Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fær falleinkunn í starfsánægjukönnun Samúel Karl Ólason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 5. desember 2019 22:18 Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Samkvæmt könnuninni virðast slökkviliðsmenn almennt frekar ósáttir í vinnunni og þá helst með samskipti sín við næstu yfirmenn. „Auðvitað taka allir svona til sín. Ég meina ég ber ábyrgð á þessari starfsemi og ef ég tæki ekki svona til mín væri það dapurt,” segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun var gerð í sumar, meðal annars eftir ólgu vegna breytinga á vaktaplani. Könnunin byggist á átta flokkum og þar af féllu fimm þættir í lægsta mögulega flokk, sem er rauður á myndinni. Í nýrri könnun sem var gerð í haust fjölgar þessum rauðum flokkum í sex. Lægsta einkunnin tengist svokallaðri framtíðarsýn, þar sem slökkviliðsmenn svara því hvort þeir fái endurgjöf frá yfirmönnum. Sú næst lægsta er í flokki sem nefnist stuðningur frá stjórnendum þar sem spurt er út í samskipti við yfirmenn. Slökkviliðsstjóri bendir á að á síðustu þremur árum hafi fimmtíu nýir starfsmenn verið ráðnir inn. Það hafi sett mark sitt á starfið. „Á sama tíma og við erum með nýmenntun nýliða höfum við ekki náð að sinna endurmenntun starfsmanna sem er mjög miður. Og við erum með þannig hóp hjá okkur að menn eru mjög lærdómsfúsir og vilja að hlutirnir séu eins og eigi að vera og maður skilur það,” segir Jón Viðar. Slökkviliðsstjóri segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni og hefur starfshópur verið skipaður til að fara yfir mögulegar leiðir til að auka starfsánægju. Hann bendir einnig á að óvenju mikið álag hafi verið á fólki. Álag út af sjúkraflutningum, álag út af stærri brunum og allt kemur niður á eitt og gerir það að verkum að við erum því miður bara stödd á þessum stað,” segir Jón Viðar. Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Slökkviliðsmenn hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins lýsa yfir óánægju með samskipti við yfirmenn í nýrri starfsánægjukönnun. Dregin er upp nokkuð svört mynd af líðan fólks í vinnunni. Samkvæmt könnuninni virðast slökkviliðsmenn almennt frekar ósáttir í vinnunni og þá helst með samskipti sín við næstu yfirmenn. „Auðvitað taka allir svona til sín. Ég meina ég ber ábyrgð á þessari starfsemi og ef ég tæki ekki svona til mín væri það dapurt,” segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Sambærileg könnun var gerð í sumar, meðal annars eftir ólgu vegna breytinga á vaktaplani. Könnunin byggist á átta flokkum og þar af féllu fimm þættir í lægsta mögulega flokk, sem er rauður á myndinni. Í nýrri könnun sem var gerð í haust fjölgar þessum rauðum flokkum í sex. Lægsta einkunnin tengist svokallaðri framtíðarsýn, þar sem slökkviliðsmenn svara því hvort þeir fái endurgjöf frá yfirmönnum. Sú næst lægsta er í flokki sem nefnist stuðningur frá stjórnendum þar sem spurt er út í samskipti við yfirmenn. Slökkviliðsstjóri bendir á að á síðustu þremur árum hafi fimmtíu nýir starfsmenn verið ráðnir inn. Það hafi sett mark sitt á starfið. „Á sama tíma og við erum með nýmenntun nýliða höfum við ekki náð að sinna endurmenntun starfsmanna sem er mjög miður. Og við erum með þannig hóp hjá okkur að menn eru mjög lærdómsfúsir og vilja að hlutirnir séu eins og eigi að vera og maður skilur það,” segir Jón Viðar. Slökkviliðsstjóri segist hafa vissar áhyggjur af stöðunni og hefur starfshópur verið skipaður til að fara yfir mögulegar leiðir til að auka starfsánægju. Hann bendir einnig á að óvenju mikið álag hafi verið á fólki. Álag út af sjúkraflutningum, álag út af stærri brunum og allt kemur niður á eitt og gerir það að verkum að við erum því miður bara stödd á þessum stað,” segir Jón Viðar.
Slökkvilið Vinnumarkaður Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira