Sparisjóðirnir hættir að framkvæma erlendar millifærslur Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 10:29 Stjórnvöld vinna nú að því að uppfylla skilyrði FATF og er vonast til þess að Ísland komist af listanum í febrúar á næsta ári. Vísir/getty Sparisjóðirnir munu ekki geta þjónustað viðskiptavini sína með erlendar millifærslur á næstunni. Viðskiptavinum sem þurfa að nýta sér slíka þjónustu er bent á að gera viðeigandi ráðstafanir hjá öðru fjármálafyrirtæki, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Sparisjóðanna. Á meðal ástæðanna eru auknar kröfur í tengslum við reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka en framkvæmdastjóri bankasviðs innan Kviku banka segir í samtali við Kjarnann að málið tengist þó ekki veru Íslands á hinum svokallaða gráa lista. Í tilkynningu Sparisjóðanna segir að samstarfsaðili sparisjóðanna geti ekki lengur veitt þessa þjónustu vegna krafna frá erlendum samstarfsaðila hans. Þá hafi Íslenskir bankar ekki treyst sér til að veita sparisjóðnum þessa þjónustu vegna krafna frá samstarfsaðilum sínum erlendis. „Erlendir samstarfsaðilar íslensku bankanna hafa nú útilokað slíkt samstarf vegna aukinna krafna í tengslum við reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Vonast er til þess að þetta verði tímabundið ástand og að sparisjóðirnir geti aftur veitt ofangreinda þjónustu áður en langt um líður,“ segir í tilkynningu.Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í lok október til að ræða veru Íslands á gráum lista.Vísir/VilhelmÞannig verður ekki hægt að millifæra eða greiða til erlendra aðila eftir 6. desember 2019. Þá verður ekki hægt að móttaka greiðslur eða millifærslur frá erlendum aðilum eftir 13. desember 2019. Hið sama gildir um millifærslur á erlendum gjaldmiðli milli banka innanlands þar sem þær greiðslur fara í gegnum erlenda greiðslumiðlun. Þessi þjónustuskerðing er ekki sögð munu hafa áhrif á aðra þjónustu sparisjóðanna. Áfram verður til að mynda hægt að kaupa erlendan gjaldeyri, stofna gjaldeyrisreikninga og framkvæma innlendar og erlendar greiðslur með greiðslukortum. Í tilkynningu biðjast sparisjóðirnir afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kunni að valda. Sparisjóðirnir sem starfa undir vörumerkinu Sparisjóðurinn, og hér um ræðir, eru sparisjóðir Austurlands, Suður-Þingeyinga, Strandamanna og Höfðhverfinga.Tengist ekki gráa listanum Í frétt Kjarnans um málið segir að Kvika banki hafi hingað til séð um erlenda greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina en nýlega sagt upp samstarfinu vegna kröfu mótaðila bankans erlendis. Þá er haft eftir Magnúsi Inga Einarssyni, framkvæmdastjóri bankasviðs innan Kviku banka, að málið tengist ekki veru Íslands á gráum lista FATF eða nýrra reglugerða vegna peningaþvættis. Kvika hafi þurft að segja upp samstarfinu við sparisjóðina vegna breytts fyrirkomulags evru-greiðslna í Evrópu. Í tilkynningu sjóðanna er, eins og áður sagði, vísað í auknar kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Ísland komst í október á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar slíkar varnir. Þegar hafa erlend verðbréfafyrirtæki slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráa listanum. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að vera í viðskiptum við bandaríska uppgjörsfyrirtækið Apex Clearing Corporation. Stjórnvöld vinna nú að því að uppfylla skilyrði FATF og er vonast til þess að Ísland komist af listanum í febrúar á næsta ári. Þegar greint var frá því að Ísland gæti farið á gráa listann var lagt mat á möguleg áhrif. Það var samdóma álit stjórnvalda og erlendra ráðgjafa að áhrifin yrði óveruleg og var hvorki talið að niðurstaðan hefði bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi.Í fyrri útgáfu fréttarinnar var þessi tímabundna breyting hjá Sparisjóðunum sagt tengjast veru Íslands á gráum lista FATF. Það reyndist ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Tengdar fréttir Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44 Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33 Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Sparisjóðirnir munu ekki geta þjónustað viðskiptavini sína með erlendar millifærslur á næstunni. Viðskiptavinum sem þurfa að nýta sér slíka þjónustu er bent á að gera viðeigandi ráðstafanir hjá öðru fjármálafyrirtæki, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Sparisjóðanna. Á meðal ástæðanna eru auknar kröfur í tengslum við reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka en framkvæmdastjóri bankasviðs innan Kviku banka segir í samtali við Kjarnann að málið tengist þó ekki veru Íslands á hinum svokallaða gráa lista. Í tilkynningu Sparisjóðanna segir að samstarfsaðili sparisjóðanna geti ekki lengur veitt þessa þjónustu vegna krafna frá erlendum samstarfsaðila hans. Þá hafi Íslenskir bankar ekki treyst sér til að veita sparisjóðnum þessa þjónustu vegna krafna frá samstarfsaðilum sínum erlendis. „Erlendir samstarfsaðilar íslensku bankanna hafa nú útilokað slíkt samstarf vegna aukinna krafna í tengslum við reglur um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Vonast er til þess að þetta verði tímabundið ástand og að sparisjóðirnir geti aftur veitt ofangreinda þjónustu áður en langt um líður,“ segir í tilkynningu.Bjarni Benediktsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í lok október til að ræða veru Íslands á gráum lista.Vísir/VilhelmÞannig verður ekki hægt að millifæra eða greiða til erlendra aðila eftir 6. desember 2019. Þá verður ekki hægt að móttaka greiðslur eða millifærslur frá erlendum aðilum eftir 13. desember 2019. Hið sama gildir um millifærslur á erlendum gjaldmiðli milli banka innanlands þar sem þær greiðslur fara í gegnum erlenda greiðslumiðlun. Þessi þjónustuskerðing er ekki sögð munu hafa áhrif á aðra þjónustu sparisjóðanna. Áfram verður til að mynda hægt að kaupa erlendan gjaldeyri, stofna gjaldeyrisreikninga og framkvæma innlendar og erlendar greiðslur með greiðslukortum. Í tilkynningu biðjast sparisjóðirnir afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kunni að valda. Sparisjóðirnir sem starfa undir vörumerkinu Sparisjóðurinn, og hér um ræðir, eru sparisjóðir Austurlands, Suður-Þingeyinga, Strandamanna og Höfðhverfinga.Tengist ekki gráa listanum Í frétt Kjarnans um málið segir að Kvika banki hafi hingað til séð um erlenda greiðslumiðlun fyrir sparisjóðina en nýlega sagt upp samstarfinu vegna kröfu mótaðila bankans erlendis. Þá er haft eftir Magnúsi Inga Einarssyni, framkvæmdastjóri bankasviðs innan Kviku banka, að málið tengist ekki veru Íslands á gráum lista FATF eða nýrra reglugerða vegna peningaþvættis. Kvika hafi þurft að segja upp samstarfinu við sparisjóðina vegna breytts fyrirkomulags evru-greiðslna í Evrópu. Í tilkynningu sjóðanna er, eins og áður sagði, vísað í auknar kröfur um varnir gegn peningaþvætti. Ísland komst í október á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar slíkar varnir. Þegar hafa erlend verðbréfafyrirtæki slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráa listanum. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að vera í viðskiptum við bandaríska uppgjörsfyrirtækið Apex Clearing Corporation. Stjórnvöld vinna nú að því að uppfylla skilyrði FATF og er vonast til þess að Ísland komist af listanum í febrúar á næsta ári. Þegar greint var frá því að Ísland gæti farið á gráa listann var lagt mat á möguleg áhrif. Það var samdóma álit stjórnvalda og erlendra ráðgjafa að áhrifin yrði óveruleg og var hvorki talið að niðurstaðan hefði bein áhrif á almenning né fjármálastöðugleika á Íslandi.Í fyrri útgáfu fréttarinnar var þessi tímabundna breyting hjá Sparisjóðunum sagt tengjast veru Íslands á gráum lista FATF. Það reyndist ekki rétt og hefur verið leiðrétt.
Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Tengdar fréttir Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44 Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33 Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Loka reikningum Íslendinga vegna gráa listans Erlend verðbréfafyrirtæki hafa slitið viðskiptasamböndum við Íslendinga og lokað verðbréfareikningum þeirra vegna veru Íslands á gráum lista alþjóðlega hópsins FATF. 27. nóvember 2019 07:44
Skýrsla ráðherra um viðbrögð vegna veru á gráum lista komin til þingnefndar Skýrsla dómsmálaráðherra um viðbrögð stjórnvalda vegna ákvörðunar FATF-hópsins svokallaða um að setja Ísland á gráan lista yfir ríki sem hafa ónægar varnir gegn peningaþvætti er tilbúin. 26. nóvember 2019 19:33
Grái listinn ekki steinn í götu Nasdaq á Íslandi Það að Ísland sé á gráa lista FATF hefur ekki áhrif á innleiðingu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar á nýju uppgjörskerfi sem á að klárast næsta vor. Seðlabankinn segir að upp hafi komið tilvik þar sem greiðslur hafa tafist eða verið stöðvaðar. 28. nóvember 2019 06:15