Khalid kemur fram í Laugardalshöll næsta sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 6. desember 2019 10:45 Khalid er mjög vinsæll tónlistamaður á heimsvísu á sínu sviði. Getty/Ryan Pierse Khalid er einn allra heitasti tónlistarmaður veraldar um þessar mundir og var nýlega titlaður einn áhrifamesti einstaklingur heims af Time 2019 en Sena tilkynnti rétt í þessu að hann stæði fyrir tónleikum í Laugardalshöllinni 25. ágúst á næsta ári. Khalid sló fyrst í gegn með laginu Location árið 2016. Hann gaf út sína fyrstu plötu American Teen árið 2017 sem innihélt Location auk Young Dumb & Broke, sem einnig sló rækilega í gegn. Hann hefur síðan toppað vinsældarlista um allan heim og hlotið fimm Grammy tilnefningar. Khalid gaf út sína aðra plötu, Free Spirit, í apríl 2019 og varð í kjölfarið fyrsti listamaðurinn til að verma öll fyrstu fimm sæti Billboard R&B vinsældarlistans, auk þess sem platan skaust í toppsæti Billboard Top 100 og náði fljótt plátínumsölu. Khalid hefur gefið út lög í samstarfi við magnaða listamenn á borð við Ed Sheeran, Calvin Harris, Marshmello, Shawn Mendez, Billie Eilish, Major Lazer, og Disclosure. Þegar þetta er skrifað er Khalid fimmti mest spilaði tónlistarmaður heims á Spotify þessa stundina. Hann er nú í tónleikaferðalagi um hnöttinn þar sem hann spilar á mörgum stærstu tónleikastöðum og tónlistarháiðum heims, með viðkomu í Laugardalshöll. Miðasala hefst föstudaginn 13. desember kl. 12 á tix.is. Forsala fer fram daginn áður klukkan 10. Tvö verðsvæði verða til sölu og eru miðar í stúku á 15.990 krónur og í stæði á 10.990 krónur. Reykjavík Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Khalid er einn allra heitasti tónlistarmaður veraldar um þessar mundir og var nýlega titlaður einn áhrifamesti einstaklingur heims af Time 2019 en Sena tilkynnti rétt í þessu að hann stæði fyrir tónleikum í Laugardalshöllinni 25. ágúst á næsta ári. Khalid sló fyrst í gegn með laginu Location árið 2016. Hann gaf út sína fyrstu plötu American Teen árið 2017 sem innihélt Location auk Young Dumb & Broke, sem einnig sló rækilega í gegn. Hann hefur síðan toppað vinsældarlista um allan heim og hlotið fimm Grammy tilnefningar. Khalid gaf út sína aðra plötu, Free Spirit, í apríl 2019 og varð í kjölfarið fyrsti listamaðurinn til að verma öll fyrstu fimm sæti Billboard R&B vinsældarlistans, auk þess sem platan skaust í toppsæti Billboard Top 100 og náði fljótt plátínumsölu. Khalid hefur gefið út lög í samstarfi við magnaða listamenn á borð við Ed Sheeran, Calvin Harris, Marshmello, Shawn Mendez, Billie Eilish, Major Lazer, og Disclosure. Þegar þetta er skrifað er Khalid fimmti mest spilaði tónlistarmaður heims á Spotify þessa stundina. Hann er nú í tónleikaferðalagi um hnöttinn þar sem hann spilar á mörgum stærstu tónleikastöðum og tónlistarháiðum heims, með viðkomu í Laugardalshöll. Miðasala hefst föstudaginn 13. desember kl. 12 á tix.is. Forsala fer fram daginn áður klukkan 10. Tvö verðsvæði verða til sölu og eru miðar í stúku á 15.990 krónur og í stæði á 10.990 krónur.
Reykjavík Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira