Svarta ekkjan fékk orma að éta en var feimin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 20:30 Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. Þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson keyptu sér vínberjaklasa í Krónunni í Garðabæ fyrir nokkrum dögum og höfðu gætt sér aðeins á honum daginn sem þau keyptu berin. Í gærkvöldi ætluðu þau að fá sér að nýju þegar óboðinn gestur skaut upp kollinum eða fótunum öllu heldur. „Ég var búin að taka berin úr pokanum og var að skola þau í skál þegar ég sá svarta fætur skríða fram,“ segir Anya sem segist ekki vilja ljúga því að hún sé ekki hrædd við þessa eitruðu könguló. Þau þekktu tegundina á rauða stundarglasinuJón Helgi segist hafa áttað sig á um hvaða tegund var að ræða þegar hann sá rauða lit á búknum sem lítur út eins og stundarglas. En þetta einkennir kvenköngulærnar sem éta yfirleitt karlanna eftir mök. „Við settum brauðbretti á hana og ég fór í hanska og setti hana í krukku,“ segir Jón Helgi. Svarta ekkjan var hjá þeim í nótt og í morgun fór Jón í dýrabúð og keypti orma handa köngulónni. „Hún hefur eitthvað lítið gætt sér á þeim, er líklega eitthvað feimin,“ segir Jón og brosir. Þau létu Matvælastofnun vita og vonuðust til að starfsmaður þaðan tæki köngulónna en skylt er að láta stofnunina vita. Þá létu þau Krónuna þar sem berin voru keypt vita og ætlaði starfsfólk þaðan að bæta þeim berin. Anya ætlar hinsvegar að láta eitthvað hjá líða þangað til hún fær sér vínber á ný. „Ég ætla að bíða aðeins þar til ég fæ mér aftur vínber,“ sagði Anya. „Það er alla vega vissara að skola berin vel,“ sagði Jón Helgi að lokum. Dýr Garðabær Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Síðasta sólahringinn hefur svarta ekkjan dvalið hjá ungu pari í Garðabænum og fengið orma að éta. Þau bíða eftir fulltrúa frá Mast sem fær henni annað heimili. Þau Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson keyptu sér vínberjaklasa í Krónunni í Garðabæ fyrir nokkrum dögum og höfðu gætt sér aðeins á honum daginn sem þau keyptu berin. Í gærkvöldi ætluðu þau að fá sér að nýju þegar óboðinn gestur skaut upp kollinum eða fótunum öllu heldur. „Ég var búin að taka berin úr pokanum og var að skola þau í skál þegar ég sá svarta fætur skríða fram,“ segir Anya sem segist ekki vilja ljúga því að hún sé ekki hrædd við þessa eitruðu könguló. Þau þekktu tegundina á rauða stundarglasinuJón Helgi segist hafa áttað sig á um hvaða tegund var að ræða þegar hann sá rauða lit á búknum sem lítur út eins og stundarglas. En þetta einkennir kvenköngulærnar sem éta yfirleitt karlanna eftir mök. „Við settum brauðbretti á hana og ég fór í hanska og setti hana í krukku,“ segir Jón Helgi. Svarta ekkjan var hjá þeim í nótt og í morgun fór Jón í dýrabúð og keypti orma handa köngulónni. „Hún hefur eitthvað lítið gætt sér á þeim, er líklega eitthvað feimin,“ segir Jón og brosir. Þau létu Matvælastofnun vita og vonuðust til að starfsmaður þaðan tæki köngulónna en skylt er að láta stofnunina vita. Þá létu þau Krónuna þar sem berin voru keypt vita og ætlaði starfsfólk þaðan að bæta þeim berin. Anya ætlar hinsvegar að láta eitthvað hjá líða þangað til hún fær sér vínber á ný. „Ég ætla að bíða aðeins þar til ég fæ mér aftur vínber,“ sagði Anya. „Það er alla vega vissara að skola berin vel,“ sagði Jón Helgi að lokum.
Dýr Garðabær Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira