Heilaskemmdir fylgi offitu hjá unglingum Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. nóvember 2019 09:00 Vísindamennirnir notuðu segulómtæki til að rannsaka heila unglinga. Þeir telja að frekari rannsókna sé þó þörf á áhrifum offitu. Nordicphotos/Getty Vísindamenn hjá Geislafræðisamtökum Norður-Ameríku (RSNA) hafa komist að því að offita valdi heilaskemmdum hjá unglingum og ungmennum. Kom þetta í ljós í nýrri rannsókn þar sem notuð voru segulómtæki. Offita hefur ekki aðeins áhrif til þyngdaraukningar og á hjarta og æðakerfið, heldur veldur hún bólgum í taugakerfinu. Þetta virðist hafa áhrif á heilann og valda skemmdum þar. Var notuð ný aðferð segulómunar, DTI, til að rannsaka vökva við taugaboðkerfið. Úrtak rannsóknarinnar var ekki mjög stórt, 59 unglingar í yfirþyngd og 61 ekki í yfirþyngd á aldrinum 12 til 16 ára. Sást munur bæði í hvelatengslunum (corpus callosum) og fellingunum (gyrus). Í engum tilfellum komu of þungu unglingarnir betur út en þeir sem voru það ekki. „Breytingar í heila þessara unglinga í yfirþyngd sjást í þeim hlutum heilans sem hafa áhrif á matarlyst, tilfinningar og vitsmuni,“ sagði Pamela Bertolazzi, lífeindafræðingur frá Brasilíu sem tók þátt í rannsókninni. Sagði hún þetta einnig hafa áhrif á hormónastarfsemina, til dæmis leptín. Vegna þess halda unglingarnir áfram að borða þrátt fyrir að fitu- og orkubirgðir líkamans séu nægar. Skemmdirnar í heilanum hafa einnig áhrif á jafnvægi insúlíns og þar af leiðandi blóðsykurs. „Einnig komumst við að því að bólgur í taugakerfinu hafa áhrif á aðra þætti en leptín og insúlín,“ sagði Bertolazzi. Þá sagði hún einnig að frekari rannsókna væri þörf. Vildi hún að segulómunin yrði endurtekin með sömu einstaklingum eftir að unglingarnir í yfirþyngd hefðu lést. Þá væri hægt að sjá hvort skaðinn væri varanlegur eða ekki. Offita ungmenna er sívaxandi vandamál. Hefur hlutfall bandarískra barna og ungmenna í yfirþyngd þrefaldast síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Þá hefur offita ungra barna einnig aukist. Samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) voru 32 milljónir barna fimm ára og yngri í yfirþyngd á heimsvísu. Árið 2016 var sú tala komin upp í 41 milljón. Hér á Íslandi hefur offita einnig farið vaxandi og er mun meiri en á hinum Norðurlöndunum. Í rannsókn sem var gerð við Tækniháskólann í Danmörku (DTU) og birt árið 2017 kom í ljós að 21 prósent Íslendinga glímdi við offitu og tæplega 60 prósent væru í yfirþyngd. Til samanburðar þá glímdu innan við 15 prósent íbúa á hinum Norðurlöndunum við offitu og undir 50 prósentum voru í yfirþyngd. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Vísindamenn hjá Geislafræðisamtökum Norður-Ameríku (RSNA) hafa komist að því að offita valdi heilaskemmdum hjá unglingum og ungmennum. Kom þetta í ljós í nýrri rannsókn þar sem notuð voru segulómtæki. Offita hefur ekki aðeins áhrif til þyngdaraukningar og á hjarta og æðakerfið, heldur veldur hún bólgum í taugakerfinu. Þetta virðist hafa áhrif á heilann og valda skemmdum þar. Var notuð ný aðferð segulómunar, DTI, til að rannsaka vökva við taugaboðkerfið. Úrtak rannsóknarinnar var ekki mjög stórt, 59 unglingar í yfirþyngd og 61 ekki í yfirþyngd á aldrinum 12 til 16 ára. Sást munur bæði í hvelatengslunum (corpus callosum) og fellingunum (gyrus). Í engum tilfellum komu of þungu unglingarnir betur út en þeir sem voru það ekki. „Breytingar í heila þessara unglinga í yfirþyngd sjást í þeim hlutum heilans sem hafa áhrif á matarlyst, tilfinningar og vitsmuni,“ sagði Pamela Bertolazzi, lífeindafræðingur frá Brasilíu sem tók þátt í rannsókninni. Sagði hún þetta einnig hafa áhrif á hormónastarfsemina, til dæmis leptín. Vegna þess halda unglingarnir áfram að borða þrátt fyrir að fitu- og orkubirgðir líkamans séu nægar. Skemmdirnar í heilanum hafa einnig áhrif á jafnvægi insúlíns og þar af leiðandi blóðsykurs. „Einnig komumst við að því að bólgur í taugakerfinu hafa áhrif á aðra þætti en leptín og insúlín,“ sagði Bertolazzi. Þá sagði hún einnig að frekari rannsókna væri þörf. Vildi hún að segulómunin yrði endurtekin með sömu einstaklingum eftir að unglingarnir í yfirþyngd hefðu lést. Þá væri hægt að sjá hvort skaðinn væri varanlegur eða ekki. Offita ungmenna er sívaxandi vandamál. Hefur hlutfall bandarískra barna og ungmenna í yfirþyngd þrefaldast síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Þá hefur offita ungra barna einnig aukist. Samkvæmt tölum frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO) voru 32 milljónir barna fimm ára og yngri í yfirþyngd á heimsvísu. Árið 2016 var sú tala komin upp í 41 milljón. Hér á Íslandi hefur offita einnig farið vaxandi og er mun meiri en á hinum Norðurlöndunum. Í rannsókn sem var gerð við Tækniháskólann í Danmörku (DTU) og birt árið 2017 kom í ljós að 21 prósent Íslendinga glímdi við offitu og tæplega 60 prósent væru í yfirþyngd. Til samanburðar þá glímdu innan við 15 prósent íbúa á hinum Norðurlöndunum við offitu og undir 50 prósentum voru í yfirþyngd.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07