Tvö heimilisofbeldismál á dag á borð lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. desember 2019 10:02 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Stöð 2 Tvö heimilisofbeldismál á dag koma að jafnaði upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bera nú tuttugu þolendur heimilisofbeldis neyðarhnapp frá lögreglu. Lögreglustjórinn segir málin vera í forgangi.Frá 2015 hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekið heimilisofbeldismálum fastari tökum. Breytt var um verklag sem felst meðal annars í því að málin eru fullrannsökuð á vettvangi.Árið 2014 voru heimilisofbeldismálin 294 en það sem af er ári 2019 eru þau orðin rúmlega 640.„Staðan í dag er sú að það er að jafnaði tvö mál á dag sem koma til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það stefnir í rúmlega 700 mál á þessu ári,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur að tilkynningum hafi fjölgað frekar en að brotunum hafi fjölgað.Í flestum málunum er um að ræða ofbeldi af hendi maka, eða í 265 málum í ár. Í rúmlega 75 prósent málanna er um að ræða líkamsárás. „Það er nokkurn veginn sama hlutfallið á erfiðustu og hættulegustu málunum. Við erum með í kringum 20 neyðarhnappa í gangi,“ segir Sigríður. Hnöppunum er úthlutað til þeirra sem taldir eru í mestri hættu. Sigríður segir að alvarleiki kyrkingartaks hafi verið að koma í ljós að undanförnu. „Þó að ytri áverkar geti verið litlir geta verið innri áverkar á slagæðum og þess háttar,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglan hefur notið liðsinnið réttarmeinafræðings til að greina alvarleikann. „Rannsóknir eru að styrkjast á undanförnum árum sem getur hjálpað okkur að meta alvarleikann og umfangið.“ Sigríður segir að sérstök áhersla sé nú lögð á að ná til fólks í viðkvæmri stöðu: „Fólk sem á við fötlun að stríða, líka fólk af erlendum uppruna sem að vantar kannski stuðningsnet,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Tvö heimilisofbeldismál á dag koma að jafnaði upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bera nú tuttugu þolendur heimilisofbeldis neyðarhnapp frá lögreglu. Lögreglustjórinn segir málin vera í forgangi.Frá 2015 hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekið heimilisofbeldismálum fastari tökum. Breytt var um verklag sem felst meðal annars í því að málin eru fullrannsökuð á vettvangi.Árið 2014 voru heimilisofbeldismálin 294 en það sem af er ári 2019 eru þau orðin rúmlega 640.„Staðan í dag er sú að það er að jafnaði tvö mál á dag sem koma til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það stefnir í rúmlega 700 mál á þessu ári,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur að tilkynningum hafi fjölgað frekar en að brotunum hafi fjölgað.Í flestum málunum er um að ræða ofbeldi af hendi maka, eða í 265 málum í ár. Í rúmlega 75 prósent málanna er um að ræða líkamsárás. „Það er nokkurn veginn sama hlutfallið á erfiðustu og hættulegustu málunum. Við erum með í kringum 20 neyðarhnappa í gangi,“ segir Sigríður. Hnöppunum er úthlutað til þeirra sem taldir eru í mestri hættu. Sigríður segir að alvarleiki kyrkingartaks hafi verið að koma í ljós að undanförnu. „Þó að ytri áverkar geti verið litlir geta verið innri áverkar á slagæðum og þess háttar,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglan hefur notið liðsinnið réttarmeinafræðings til að greina alvarleikann. „Rannsóknir eru að styrkjast á undanförnum árum sem getur hjálpað okkur að meta alvarleikann og umfangið.“ Sigríður segir að sérstök áhersla sé nú lögð á að ná til fólks í viðkvæmri stöðu: „Fólk sem á við fötlun að stríða, líka fólk af erlendum uppruna sem að vantar kannski stuðningsnet,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira