Sundstelpurnar settu nýtt landsmet í boðsundi á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 13:45 Íslensku sveitina skipuðu frá vinstri: Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir. Mynd/SSÍ Anton Sveinn Mckee var ekki sá eini sem setti met í morgun á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Glasgow í Skotlandi. Íslensku sundstelpurnar voru líka á metaveiðum.Dadó Fenrir Jasmínuson reið á vaðið af Íslendingunum í morgun þegar hann synti 50 metra skriðsund á tímanum 22,59 sekúndur sem er 30/100 frá hans besta tíma í greininni. Taktfast og gott sund og Dadó vantaði í raun bara herslumuninn á að bæta tímann sinn. Þá var komið að Eygló Ósk Gústafsdóttur í 200 metra baksundi, en það er hennar besta grein. Hún synti á 2:10,46 sem er besti tími hennar á árinu. Hún á best frá því á EM25 í Ísrael 2015, 2:03,53 sem jafnframt er Íslandsmet. Sundið hennar var mun betur úrfært en 100 metra sundið hennar í fyrradag þar sem hún náði litlum takti. Nú var augljóst að hún var að synda sitt sund sem er jákvætt, hún er mun sterkari en hún hefur verið og verkefni næstu vikna og mánaða verður að viðhalda styrknum og ná upp hraða. Svo kom að þætti Antons Sveins Mckee. Hann setti í morgun sjötta Íslandsmetið sitt í jafnmörgum sundum hér á mótinu. Tíminn hans frá í morgun (57,21 sekúndur) er núna á topp tíu besta tíma í heiminum á þessu ári og er jafnframt sá áttundi bestií Evrópu. Það verður því gaman að fylgjast með honum í milliriðlunum í kvöld. Næst stakk sér til sunds Kristinn Þórarinsson í 200 metra fjórsund. Hann náði tímanum 2:00,44 mín. sem er rétt aðeins frá hans besta (2:00,04) en töluvert betra en hann átti á ÍM25 í nóvember (2:02,87 mín.). Að sundi loknu sagði Kristinn að hann hefði gert sér vonir um meira, en hann á eftir að synda 100 metra fjórsund og 50 metra baksund. Í lokin var boðsund 4x50 metra skriðsund kvenna. Íslensku sveitina skipuðu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (25,48), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (24,64), Snæfríður Sól Jórunnardóttir (25,04) og Eygló Ósk Gústafsdóttir (25,78). Þær komu inn á tímanum 1:40,94 sem er nýtt landsmet. Þess má til gamans geta að Ingibjörg Kristín átti einnig þátt í gamla landsmetinu frá árinu 2009 í Istanbul. Þar synti íslenska sveitin á tímanum 1:42,90 mín., þannig þetta var tveggja sekúnda bæting þrátt fyrir að árið 2009 væri ennþá verið að synda í gömlu plastgöllunum. Önnur skemmtileg staðreynd er að árið 2009 var Hrafnhildur Lúthersdóttir í sveit Íslands, en hún sat á pöllunum hér Glasgow og horfði á gamla metið sett falla. Sund Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Anton Sveinn Mckee var ekki sá eini sem setti met í morgun á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Glasgow í Skotlandi. Íslensku sundstelpurnar voru líka á metaveiðum.Dadó Fenrir Jasmínuson reið á vaðið af Íslendingunum í morgun þegar hann synti 50 metra skriðsund á tímanum 22,59 sekúndur sem er 30/100 frá hans besta tíma í greininni. Taktfast og gott sund og Dadó vantaði í raun bara herslumuninn á að bæta tímann sinn. Þá var komið að Eygló Ósk Gústafsdóttur í 200 metra baksundi, en það er hennar besta grein. Hún synti á 2:10,46 sem er besti tími hennar á árinu. Hún á best frá því á EM25 í Ísrael 2015, 2:03,53 sem jafnframt er Íslandsmet. Sundið hennar var mun betur úrfært en 100 metra sundið hennar í fyrradag þar sem hún náði litlum takti. Nú var augljóst að hún var að synda sitt sund sem er jákvætt, hún er mun sterkari en hún hefur verið og verkefni næstu vikna og mánaða verður að viðhalda styrknum og ná upp hraða. Svo kom að þætti Antons Sveins Mckee. Hann setti í morgun sjötta Íslandsmetið sitt í jafnmörgum sundum hér á mótinu. Tíminn hans frá í morgun (57,21 sekúndur) er núna á topp tíu besta tíma í heiminum á þessu ári og er jafnframt sá áttundi bestií Evrópu. Það verður því gaman að fylgjast með honum í milliriðlunum í kvöld. Næst stakk sér til sunds Kristinn Þórarinsson í 200 metra fjórsund. Hann náði tímanum 2:00,44 mín. sem er rétt aðeins frá hans besta (2:00,04) en töluvert betra en hann átti á ÍM25 í nóvember (2:02,87 mín.). Að sundi loknu sagði Kristinn að hann hefði gert sér vonir um meira, en hann á eftir að synda 100 metra fjórsund og 50 metra baksund. Í lokin var boðsund 4x50 metra skriðsund kvenna. Íslensku sveitina skipuðu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (25,48), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (24,64), Snæfríður Sól Jórunnardóttir (25,04) og Eygló Ósk Gústafsdóttir (25,78). Þær komu inn á tímanum 1:40,94 sem er nýtt landsmet. Þess má til gamans geta að Ingibjörg Kristín átti einnig þátt í gamla landsmetinu frá árinu 2009 í Istanbul. Þar synti íslenska sveitin á tímanum 1:42,90 mín., þannig þetta var tveggja sekúnda bæting þrátt fyrir að árið 2009 væri ennþá verið að synda í gömlu plastgöllunum. Önnur skemmtileg staðreynd er að árið 2009 var Hrafnhildur Lúthersdóttir í sveit Íslands, en hún sat á pöllunum hér Glasgow og horfði á gamla metið sett falla.
Sund Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Fleiri fréttir Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Skíra greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira