Kaupa í Arion banka fyrir yfir 800 milljónir Hörður Ægisson skrifar 27. nóvember 2019 07:45 Svanhildur segir að það hafi verið mat þeirra að það væri komið að öðrum að taka við í VÍS. Fréttablaðið/Anton Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem eru næststærstu hluthafar Kviku banka, hafa bæst við hluthafahóp Arion banka eftir að þau keyptu í bankanum síðasta fimmtudag fyrir samtals um 820 milljónir króna. Viðskiptin voru gerð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þau höfðu gengið frá sölu á öllum 7,25 prósenta hlut sínum í VÍS fyrir rúmlega 1.550 milljónir króna en Svanhildur situr í stjórn tryggingafélagsins. Svanhildur staðfestir kaupin í samtali við Markaðinn en félagið K2B fjárfestingar, sem er í eigu þeirra hjóna, keypti samtals 10,5 milljónir bréfa í Arion, sem jafngildir tæplega 0,6 prósenta hlut, og var vegið meðalverð tæplega 78 krónur á hlut. Fjárfestingin skilar þeim í hóp þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka en einu einkafjárfestarnir sem eru umsvifameiri í eigendahópnum eru Hvalur, sem er að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, með 1,45 prósenta hlut, og fjárfestingafélagið Stoðir sem á nærri fimm prósenta hlut. Spurð um kaupin í Arion banka segir Svanhildur í samtali við Markaðinn að þau telji spennandi tíma fram undan á íslenskum fjármálamarkaði. „Gamlir vinnufélagar okkar, þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, eru teknir við stjórnartaumunum og við höfum mikla trú á þeim og samstarfsfólki þeirra í bankanum og teljum að þar liggi mikil tækifæri.“ Þau hjónin hafa jafnframt á síðustu árum verið á meðal stærstu hluthafa Kviku banka og er Guðmundur varaformaður stjórnar bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins var gert tilboð í allan ,75 prósenta hlut þeirra í Kviku síðastliðinn föstudag, daginn eftir viðskipti þeirra í VÍS og Arion banka, en því var hafnað. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Kviku er sá hlutur metinn á um 1.350 milljónir króna en samkvæmt heimildum Markaðarins var tilboðið, sem gert var í hlutinn, umtalsvert undir markaðsverði bréfanna. Svanhildur segir að þau hafi engar ætlanir um annað en að halda þeim hlut í Kviku. „Fyrir því félagi fer gríðarlega sterkur hópur stjórnenda sem hefur náð framúrskarandi árangri.“ Spurð af hverju þau hafi ákveðið að losa um allan hlut sinn í VÍS, eftir að hafa komið fyrst inn í hluthafahópinn fyrir meira en fimm árum, segir Svanhildur að það hafi verið mat þeirra á þessari stundu að nú væri komið að öðrum að taka við. „Á undanförnum tveimur árum hefur VÍS náð framúrskarandi árangri, eftir að hafa um langt skeið þótt eftirbátur keppinauta sinna á íslenskum tryggingamarkaði. Tryggingareksturinn er farinn að standa undir sér, þrátt fyrir óvenju stór tjón, og hluthafar hafa á tímabilinu bæði notið góðs af aukinni hlutabréfaeftirspurn og kerfisbreytingum á borð við lækkun hlutafjár, svo fáein dæmi séu nefnd,“ útskýrir hún. Svanhildur segir alla sem komið hafa að rekstri félagsins geta verið stolta af þessum árangri. „Sérstaklega á það við um starfsfólk VÍS, sem gengur nú í takt og hefur unnið sigra sem áður þóttu næstum óraunhæfir. Sjálf er ég þakklát fyrir það traust sem ákveðinn hópur hluthafa hefur sýnt mér, en að sama skapi ánægð með þann ávinning sem hluthafar hafa notið, stórir sem smáir, einkafjárfestar og sjóðir.“ Svanhildur hætti sem stjórnarformaður VÍS í fyrra í kjölfar þess að embætti héraðssaksóknara tók til skoðunar kaup hjónanna, með öðrum fjárfestum, á hlutum í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Rannsóknin kom til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram. Hjónin voru aðaleigendur Skeljungs og P/F Magn fram til ársloka 2013 þegar félögin voru seld fyrir samtals tæplega átta milljarða til framtakssjóðs í stýringu Stefnis. Í árslok 2018 nam eigið fé fjárfestingafélags þeirra hjóna, K2B fjárfestingar, samtals rúmlega 3,6 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem eru næststærstu hluthafar Kviku banka, hafa bæst við hluthafahóp Arion banka eftir að þau keyptu í bankanum síðasta fimmtudag fyrir samtals um 820 milljónir króna. Viðskiptin voru gerð aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þau höfðu gengið frá sölu á öllum 7,25 prósenta hlut sínum í VÍS fyrir rúmlega 1.550 milljónir króna en Svanhildur situr í stjórn tryggingafélagsins. Svanhildur staðfestir kaupin í samtali við Markaðinn en félagið K2B fjárfestingar, sem er í eigu þeirra hjóna, keypti samtals 10,5 milljónir bréfa í Arion, sem jafngildir tæplega 0,6 prósenta hlut, og var vegið meðalverð tæplega 78 krónur á hlut. Fjárfestingin skilar þeim í hóp þrjátíu stærstu hluthafa Arion banka en einu einkafjárfestarnir sem eru umsvifameiri í eigendahópnum eru Hvalur, sem er að stærstum hluta í eigu Kristjáns Loftssonar og fjölskyldu, með 1,45 prósenta hlut, og fjárfestingafélagið Stoðir sem á nærri fimm prósenta hlut. Spurð um kaupin í Arion banka segir Svanhildur í samtali við Markaðinn að þau telji spennandi tíma fram undan á íslenskum fjármálamarkaði. „Gamlir vinnufélagar okkar, þeir Benedikt Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, eru teknir við stjórnartaumunum og við höfum mikla trú á þeim og samstarfsfólki þeirra í bankanum og teljum að þar liggi mikil tækifæri.“ Þau hjónin hafa jafnframt á síðustu árum verið á meðal stærstu hluthafa Kviku banka og er Guðmundur varaformaður stjórnar bankans. Samkvæmt heimildum Markaðarins var gert tilboð í allan ,75 prósenta hlut þeirra í Kviku síðastliðinn föstudag, daginn eftir viðskipti þeirra í VÍS og Arion banka, en því var hafnað. Miðað við núverandi hlutabréfaverð Kviku er sá hlutur metinn á um 1.350 milljónir króna en samkvæmt heimildum Markaðarins var tilboðið, sem gert var í hlutinn, umtalsvert undir markaðsverði bréfanna. Svanhildur segir að þau hafi engar ætlanir um annað en að halda þeim hlut í Kviku. „Fyrir því félagi fer gríðarlega sterkur hópur stjórnenda sem hefur náð framúrskarandi árangri.“ Spurð af hverju þau hafi ákveðið að losa um allan hlut sinn í VÍS, eftir að hafa komið fyrst inn í hluthafahópinn fyrir meira en fimm árum, segir Svanhildur að það hafi verið mat þeirra á þessari stundu að nú væri komið að öðrum að taka við. „Á undanförnum tveimur árum hefur VÍS náð framúrskarandi árangri, eftir að hafa um langt skeið þótt eftirbátur keppinauta sinna á íslenskum tryggingamarkaði. Tryggingareksturinn er farinn að standa undir sér, þrátt fyrir óvenju stór tjón, og hluthafar hafa á tímabilinu bæði notið góðs af aukinni hlutabréfaeftirspurn og kerfisbreytingum á borð við lækkun hlutafjár, svo fáein dæmi séu nefnd,“ útskýrir hún. Svanhildur segir alla sem komið hafa að rekstri félagsins geta verið stolta af þessum árangri. „Sérstaklega á það við um starfsfólk VÍS, sem gengur nú í takt og hefur unnið sigra sem áður þóttu næstum óraunhæfir. Sjálf er ég þakklát fyrir það traust sem ákveðinn hópur hluthafa hefur sýnt mér, en að sama skapi ánægð með þann ávinning sem hluthafar hafa notið, stórir sem smáir, einkafjárfestar og sjóðir.“ Svanhildur hætti sem stjórnarformaður VÍS í fyrra í kjölfar þess að embætti héraðssaksóknara tók til skoðunar kaup hjónanna, með öðrum fjárfestum, á hlutum í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Rannsóknin kom til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram. Hjónin voru aðaleigendur Skeljungs og P/F Magn fram til ársloka 2013 þegar félögin voru seld fyrir samtals tæplega átta milljarða til framtakssjóðs í stýringu Stefnis. Í árslok 2018 nam eigið fé fjárfestingafélags þeirra hjóna, K2B fjárfestingar, samtals rúmlega 3,6 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira