, eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þetta sýnir bréf sem þeim var afhent og fréttastofa hefur undir höndum. Bréfið má sjá neðst í fréttinni. Beðnir um að haka við einn reit af þremur Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Í bréfinu segir að Ölgerðin segi upp ákvæði ráðningarsamnings starfsmanns sem kveður á um réttindi og skyldur. Nýtt ákvæði taki gildi 1.mars 2020 eftir þriggja mánaða uppsagnarfrest núgildandi ákvæðis. Í nýja ákvæðinu segir: „Um réttindi og skyldur, s.s. uppsagnarfrestur, orlof, almennar launahækkanir og veikindagreiðslur, fer að öðru leyti skv. Kjarasamningi Eflingar og SA.“ Starfsmenn voru þá beðnir um að haka í einn af þremur reitum, sú málsgrein sem hakað yrði við gildi. Kostirnir þrír voru eftirfarandi: 1. Þrátt fyrir ofangreindan uppsagnarfrest ákvæðisins eru aðilar sammála um að ofangreindar breytingar taki gildi nú þegar (1.desember 2019). 2. Starfsmaður samþykkir ekki að breytingar taki gildi nú þegar og óskar eftir að vinna lögbundinn uppsagnarfrest skv. gildandi ákvæði áður en nýtt ákvæði tekur gildi. 3. Starfsmaður samþykkir ekki ofangreindar breytingar og lítur svo á að verið sé að segja upp ráðningarsamningnum í heild sinni með ofangreindum uppsagnarfresti. Mun starfsmaður þá ljúka störfum að uppsagnarfresti liðnum. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar baðst Ölgerðin velvirðingar á því hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti. Unnið hafi verið að því að starfsmenn í sömu deildum njóti sömu réttinda og skyldna.Bréfið sem á annan tug starfsmanna hjá Ölgerðinni voru beðnir um að skrifa undir. Þeir neituðu að skrifa undir.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Starfsmenn Ölgerðarinnar stóðu frammi fyrir þremur kostum, ganga úr VR og í Eflingu, halda áfram að greiða í VR en vinna eftir kjarasamningi Eflingar, eða vera sagt upp frá og með síðustu mánaðamótum með þriggja mánaða uppsagnarfresti. Þetta sýnir bréf sem þeim var afhent og fréttastofa hefur undir höndum. Bréfið má sjá neðst í fréttinni. Beðnir um að haka við einn reit af þremur Andri Þór Guðmundsson er forstjóri Ölgerðarinnar. Í bréfinu segir að Ölgerðin segi upp ákvæði ráðningarsamnings starfsmanns sem kveður á um réttindi og skyldur. Nýtt ákvæði taki gildi 1.mars 2020 eftir þriggja mánaða uppsagnarfrest núgildandi ákvæðis. Í nýja ákvæðinu segir: „Um réttindi og skyldur, s.s. uppsagnarfrestur, orlof, almennar launahækkanir og veikindagreiðslur, fer að öðru leyti skv. Kjarasamningi Eflingar og SA.“ Starfsmenn voru þá beðnir um að haka í einn af þremur reitum, sú málsgrein sem hakað yrði við gildi. Kostirnir þrír voru eftirfarandi: 1. Þrátt fyrir ofangreindan uppsagnarfrest ákvæðisins eru aðilar sammála um að ofangreindar breytingar taki gildi nú þegar (1.desember 2019). 2. Starfsmaður samþykkir ekki að breytingar taki gildi nú þegar og óskar eftir að vinna lögbundinn uppsagnarfrest skv. gildandi ákvæði áður en nýtt ákvæði tekur gildi. 3. Starfsmaður samþykkir ekki ofangreindar breytingar og lítur svo á að verið sé að segja upp ráðningarsamningnum í heild sinni með ofangreindum uppsagnarfresti. Mun starfsmaður þá ljúka störfum að uppsagnarfresti liðnum. Í yfirlýsingu Ölgerðarinnar vegna fréttaflutnings af málefnum starfsfólks Ölgerðarinnar baðst Ölgerðin velvirðingar á því hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti. Unnið hafi verið að því að starfsmenn í sömu deildum njóti sömu réttinda og skyldna.Bréfið sem á annan tug starfsmanna hjá Ölgerðinni voru beðnir um að skrifa undir. Þeir neituðu að skrifa undir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05 Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15 Mest lesið „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Sjá meira
Ölgerðin biðst velvirðingar hafi starfsmenn upplifað samræmingaraðgerðir sem afarkosti "Hafi starfsmenn Ölgerðarinnar upplifað aðferðir til sameiningar sem afarkosti, biðst Ölgerðin velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingu Ölgerðarinnar í kjölfar umfjöllunar um hótanir forsvarsmanna Ölgerðarinnar gegn starfsmönnum fyrirtækisins sem eru innan verkalýðsfélagsins VR. 4. desember 2019 18:05
Starfsfólki Ölgerðarinnar hótað uppsögn ef það gefur ekki eftir rétt til styttri vinnuviku Á annan tug starfsmanna Ölgerðarinnar sem eru í VR var stillt upp við vegg undir lok síðustu viku af forsvarsmönnum Ölgerðarinnar. Ef starfsmenn myndu ekki láta af rétti sínum til styttri vinnuviku þá yrði þeim sagt upp um mánaðamótin. 4. desember 2019 15:15