Elías Már: Ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2019 20:08 Elías Már vann sinn fyrsta deildarsigur sem þjálfari HK í kvöld. vísir/bára „Ég er mjög ánægður núna. Þetta var týpískt fyrir lið sem hefur ekki unnið leik lengi. Þegar við gátum klárað leikinn klikkuðum við á dauðafærum og svoleiðis. En það skiptir ekki máli núna. Ég er ógeðslega ánægður með strákana. Við náðum loksins að klára leik sem við höfum ekki gert í marga mánuði,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Fjölni, 29-30, í kvöld. Þetta var fyrsti sigur HK í Olís-deild karla í vetur en liðið tapaði fyrstu tólf leikjum sínum. „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og við komumst yfir allar hindranirnar án þess að fara á taugum. Við vildum bara vinna og ég vil hrósa mínum mönnum fyrir frábært vinnuframlag,“ sagði Elías. HK var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum, 15-19, að honum loknum. „Við höfum bætt okkur jafnt og þétt. Þetta hefur bara ekki fallið fyrir okkur. Sóknin var góð í dag og vörnin á köflum,“ sagði Elías sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. „Þetta eru bara tvö stig og frábær fyrir okkur. En við förum ekkert að skjóta upp flugeldum í kvöld.“ Eins og áður sagði var HK stigalaust fyrir leikinn í kvöld. Mikil umræða hefur verið um hvort HK-ingar myndu ná í stig í vetur. Fór það í taugarnar á Elíasi? „Nei, veistu ég vil bara hrósa öllu fólkinu í HK og leikmönnunum. Ég hef aldrei upplifað krísuástand eða einhver þyngsli. Þetta er bara verkefni sem við erum að vinna í. Við höfum aldrei lagt árar í bát og haldið áfram. Við ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár. Það tekur bara tíma,“ sagði Elías. „Ég vissi alltaf að við myndum fá einhver stig. Ég var alveg sultuslakur,“ sagði þjálfarinn að lokum og glotti. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 29-30 HK | Fyrsti sigur HK-inga í vetur HK-ingar komnir á blað í Olís-deild karla eftir nauman sigur á Fjölni í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2019 20:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
„Ég er mjög ánægður núna. Þetta var týpískt fyrir lið sem hefur ekki unnið leik lengi. Þegar við gátum klárað leikinn klikkuðum við á dauðafærum og svoleiðis. En það skiptir ekki máli núna. Ég er ógeðslega ánægður með strákana. Við náðum loksins að klára leik sem við höfum ekki gert í marga mánuði,“ sagði Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, í samtali við Vísi eftir sigurinn á Fjölni, 29-30, í kvöld. Þetta var fyrsti sigur HK í Olís-deild karla í vetur en liðið tapaði fyrstu tólf leikjum sínum. „Ég er ótrúlega stoltur af strákunum og við komumst yfir allar hindranirnar án þess að fara á taugum. Við vildum bara vinna og ég vil hrósa mínum mönnum fyrir frábært vinnuframlag,“ sagði Elías. HK var miklu sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með fjórum mörkum, 15-19, að honum loknum. „Við höfum bætt okkur jafnt og þétt. Þetta hefur bara ekki fallið fyrir okkur. Sóknin var góð í dag og vörnin á köflum,“ sagði Elías sem er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir sigurinn. „Þetta eru bara tvö stig og frábær fyrir okkur. En við förum ekkert að skjóta upp flugeldum í kvöld.“ Eins og áður sagði var HK stigalaust fyrir leikinn í kvöld. Mikil umræða hefur verið um hvort HK-ingar myndu ná í stig í vetur. Fór það í taugarnar á Elíasi? „Nei, veistu ég vil bara hrósa öllu fólkinu í HK og leikmönnunum. Ég hef aldrei upplifað krísuástand eða einhver þyngsli. Þetta er bara verkefni sem við erum að vinna í. Við höfum aldrei lagt árar í bát og haldið áfram. Við ætlum okkur að gera HK að frábæru liði eftir nokkur ár. Það tekur bara tíma,“ sagði Elías. „Ég vissi alltaf að við myndum fá einhver stig. Ég var alveg sultuslakur,“ sagði þjálfarinn að lokum og glotti.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 29-30 HK | Fyrsti sigur HK-inga í vetur HK-ingar komnir á blað í Olís-deild karla eftir nauman sigur á Fjölni í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2019 20:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir 29-30 HK | Fyrsti sigur HK-inga í vetur HK-ingar komnir á blað í Olís-deild karla eftir nauman sigur á Fjölni í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 8. desember 2019 20:00