Grípa þarf til aðgerða strax Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 08:54 Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. AP/Frank Augstein Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Eina leiðin til að sporna gegn verstu áhrifum hlýnunar sé að grípa til umfangsmikilla og hraðra aðgerða og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.Skýrsla þessi er birt árlega og fjallar hún það hvernig draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda til að ná markmiðum Parísarsáttmálans.Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. Það myndi gera stóra hluta jarðarinnar óbyggilega og valda hinum ýmsu hamförum. Sú tækni sem þarf til að draga úr losun er til staðar að mestu leyti en Umhverfisstofnunin segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða strax. Ekki hefur dregið úr losun síðustu ár heldur hefur hún aukist um 1,5 prósent á ári á síðasta áratug. Hún hafi aldrei verið hærri en í fyrra. Verði ekki dregið úr losun um 7,6 prósent á hverju ári á milli 2020 og 2030, verði ómögulegt að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hækkun hitastigsins á þessari öld við eina og hálfa gráðu. Þegar hafi hitastigið hækkað um 1,1 gráðu á þessari öld. „Þetta sýnir að ríki heimsins geta ekki lengur beðið til enda ársins 2020, þegar sáttmálinn tekur gildi, til að grípa til aðgerða,“ segir Inger Andersen, yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði að allir, forsvarsmenn ríkja, borga, fyrirtækja og einstaklingar, þurfi að grípa til aðgerða núna. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að þróaðar þjóðir þurfi fyrst að grípa til aðgerða en ljóst sé að hvert einasta ríki verði að draga úr losun. Þróunarríki geti lært af aðgerðum þróaðra ríkja og náð þeim og tekið upp græna tækni með miklum hraða. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00 Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Eina leiðin til að sporna gegn verstu áhrifum hlýnunar sé að grípa til umfangsmikilla og hraðra aðgerða og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.Skýrsla þessi er birt árlega og fjallar hún það hvernig draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda til að ná markmiðum Parísarsáttmálans.Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. Það myndi gera stóra hluta jarðarinnar óbyggilega og valda hinum ýmsu hamförum. Sú tækni sem þarf til að draga úr losun er til staðar að mestu leyti en Umhverfisstofnunin segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða strax. Ekki hefur dregið úr losun síðustu ár heldur hefur hún aukist um 1,5 prósent á ári á síðasta áratug. Hún hafi aldrei verið hærri en í fyrra. Verði ekki dregið úr losun um 7,6 prósent á hverju ári á milli 2020 og 2030, verði ómögulegt að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hækkun hitastigsins á þessari öld við eina og hálfa gráðu. Þegar hafi hitastigið hækkað um 1,1 gráðu á þessari öld. „Þetta sýnir að ríki heimsins geta ekki lengur beðið til enda ársins 2020, þegar sáttmálinn tekur gildi, til að grípa til aðgerða,“ segir Inger Andersen, yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði að allir, forsvarsmenn ríkja, borga, fyrirtækja og einstaklingar, þurfi að grípa til aðgerða núna. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að þróaðar þjóðir þurfi fyrst að grípa til aðgerða en ljóst sé að hvert einasta ríki verði að draga úr losun. Þróunarríki geti lært af aðgerðum þróaðra ríkja og náð þeim og tekið upp græna tækni með miklum hraða.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00 Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45
Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24
Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00
Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57