Brady og félagar töpuðu aftur og toppslagurinn bauð upp á heil 94 stig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2019 11:00 Það gengur illa hjá Tom Brady og félögum þessa dagana. Getty/Maddie Meyer Baltimore Ravens og KansasCityChiefs sýndu styrk sinn og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en besti leikur gærdagsins á milli Saints og 49ers var án efa einnig besti leikur tímabilsins til þessa.NewOrleansSaints og SanFrancisco49ers, tvö af bestu liðum deildarinnar, mættust í mögnuðu leik í Superdome í NewOrleans og úrslitin réðust á vallarmarki í blálokin eftir að félögin höfðu skorað samtals 94 stig. SanFrancisco49ers vann 48-46 og steig um leið stórt skref í að verða efst í Þjóðadeildinni þar sem þessi bæði sterku lið voru að berjast um toppsætið. Liðin skiptu fimm sinnum um forystu og buðu samtals upp á alls 981 jarda og tólf snertimörkum í þessum stórskemmtilega leik. Sparkarinn RobbieGould tryggði SanFrancisco49ers síðan sigurinn eftir að JimmyGaroppolo hafði fundið GeorgeKittle á lífsnauðsynlegri fjórðu tilraun.SanFrancisco49ers er því komið á toppinn í Þjóðadeildinni og í viðbót þá mistókst SeattleSeahawks liðinu að komast upp að hlið SanFrancisco liðsins. SeattleSeahawks tapaði nefnilega á móti Los Angeles Rams í kvöldleiknum. Los Angeles Rams liðið varð að vinna og á nú enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Patrick Mahomes, besti leikmaður síðasta tímabils, hafði betur í baráttunni við Tom Brady, besta leikmann allra tíma, þegar KansasCityChiefs vann 23-16 sigur á NFL-meisturum New England Patriots. Með sigrinum tryggði KansasCityChiefs sér efsta sætið í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar.New England Patriots var að tapa öðrum leiknum í röð en núna tapaði liðið á heimavelli sem hafði ekki gerst síðan í október 2017 eða í um 26 mánuði. Tom Brady og félagar byrjuðu tímabilið frábærlega en hafa nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið fékk létt prógramm framan af og hefur ekki átt mörg svör á móti betri liðum deildarinnar.BaltimoreRavens varð fyrsta liðið í Ameríkudeildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna 24-17 útisigur á BuffaloBills. Þetta var níundi sigurleikur Hrafnanna í röð sem er nýtt met. Lamar Jackson kastaði fyrir þremur snertimörkum og er áfram líklegastur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar.Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Los Angeles Rams - Seattle Seahawks 28-12 New England Patriots - Kansas City Chiefs 16-23 Arizona Cardinals - Pittsburgh Steelers 17-23 Oakland Raiders - Tennessee Titans 21-42 Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers 10-45 Buffalo Bills - Baltimore Ravens 17-24 Atlanta Falcons - Carolina Panthers 40-20 Cleveland Browns - Cincinnati Bengals 27-19 Houston Texans - Denver Broncos 24-38 Minnesota Vikings - Detroit Lions 20-7 Tampa Bay Buccaneers - Indianapolis Colts 38-35 New York Jets - Miami Dolphins 22-21 New Orleans Saints - San Francisco 49ers 46-48 Green Bay Packers - Washington Redskins 20-15ÞjóðadeildinAustur Dallas Cowboys 6-7 Philadelphia Eagles 5-7 Washington Redskins 3-10 New York Giants 2-10Norður Green Bay Packers 10-3 Minnesota Vikings 9-4 Chicago Bears 7-6 Detroit Lions 3-9Suður New Orleans Saints 10-3 Tampa Bay Buccaneers 6-7 Carolina Panthers 5-8 Atlanta Falcons 4-9Vestur San Francisco 49ers 11-2 Seattle Seahawks 10-3 Los Angeles Rams 8-5 Arizona Cardinals 3-9AmeríkudeildinAustur New England Patriots 10-3 Buffalo Bills 9-4 New York Jets 5-8 Miami Dolphins 3-10Norður Baltimore Ravens 11-2 Pittsburgh Steelers 8-5 Cleveland Browns 6-7 Cincinnati Bengals 1-12Suður Houston Texans 8-5 Tennessee Titans 8-5 Indianapolis Colts 6-7 Jacksonville Jaguars 4-9Vestur Kansas City Chiefs 9-4 Oakland Raiders 6-7 Denver Broncos 5-8 Los Angeles Chargers 5-8 NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH Sjá meira
Baltimore Ravens og KansasCityChiefs sýndu styrk sinn og tryggðu sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en besti leikur gærdagsins á milli Saints og 49ers var án efa einnig besti leikur tímabilsins til þessa.NewOrleansSaints og SanFrancisco49ers, tvö af bestu liðum deildarinnar, mættust í mögnuðu leik í Superdome í NewOrleans og úrslitin réðust á vallarmarki í blálokin eftir að félögin höfðu skorað samtals 94 stig. SanFrancisco49ers vann 48-46 og steig um leið stórt skref í að verða efst í Þjóðadeildinni þar sem þessi bæði sterku lið voru að berjast um toppsætið. Liðin skiptu fimm sinnum um forystu og buðu samtals upp á alls 981 jarda og tólf snertimörkum í þessum stórskemmtilega leik. Sparkarinn RobbieGould tryggði SanFrancisco49ers síðan sigurinn eftir að JimmyGaroppolo hafði fundið GeorgeKittle á lífsnauðsynlegri fjórðu tilraun.SanFrancisco49ers er því komið á toppinn í Þjóðadeildinni og í viðbót þá mistókst SeattleSeahawks liðinu að komast upp að hlið SanFrancisco liðsins. SeattleSeahawks tapaði nefnilega á móti Los Angeles Rams í kvöldleiknum. Los Angeles Rams liðið varð að vinna og á nú enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Patrick Mahomes, besti leikmaður síðasta tímabils, hafði betur í baráttunni við Tom Brady, besta leikmann allra tíma, þegar KansasCityChiefs vann 23-16 sigur á NFL-meisturum New England Patriots. Með sigrinum tryggði KansasCityChiefs sér efsta sætið í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar.New England Patriots var að tapa öðrum leiknum í röð en núna tapaði liðið á heimavelli sem hafði ekki gerst síðan í október 2017 eða í um 26 mánuði. Tom Brady og félagar byrjuðu tímabilið frábærlega en hafa nú tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum. Liðið fékk létt prógramm framan af og hefur ekki átt mörg svör á móti betri liðum deildarinnar.BaltimoreRavens varð fyrsta liðið í Ameríkudeildinni til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með því að vinna 24-17 útisigur á BuffaloBills. Þetta var níundi sigurleikur Hrafnanna í röð sem er nýtt met. Lamar Jackson kastaði fyrir þremur snertimörkum og er áfram líklegastur til að vera kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar.Úrslitin í NFL-deildinni í gær og nótt: Los Angeles Rams - Seattle Seahawks 28-12 New England Patriots - Kansas City Chiefs 16-23 Arizona Cardinals - Pittsburgh Steelers 17-23 Oakland Raiders - Tennessee Titans 21-42 Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers 10-45 Buffalo Bills - Baltimore Ravens 17-24 Atlanta Falcons - Carolina Panthers 40-20 Cleveland Browns - Cincinnati Bengals 27-19 Houston Texans - Denver Broncos 24-38 Minnesota Vikings - Detroit Lions 20-7 Tampa Bay Buccaneers - Indianapolis Colts 38-35 New York Jets - Miami Dolphins 22-21 New Orleans Saints - San Francisco 49ers 46-48 Green Bay Packers - Washington Redskins 20-15ÞjóðadeildinAustur Dallas Cowboys 6-7 Philadelphia Eagles 5-7 Washington Redskins 3-10 New York Giants 2-10Norður Green Bay Packers 10-3 Minnesota Vikings 9-4 Chicago Bears 7-6 Detroit Lions 3-9Suður New Orleans Saints 10-3 Tampa Bay Buccaneers 6-7 Carolina Panthers 5-8 Atlanta Falcons 4-9Vestur San Francisco 49ers 11-2 Seattle Seahawks 10-3 Los Angeles Rams 8-5 Arizona Cardinals 3-9AmeríkudeildinAustur New England Patriots 10-3 Buffalo Bills 9-4 New York Jets 5-8 Miami Dolphins 3-10Norður Baltimore Ravens 11-2 Pittsburgh Steelers 8-5 Cleveland Browns 6-7 Cincinnati Bengals 1-12Suður Houston Texans 8-5 Tennessee Titans 8-5 Indianapolis Colts 6-7 Jacksonville Jaguars 4-9Vestur Kansas City Chiefs 9-4 Oakland Raiders 6-7 Denver Broncos 5-8 Los Angeles Chargers 5-8
NFL Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Fór úr axlarlið en náði silfri á NM tveimur vikum síðar Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar LeBron nálgast endurkomu og met NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH Sjá meira