Landhelgisgæslan og breski flugherinn endurtaka leikinn 75 árum síðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. desember 2019 09:30 Þessi mynd var tekin af liði breska flughersins þegar þeir mættu Landhelgisgæslunni á Íslandi árið1944. Mynd/British Royal Airforce Undanfarnar vikur hefur breski flugherinn verið við loftrýmisgæslu á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem breski herinn hefur viðveru á Íslandi um lengri tíma. Síðast þegar breski flugherinn var með viðveru hér á landi, árið 1944, var efnt til fótboltaleiks á milli liðsmanna flughersins og íslensku Landhelgisgæslunnar. Nú 75 árum síðar á að endurtaka leikinn.Sjá einnig: Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Þó skal tekið fram að flugherinn hefur haft viðkomu hér á landi síðan 1944 en ekki í jafn langan tíma og með jafn fjölmennt lið og núna. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Það er búið að safna saman í lið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann kveðst fullviss um að gæslan hafi betur en Bretarnir, enda sé gæslan með nokkur leynibrögð uppi í erminni. „Það sem Bretarnir vita ekki er að það eru nokkrir í liðinu hjá okkur með landsleiki að baki,“ segir Ásgeir. Meðal liðsmanna eru þeir Atli Jóhannsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason sem báðir eiga fjölmarga leiki að baki með íslenska unglingalandsliðinu. Þá verður markvörðurinn Stefán Logi Magnússon einnig meðal leikmanna en hann á nokkra A-landsliðsleiki að baki.vísir/vilhelm„Það er gaman að fá tækifæri til að mæta Bretunum. Við eigum góðar minningar af leikjum við Breta,“ segir Ásgeir og vísar til sigurs Íslands á breska landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Sjálfur er Ásgeir þó ekki í liðinu. „Ég held að það sé best fyrir alla að ég sé ekki í liðinu,“ segir hann og hlær. Spurður hvort hann telji ekki líklegt að breski flugherinn sé með einhvers konar hernaðaráætlun segir Ásgeir það mjög líklegt, hann eigi ekki von á öðru. Hernaðaráætlun Landhelgisgæslunnar hljóti þó að vera betri.Víkingaklappið hafi stuðað enska liðið á EM 2016 Meðal leikmanna í liði breska flughersins er Callum Clowes „Við munum öll eftir því þegar Ísland vann England á EM 2016 og þeirra áhrifa sem víkingaklappið hafði á landsliðið okkar. Við erum með mikla hæfileika í liðinu okkar og eigum harma að hefna. Við vonum bara að það sama komi ekki fyrir okkur,“ segir Clowes en eftirvæntingin fyrir leiknum er ekki minni í hans herbúðum en meðal íslendinganna. Tvennum sögum fer aftur á móti af því hvernig leikurinn fór árið 1944. Ásgeir kveðst ekki trúa öðru en að Íslendingarnir hafi unnið leikinn en samkvæmt upplýsingum frá breska flughernum segir sagan þó að bikarinn hafi farið heim með Bretum. „Þetta er tækifæri fyrir Ísland til að jafna leikinn,“ segir Peter Lisney, fjölmiðlafulltrúi hjá breska flughernum. Síðast hafi Bretarnir farið af landi brott fljótlega eftir að þeir unnu bikarinn en þeir snéru aftur í nóvember á þessu ári með nýjan bikar í farteskinu, enda er ekki vitað hvað varð um gripinn sem Bretarnir unnu í leiknum 1944. Þessi sögulegi leikur konunglega breska flughersins og Landhelgisgæslunnar, þar sem keppt verður um NATO-bikarinn, fer fram í Reykjaneshöll klukkan 20:20 í kvöld. Öllum er frjálst að mæta og hvetja liðin til dáða.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples Fótbolti Landhelgisgæslan Reykjanesbær Utanríkismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur breski flugherinn verið við loftrýmisgæslu á Íslandi en þetta er í fyrsta sinn síðan í síðari heimsstyrjöldinni sem breski herinn hefur viðveru á Íslandi um lengri tíma. Síðast þegar breski flugherinn var með viðveru hér á landi, árið 1944, var efnt til fótboltaleiks á milli liðsmanna flughersins og íslensku Landhelgisgæslunnar. Nú 75 árum síðar á að endurtaka leikinn.Sjá einnig: Breski flugherinn á Íslandi í fyrsta sinn síðan í seinni heimsstyrjöld Þó skal tekið fram að flugherinn hefur haft viðkomu hér á landi síðan 1944 en ekki í jafn langan tíma og með jafn fjölmennt lið og núna. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Það er búið að safna saman í lið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann kveðst fullviss um að gæslan hafi betur en Bretarnir, enda sé gæslan með nokkur leynibrögð uppi í erminni. „Það sem Bretarnir vita ekki er að það eru nokkrir í liðinu hjá okkur með landsleiki að baki,“ segir Ásgeir. Meðal liðsmanna eru þeir Atli Jóhannsson og Tryggvi Sveinn Bjarnason sem báðir eiga fjölmarga leiki að baki með íslenska unglingalandsliðinu. Þá verður markvörðurinn Stefán Logi Magnússon einnig meðal leikmanna en hann á nokkra A-landsliðsleiki að baki.vísir/vilhelm„Það er gaman að fá tækifæri til að mæta Bretunum. Við eigum góðar minningar af leikjum við Breta,“ segir Ásgeir og vísar til sigurs Íslands á breska landsliðinu á EM í Frakklandi 2016. Sjálfur er Ásgeir þó ekki í liðinu. „Ég held að það sé best fyrir alla að ég sé ekki í liðinu,“ segir hann og hlær. Spurður hvort hann telji ekki líklegt að breski flugherinn sé með einhvers konar hernaðaráætlun segir Ásgeir það mjög líklegt, hann eigi ekki von á öðru. Hernaðaráætlun Landhelgisgæslunnar hljóti þó að vera betri.Víkingaklappið hafi stuðað enska liðið á EM 2016 Meðal leikmanna í liði breska flughersins er Callum Clowes „Við munum öll eftir því þegar Ísland vann England á EM 2016 og þeirra áhrifa sem víkingaklappið hafði á landsliðið okkar. Við erum með mikla hæfileika í liðinu okkar og eigum harma að hefna. Við vonum bara að það sama komi ekki fyrir okkur,“ segir Clowes en eftirvæntingin fyrir leiknum er ekki minni í hans herbúðum en meðal íslendinganna. Tvennum sögum fer aftur á móti af því hvernig leikurinn fór árið 1944. Ásgeir kveðst ekki trúa öðru en að Íslendingarnir hafi unnið leikinn en samkvæmt upplýsingum frá breska flughernum segir sagan þó að bikarinn hafi farið heim með Bretum. „Þetta er tækifæri fyrir Ísland til að jafna leikinn,“ segir Peter Lisney, fjölmiðlafulltrúi hjá breska flughernum. Síðast hafi Bretarnir farið af landi brott fljótlega eftir að þeir unnu bikarinn en þeir snéru aftur í nóvember á þessu ári með nýjan bikar í farteskinu, enda er ekki vitað hvað varð um gripinn sem Bretarnir unnu í leiknum 1944. Þessi sögulegi leikur konunglega breska flughersins og Landhelgisgæslunnar, þar sem keppt verður um NATO-bikarinn, fer fram í Reykjaneshöll klukkan 20:20 í kvöld. Öllum er frjálst að mæta og hvetja liðin til dáða.Ein af Typhoon-þotum breska flughersins á varnarsvæðinu í Keflavík.RAF/Cathy Sharples
Fótbolti Landhelgisgæslan Reykjanesbær Utanríkismál Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira