Slæst við draug skömmu fyrir opnun Jakob Bjarnar skrifar 26. nóvember 2019 11:31 Hópurinn sem er að gera upp nýjan skemmtistað við Hverfisgötu óttast nú að draugur sem fylgir húsinu kunni að gera óskunda. fbl/ernir „Ég er orðinn skíthræddur og auglýsi hér með eftir Hilmari Erni allsherjargoða. Hann verður að koma og kveða þennan draug niður,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður. Jón og félagar hans eru að fara að opna skemmtistaðinn Röntgen að Hverfisgötu 12. Það verður á fimmtudaginn komandi. Nema, nú óttast hann að illa fari því staðnum fylgir draugur. Þetta staðhæfa allir þeir sem hann hefur talað við og hafa starfað í húsinu.Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug „Jón Óskar myndlistarmaður, vinur minn, sendi mér skilaboð og óskaði mér til hamingju með staðinn. En lét það fylgja sögunni að þetta legðist ekki vel í sig því þarna væri draugur,“ segir Jón Mýrdal en honum er brugðið. Hann segist hafa farið til að heimsækja nafna sinn Óskar og Huldu Hákon eiginkonu hans sem sagði honum svo meira af þessum ósköpum. En, þau hjón ráku árum saman morgunverðarstaðinn Gráa köttinn sem er við Hverfisgötu 16 og bjuggu þar í húsinu.Hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar eru nánast búin að hræða líftóruna úr Jóni Mýrdal með sögum um draugagang í húsinu hvar til stendur að opna nýjan skemmtistað.fbl/ernir„Hulda sagði mér að Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hafi rekið fyrir löngu samlokustað í húsinu þar sem til stendur að opna Röntgen. Í húsinu var jafnframt einhver kommúna og par sem var ómögulegt og þurfti að losna við. Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug til að losna við þetta par sem ég veit ekkert meira um,“ segir Jón. Og eftir að þetta kom upp hefur allt gengið á afturfótunum í þessu húsi.Enginn til svara hjá Ásatrúarmönnum Jón Mýrdal segist hafa gengið í það að hafa samband við Ásatrúarfélagið en þar hefur enginn svarað sér nema það komu einhver skilaboð þess efnis að Hilmar Örn væri lasinn. „Ég ræddi þetta við menn í morgunkaffinu uppi á Skólavörðustíg og Egill Ólafsson söngvari stakk uppá því að ég fengi bara Agnesi biskup til að koma til særinga. Ef ég næ ekki í Hilmar Örn þá kannski reyni ég það,“ segir Jón sem segist logandi hræddur við þetta. Ekki gangi að draugurinn spilli fyrir rekstrinum. Sjálfur hefur hann ekki orðið var við drauginn við undirbúning en segir að það megi ef til vill skrifa á það að heyrnin er farin að gefa sig en draugurinn lætur helst af sér vita með að það marrar í þar sem hann fer um. Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00 Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira
„Ég er orðinn skíthræddur og auglýsi hér með eftir Hilmari Erni allsherjargoða. Hann verður að koma og kveða þennan draug niður,“ segir Jón Mýrdal veitingamaður. Jón og félagar hans eru að fara að opna skemmtistaðinn Röntgen að Hverfisgötu 12. Það verður á fimmtudaginn komandi. Nema, nú óttast hann að illa fari því staðnum fylgir draugur. Þetta staðhæfa allir þeir sem hann hefur talað við og hafa starfað í húsinu.Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug „Jón Óskar myndlistarmaður, vinur minn, sendi mér skilaboð og óskaði mér til hamingju með staðinn. En lét það fylgja sögunni að þetta legðist ekki vel í sig því þarna væri draugur,“ segir Jón Mýrdal en honum er brugðið. Hann segist hafa farið til að heimsækja nafna sinn Óskar og Huldu Hákon eiginkonu hans sem sagði honum svo meira af þessum ósköpum. En, þau hjón ráku árum saman morgunverðarstaðinn Gráa köttinn sem er við Hverfisgötu 16 og bjuggu þar í húsinu.Hjónin Hulda Hákon og Jón Óskar eru nánast búin að hræða líftóruna úr Jóni Mýrdal með sögum um draugagang í húsinu hvar til stendur að opna nýjan skemmtistað.fbl/ernir„Hulda sagði mér að Gunnar Smári Egilsson stofnandi Sósíalistaflokks Íslands hafi rekið fyrir löngu samlokustað í húsinu þar sem til stendur að opna Röntgen. Í húsinu var jafnframt einhver kommúna og par sem var ómögulegt og þurfti að losna við. Gunnar Smári fékk Hilmar Örn til að vekja upp draug til að losna við þetta par sem ég veit ekkert meira um,“ segir Jón. Og eftir að þetta kom upp hefur allt gengið á afturfótunum í þessu húsi.Enginn til svara hjá Ásatrúarmönnum Jón Mýrdal segist hafa gengið í það að hafa samband við Ásatrúarfélagið en þar hefur enginn svarað sér nema það komu einhver skilaboð þess efnis að Hilmar Örn væri lasinn. „Ég ræddi þetta við menn í morgunkaffinu uppi á Skólavörðustíg og Egill Ólafsson söngvari stakk uppá því að ég fengi bara Agnesi biskup til að koma til særinga. Ef ég næ ekki í Hilmar Örn þá kannski reyni ég það,“ segir Jón sem segist logandi hræddur við þetta. Ekki gangi að draugurinn spilli fyrir rekstrinum. Sjálfur hefur hann ekki orðið var við drauginn við undirbúning en segir að það megi ef til vill skrifa á það að heyrnin er farin að gefa sig en draugurinn lætur helst af sér vita með að það marrar í þar sem hann fer um.
Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00 Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Fleiri fréttir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Sjá meira
Þakklátur lífgjöfinni og opnar nýjan stað með félögum sínum Jón Mýrdal opnar nýjan stað á Hverfisgötunni ásamt félögum sínum, þeim Ásgeiri Guðmundssyni, Steinþóri Helga Arnsteinssyni og Snorra Helgasyni. 23. nóvember 2019 08:00