Hækka vaxtaálagið á fyrirtækjalánum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Fyrirtæki eru með ákvæði í lánasamningum sínum um vaxtabreytingardaga með ákveðnu millibili. Vísir/Hanna Íslandsbanki hefur fylgt í fótspor Arion banka með því að nýta ákvæði í lánasamningum við fyrirtæki til þess að hækka vexti. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir dæmi um að vaxtahækkunin nemi heilu prósentustigi. Framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka segir að bankinn hafi þurft að bregðast við lágri arðsemi. Mörg fyrirtæki eru með ákvæði í lánasamningum sínum við bankastofnanir um vaxtabreytingardaga með ákveðnu millibili. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að fyrirtæki innan raða félagsins hafi upp á síðkastið þurft að sætta sig við hækkun vaxta á lánum af hálfu Íslandsbanka. Hann hafi heyrt dæmi um að vaxtaálag ofan á Reibor-vexti hafi hækkað um allt að 1 prósentustig á lánum sem báru vaxtaálag á bilinu 1,2 til 1,5 prósentustig fyrir breytinguna. Hækkunin sé því býsna drjúg. „Við höfum fengið ábendingar um að bankinn hafi verið að hækka vaxtaálagið nokkuð duglega, jafnvel hátt í tvöfalt. Þetta er alls ekki eitthvað sem fyrirtæki þurfa á að halda þegar hægt hefur á efnahagsumsvifum og allur kostnaður er á uppleið. Og þetta er óneitanlega svolítið öfugsnúið vegna þess að atvinnurekendur höfðu talið að þeir myndu njóta vaxtalækkana Seðlabankans,“ segir Ólafur. Um sé að ræða minni og meðalstór fyrirtæki en í samskiptum við þau hafi Íslandsbanki borið fyrir sig bankaskattinn og háar lausa- og eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Menn eru hugsi yfir þessu, sérstaklega nú þegar stefnir í að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið verði ein og sama stofnunin. Þá er spurning, út frá hagstjórnarsjónarmiðum, hvort mismunandi hlutar sömu stofnunar tali saman eða hvort stýrivextirnir sem hagstjórnartæki eigi að virka til þess að örva atvinnulífið á meðan önnur tæki bankans virki í hina áttina,“ segir Ólafur. Arion banki tók af skarið fyrr á árinu þegar bankinn ákvað að byrja að nýta sér ákvæði um vaxtabreytingardaga til þess að hækka vexti fyrirtækjalána. Í sumum tilfellum hækkaði vaxtaálagið um og yfir tvö prósentustig, samkvæmt heimildum Markaðarins. Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka, segir að þegar komi að endurskoðun vaxtaálags þurfi að meta stöðuna hverju sinni. Vaxtakjör séu heldur að hækka en það sé mjög breytilegt eftir fyrirtækjum. Breyting á vaxtakjörum velti til að mynda á áhættu í rekstri lántaka og öðrum þáttum. „Það sem við þurfum að taka með í reikninginn er að á síðustu 12 mánuðum hefur komið í ljós að undirliggjandi arðsemi bankanna er langt undir því sem eðlilegt telst. Ef við horfum lengra aftur í tímann var arðsemi bankanna ansi góð á tímabili en það mátti rekja til þess að bankarnir voru að færa upp virði lánasafna. Þetta voru einskiptisliðir og það má segja að þeir hafi hulið það að undirliggjandi rekstur bankanna var ekki sérstaklega arðbær,“ segir Jón Guðni.Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka.Hann bendir á að arðsemi íslensku bankanna sé töluvert undir arðsemi banka í mörgum nágrannalöndum. Arðsemi Íslandsbanka sé til að mynda í kringum 5 prósent samanborið við 10-15 prósent hjá norrænum bönkum. Þá vísar hann til þess að matsfyrirtækið S&P hafi síðasta sumar sett alla íslensku bankana á svokallaða neikvæða vakt vegna arðsemi þeirra. Matsfyrirtækið horfi til þess að þegar arðsemi er mjög lág sé minna borð fyrir báru ef til áfalla kemur. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að bregðast við og í einhverjum tilvikum leiðir það til þess að vaxtaálag á útlánum hækkar,“ segir Jón Guðni. Á heildina litið hafa ný útlán íslensku bankanna til fyrirtækja dregist töluvert saman á milli ára. Nettó ný útlán til fyrirtækja miðað við síðustu sex mánuði á undan námu um 150 milljörðum í ágúst á síðasta ári en í sama mánuði í ár nam upphæðin tæplega 70 milljörðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að skert samkeppnishæfni bankanna gæti bitnað verulega á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra fjármögnunarkosti en bankalán. Hann óttaðist að fyrirtæki sem ætla að endurfjármagna sig á næstunni gætu lent á vegg þar sem kjörin yrðu ekki æskileg miðað við lækkun stýrivaxta. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Geta lent á vegg við endurfjármögnun Skert samkeppnishæfni bankanna dregur úr áhrifum vaxtalækkana Seðlabankans. Ný útlán til fyrirtækja hafa dregist saman á árinu. Bitnar á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra valkosti við fjármögnun en bankalán. Fyrirtækjalánasafn Arion minnkar hratt. 14. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Íslandsbanki hefur fylgt í fótspor Arion banka með því að nýta ákvæði í lánasamningum við fyrirtæki til þess að hækka vexti. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir dæmi um að vaxtahækkunin nemi heilu prósentustigi. Framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka segir að bankinn hafi þurft að bregðast við lágri arðsemi. Mörg fyrirtæki eru með ákvæði í lánasamningum sínum við bankastofnanir um vaxtabreytingardaga með ákveðnu millibili. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að fyrirtæki innan raða félagsins hafi upp á síðkastið þurft að sætta sig við hækkun vaxta á lánum af hálfu Íslandsbanka. Hann hafi heyrt dæmi um að vaxtaálag ofan á Reibor-vexti hafi hækkað um allt að 1 prósentustig á lánum sem báru vaxtaálag á bilinu 1,2 til 1,5 prósentustig fyrir breytinguna. Hækkunin sé því býsna drjúg. „Við höfum fengið ábendingar um að bankinn hafi verið að hækka vaxtaálagið nokkuð duglega, jafnvel hátt í tvöfalt. Þetta er alls ekki eitthvað sem fyrirtæki þurfa á að halda þegar hægt hefur á efnahagsumsvifum og allur kostnaður er á uppleið. Og þetta er óneitanlega svolítið öfugsnúið vegna þess að atvinnurekendur höfðu talið að þeir myndu njóta vaxtalækkana Seðlabankans,“ segir Ólafur. Um sé að ræða minni og meðalstór fyrirtæki en í samskiptum við þau hafi Íslandsbanki borið fyrir sig bankaskattinn og háar lausa- og eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Menn eru hugsi yfir þessu, sérstaklega nú þegar stefnir í að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið verði ein og sama stofnunin. Þá er spurning, út frá hagstjórnarsjónarmiðum, hvort mismunandi hlutar sömu stofnunar tali saman eða hvort stýrivextirnir sem hagstjórnartæki eigi að virka til þess að örva atvinnulífið á meðan önnur tæki bankans virki í hina áttina,“ segir Ólafur. Arion banki tók af skarið fyrr á árinu þegar bankinn ákvað að byrja að nýta sér ákvæði um vaxtabreytingardaga til þess að hækka vexti fyrirtækjalána. Í sumum tilfellum hækkaði vaxtaálagið um og yfir tvö prósentustig, samkvæmt heimildum Markaðarins. Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka, segir að þegar komi að endurskoðun vaxtaálags þurfi að meta stöðuna hverju sinni. Vaxtakjör séu heldur að hækka en það sé mjög breytilegt eftir fyrirtækjum. Breyting á vaxtakjörum velti til að mynda á áhættu í rekstri lántaka og öðrum þáttum. „Það sem við þurfum að taka með í reikninginn er að á síðustu 12 mánuðum hefur komið í ljós að undirliggjandi arðsemi bankanna er langt undir því sem eðlilegt telst. Ef við horfum lengra aftur í tímann var arðsemi bankanna ansi góð á tímabili en það mátti rekja til þess að bankarnir voru að færa upp virði lánasafna. Þetta voru einskiptisliðir og það má segja að þeir hafi hulið það að undirliggjandi rekstur bankanna var ekki sérstaklega arðbær,“ segir Jón Guðni.Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka.Hann bendir á að arðsemi íslensku bankanna sé töluvert undir arðsemi banka í mörgum nágrannalöndum. Arðsemi Íslandsbanka sé til að mynda í kringum 5 prósent samanborið við 10-15 prósent hjá norrænum bönkum. Þá vísar hann til þess að matsfyrirtækið S&P hafi síðasta sumar sett alla íslensku bankana á svokallaða neikvæða vakt vegna arðsemi þeirra. Matsfyrirtækið horfi til þess að þegar arðsemi er mjög lág sé minna borð fyrir báru ef til áfalla kemur. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að bregðast við og í einhverjum tilvikum leiðir það til þess að vaxtaálag á útlánum hækkar,“ segir Jón Guðni. Á heildina litið hafa ný útlán íslensku bankanna til fyrirtækja dregist töluvert saman á milli ára. Nettó ný útlán til fyrirtækja miðað við síðustu sex mánuði á undan námu um 150 milljörðum í ágúst á síðasta ári en í sama mánuði í ár nam upphæðin tæplega 70 milljörðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að skert samkeppnishæfni bankanna gæti bitnað verulega á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra fjármögnunarkosti en bankalán. Hann óttaðist að fyrirtæki sem ætla að endurfjármagna sig á næstunni gætu lent á vegg þar sem kjörin yrðu ekki æskileg miðað við lækkun stýrivaxta.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Geta lent á vegg við endurfjármögnun Skert samkeppnishæfni bankanna dregur úr áhrifum vaxtalækkana Seðlabankans. Ný útlán til fyrirtækja hafa dregist saman á árinu. Bitnar á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra valkosti við fjármögnun en bankalán. Fyrirtækjalánasafn Arion minnkar hratt. 14. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Sjá meira
Geta lent á vegg við endurfjármögnun Skert samkeppnishæfni bankanna dregur úr áhrifum vaxtalækkana Seðlabankans. Ný útlán til fyrirtækja hafa dregist saman á árinu. Bitnar á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra valkosti við fjármögnun en bankalán. Fyrirtækjalánasafn Arion minnkar hratt. 14. nóvember 2019 08:00