Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý afsökunar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. nóvember 2019 19:00 Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. Í Kompás sem birtur var á Vísi í gær gagnrýnir Margrét Lillý Einarsdóttir, 17 ára stúlka, barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd, grunnskólann og í raun allt samfélagið á Nesinu, hafa brugðist sér. Litið hafi verið framhjá vanrækslu og ofbeldi sem hún hafi orðið fyrir af hendi móður sinnar sem glímir við geð- og áfengisvanda.Sjá einnig:Lokuð á heimilinu með geðveikri móðurGögn í máli stúlkunnar sýna að nefndin hafa verið meðvituð um aðstæður stúlkunnar. Lögregla hafi til að mynda verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldi.Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir að verið sé að skoða málið fimmtán ár aftur í tímann.„Ég var bara mjög sorgmædd þegar ég hlustaði á viðtalið og var mjög brugðið. Og ég vil sem bæjarstjóri bara biðjast fyrirgefningar,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Málið sé í rannsókn hjá Barnaverndarstofu. Þá hafi bæjarstjórn samþykkt að rannsóknarstofnun hjá Háskóla Íslands geri óháða úttekt á starfi barnaverndarnefndarinnar aftur í tímann. „Óskað var eftir því að barnaverndarmál yrðu skoðuð síðastliðinn fimmtán ár," segir Ásgerður.Vonar að klíkuskapur hafi ekki haft áhrif Stúlkan telur klíkuskap hafa haft áhrif. Amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Ásgerður vonar að svo hafi ekki verið. „Það hlýtur að verða að það verði skoðað hjá Barnaverndarstofu og ég vona að svo hafi ekki verið,“ segir Ásgerður. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir margt í málinu benda til þess að bærinn hafi brugðist og að verkferlum hafi ekki verið fylgt. „Þetta mál virðist vera svartur blettur á annars ágætu samfélagi okkar Seltirningar. Því miður endurspeglun af góðum slatta af meðvirkni og jafnvel smá frændhygli sem er einkennandi fyrir lítil samfélög og sömuleiðis bendir þetta til þess að barnavernd hjá okkur hafi staðið sig með eindæmum illa," segir Karl Pétur.Vill að Margrét Lillý fái miskabæturKarl Pétur, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, vill að Margrét Lillý fái miskabæturKarl Pétur segir að málið lýsi stefnuleysi í stjórn bæjarins sem hafi leitt af sér sjö hundruð milljóna hallarekstur á síðustu fjórum árum. Sveitarfélagið sé á mörkum þess að hafa burði til að meðhöndla félagsleg málefni. Hann vill að bærinn gangi til samninga við Margréti Lilly og greiði henni miskabætur. Telur hann að málið verði rætt á borgarstjórnarfundi á morgun. „Allt sem hefur komið fram í þessu máli og þau gögn sem liggja fyrir styðja það,“ segir Karl Pétur. Ásgerður segir að nú þegar sé búið að bæta við starfsfólki í félagsþjónustu bæjarins. „Auðvitað bíðum við líka eftir niðurstöðunum til að fara yfir það sem betur má fara," segir Ásgerður.. Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm. 25. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Seltjarnarnesbær biður Margréti Lillý Einarsdóttur, sem þola mátti ofbeldi og vanrækslu í æsku, afsökunar. Bæjarfulltrúi segir málið endurspeglast af meðvirkni og frændhygli og semja eigi um miskabætur. Í Kompás sem birtur var á Vísi í gær gagnrýnir Margrét Lillý Einarsdóttir, 17 ára stúlka, barnaverndarnefnd Seltjarnarness harðlega. Hún segir barnavernd, grunnskólann og í raun allt samfélagið á Nesinu, hafa brugðist sér. Litið hafi verið framhjá vanrækslu og ofbeldi sem hún hafi orðið fyrir af hendi móður sinnar sem glímir við geð- og áfengisvanda.Sjá einnig:Lokuð á heimilinu með geðveikri móðurGögn í máli stúlkunnar sýna að nefndin hafa verið meðvituð um aðstæður stúlkunnar. Lögregla hafi til að mynda verið kölluð til á heimili hennar í nokkur skipti vegna heimilisofbeldi.Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segir að verið sé að skoða málið fimmtán ár aftur í tímann.„Ég var bara mjög sorgmædd þegar ég hlustaði á viðtalið og var mjög brugðið. Og ég vil sem bæjarstjóri bara biðjast fyrirgefningar,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Málið sé í rannsókn hjá Barnaverndarstofu. Þá hafi bæjarstjórn samþykkt að rannsóknarstofnun hjá Háskóla Íslands geri óháða úttekt á starfi barnaverndarnefndarinnar aftur í tímann. „Óskað var eftir því að barnaverndarmál yrðu skoðuð síðastliðinn fimmtán ár," segir Ásgerður.Vonar að klíkuskapur hafi ekki haft áhrif Stúlkan telur klíkuskap hafa haft áhrif. Amma hennar hafi haft pólitísk ítök enda formaður nefndar á vegum bæjarins. Ásgerður vonar að svo hafi ekki verið. „Það hlýtur að verða að það verði skoðað hjá Barnaverndarstofu og ég vona að svo hafi ekki verið,“ segir Ásgerður. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, segir margt í málinu benda til þess að bærinn hafi brugðist og að verkferlum hafi ekki verið fylgt. „Þetta mál virðist vera svartur blettur á annars ágætu samfélagi okkar Seltirningar. Því miður endurspeglun af góðum slatta af meðvirkni og jafnvel smá frændhygli sem er einkennandi fyrir lítil samfélög og sömuleiðis bendir þetta til þess að barnavernd hjá okkur hafi staðið sig með eindæmum illa," segir Karl Pétur.Vill að Margrét Lillý fái miskabæturKarl Pétur, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi, vill að Margrét Lillý fái miskabæturKarl Pétur segir að málið lýsi stefnuleysi í stjórn bæjarins sem hafi leitt af sér sjö hundruð milljóna hallarekstur á síðustu fjórum árum. Sveitarfélagið sé á mörkum þess að hafa burði til að meðhöndla félagsleg málefni. Hann vill að bærinn gangi til samninga við Margréti Lilly og greiði henni miskabætur. Telur hann að málið verði rætt á borgarstjórnarfundi á morgun. „Allt sem hefur komið fram í þessu máli og þau gögn sem liggja fyrir styðja það,“ segir Karl Pétur. Ásgerður segir að nú þegar sé búið að bæta við starfsfólki í félagsþjónustu bæjarins. „Auðvitað bíðum við líka eftir niðurstöðunum til að fara yfir það sem betur má fara," segir Ásgerður..
Barnavernd Kompás Ofbeldi gegn börnum Seltjarnarnes Tengdar fréttir Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50 Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm. 25. nóvember 2019 19:00 Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morguun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Sjá meira
Sérstakt að pólitískt skipaðir nefndarmenn taki ákvarðanir í barnaverndarmálum Í Kompás segir 17 ára stúlka frá áralangri vanrækslu í barnæsku og telur hún pólitíska stöðu fjölskyldunnar á Seltjarnarnesi hafa haft áhrif á mál hennar. 25. nóvember 2019 11:50
Sorgmæddur vegna máls Margrétar Lillýjar Félagsmálaráðherra segir mál sautján ára stúlku sem steig fram í Kompás og sagði frá vanrækslu og ofbeldi í barnæsku sorglegt. Ný barnaverndarlöggjöf eigi að koma veg fyrir mál af þessum toga og að styðja þurfi börn sem búa hjá foreldri með geðsjúkdóm. 25. nóvember 2019 19:00
Lokuð á heimilinu með geðveikri móður 17 ára stúlka segir barnaverndarnefnd, skólakerfið og samfélagið allt á Seltjarnarnesi hafa brugðist sér með því að hafa litið framhjá og ekki gert viðeigandi ráðstafanir vegna vanrækslu og ofbeldis sem hún varð fyrir alla æsku sína. 25. nóvember 2019 09:00