Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa til styrktar átaki UNICEF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2019 19:00 Einar Hansberg ræðir við Arnar Björnsson. mynd/stöð 2 Einar Hansberg Árnason er búinn að synda í sólarhring og hálfnaður með tveggja sólarhringa sund til styrktar átaki UNICEF á Íslandi „Stöðvum feluleikinn.“ Frétt Arnars Björnssonar um Einar og sundið hans má lesa hér fyrir neðan. Einar hóf sundið klukkan 17 á fimmtudaginn í sundlauginni að Varmá í Mosfellsbæ. Í sumar fór hann hringferð um landið til að vekja athygli á sama málefni. „Maður fær stundum geggjaðar hugmyndir og þetta er ein af þeim. Ef maður getur gefið af sér af hverju gerir maður það ekki. Ég mæli ekki með þessu fyrir alla en stundum þarf maður að skjóta til að skora. Það sem ýtti þessum bolta af stað var að ég á litla frænku sem lenti í ljótu einelti í haust og þurfti að skipta um skóla,“ sagði Einar. „Því miður er hún ekki eina barnið sem hefur lent í þessu. Þetta var það sem gaf hjartanu stuð til að fara í þetta. Maður óskar engum börnum að vera í þessari stöðu. Maður biðlar til þeirra aðila sem geta gripið inní að gera það og ekki hundsa og leyfa þessu að fara þannig að þolandinn þurfi að fara í burtu en ekki að taka á þessu.“ Þegar við heimsóttum Einar var hann búinn að synda í tæpan sólarhring. Fjölskyldan fylgist grannt með honum og Sigurlaug Helga Árnadóttir systir hans var á vaktinni á sundlaugarbakkanum. Er þetta ekki óðs manns æði að leggja þetta á sig? „Jú en hann vill láta gott af sér leiða og hafa eitthvað um það að segja hvernig eigi að bæta og breyta gagnvart börnum.“ Sigurlaug Helga segir að fjölskyldan hafi ekki áhyggjur af því að hann sé að ofgera sér. „Við þurfum samt að vera að vera á hliðarlínunni og sjá til þess að hann borði og ofgeri sér ekki. Stundum hlustar hann en stundum ekki.“ Einar segist hafa fylgst með átaki UNICEF og hann og kona hans hafi rýnt í tölur úr rannsókn um ofbeldi gagnvart börnum. „Það voru náttúrulega skelfilegar tölur sem komu þar í ljós. Þar fékk hann hugmyndina og setti sig í samband við UNICEF á Íslandi. „Það á ekkert barn að þurfa að vaka á morgnana og hafa áhyggjur af neinu öðru en í hvaða sokkum þau ætla að fara í.“ Einar hefur ekki hugmynd um hvað hann er búinn að eyða miklum tíma í þetta hugsjónastarf sitt en framundan eru jólin í faðmi fjölskyldunnar. „Vonandi skilar þetta einhverju sem maður er að gera.“ Hvað hugsar hann klukkan korter yfir tvö í nótt þegar hann er einn í lauginni? „Þá hugsa ég heim um hlýja rúmið og konuna og börnin, þá er maður lítill í sér. Ég viðurkenni það alveg.“ Hann vonast til þess að þetta skili sér, maður vill bara taka þátt í að breyta heiminum og þá verður maður að leggja aðeins á sig. Einar heldur áfram að synda í nótt og ástæða er til að hvetja fólk til að kíkja við í sundlauginni að Varmá. Til að kynna sér málstaðinn er hægt að fara á unicef.is og kynna sér málið þar. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa Mosfellsbær Sportpakkinn Sund Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira
Einar Hansberg Árnason er búinn að synda í sólarhring og hálfnaður með tveggja sólarhringa sund til styrktar átaki UNICEF á Íslandi „Stöðvum feluleikinn.“ Frétt Arnars Björnssonar um Einar og sundið hans má lesa hér fyrir neðan. Einar hóf sundið klukkan 17 á fimmtudaginn í sundlauginni að Varmá í Mosfellsbæ. Í sumar fór hann hringferð um landið til að vekja athygli á sama málefni. „Maður fær stundum geggjaðar hugmyndir og þetta er ein af þeim. Ef maður getur gefið af sér af hverju gerir maður það ekki. Ég mæli ekki með þessu fyrir alla en stundum þarf maður að skjóta til að skora. Það sem ýtti þessum bolta af stað var að ég á litla frænku sem lenti í ljótu einelti í haust og þurfti að skipta um skóla,“ sagði Einar. „Því miður er hún ekki eina barnið sem hefur lent í þessu. Þetta var það sem gaf hjartanu stuð til að fara í þetta. Maður óskar engum börnum að vera í þessari stöðu. Maður biðlar til þeirra aðila sem geta gripið inní að gera það og ekki hundsa og leyfa þessu að fara þannig að þolandinn þurfi að fara í burtu en ekki að taka á þessu.“ Þegar við heimsóttum Einar var hann búinn að synda í tæpan sólarhring. Fjölskyldan fylgist grannt með honum og Sigurlaug Helga Árnadóttir systir hans var á vaktinni á sundlaugarbakkanum. Er þetta ekki óðs manns æði að leggja þetta á sig? „Jú en hann vill láta gott af sér leiða og hafa eitthvað um það að segja hvernig eigi að bæta og breyta gagnvart börnum.“ Sigurlaug Helga segir að fjölskyldan hafi ekki áhyggjur af því að hann sé að ofgera sér. „Við þurfum samt að vera að vera á hliðarlínunni og sjá til þess að hann borði og ofgeri sér ekki. Stundum hlustar hann en stundum ekki.“ Einar segist hafa fylgst með átaki UNICEF og hann og kona hans hafi rýnt í tölur úr rannsókn um ofbeldi gagnvart börnum. „Það voru náttúrulega skelfilegar tölur sem komu þar í ljós. Þar fékk hann hugmyndina og setti sig í samband við UNICEF á Íslandi. „Það á ekkert barn að þurfa að vaka á morgnana og hafa áhyggjur af neinu öðru en í hvaða sokkum þau ætla að fara í.“ Einar hefur ekki hugmynd um hvað hann er búinn að eyða miklum tíma í þetta hugsjónastarf sitt en framundan eru jólin í faðmi fjölskyldunnar. „Vonandi skilar þetta einhverju sem maður er að gera.“ Hvað hugsar hann klukkan korter yfir tvö í nótt þegar hann er einn í lauginni? „Þá hugsa ég heim um hlýja rúmið og konuna og börnin, þá er maður lítill í sér. Ég viðurkenni það alveg.“ Hann vonast til þess að þetta skili sér, maður vill bara taka þátt í að breyta heiminum og þá verður maður að leggja aðeins á sig. Einar heldur áfram að synda í nótt og ástæða er til að hvetja fólk til að kíkja við í sundlauginni að Varmá. Til að kynna sér málstaðinn er hægt að fara á unicef.is og kynna sér málið þar. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa
Mosfellsbær Sportpakkinn Sund Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Sjá meira