Andrés Ingi sat hjá við atkvæðagreiðslu um fjárlög Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 18:16 Andrés Ingi sagði sig úr VG í dag. Vísir/Vilhelm Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag.Sjá einnig: Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, var einn þeirra sem kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna og lýstu vonbrigðum sínum með þetta. „Sama sagan endurtekur sig. Enn eitt árið detta þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í skotgrafir gamaldags vinnubragða og fella þeir allar tillögur sem stjórnarandstaðan leggur hér til,“ sagði Ágúst Ólafur. „Stóð ekki til að innleiða hér ný vinnubrögð og stóð ekki til að valdefla Alþingi? Átti það bara við þingflokksherbergin hérna niðri í gömlu byggingunni?“ bætti hann við og vísaði þar til þingflokksherbergja stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann sagði þingflokk Samfylkingarinnar vera eina flokkinn sem ekki tekið undir eina einustu tillögu ríkisstjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan fer hér meira og minna upp til þess að afþakka að vera með stjórnarandstöðunni í mun meira mæli heldur en að fara í atkvæðaskýringar gegn tillögum ríkisstjórnarflokkanna sem segir mér líka að tillögur ríkisstjórnarinnar og meiri hluta fjárlaganefndar eru skynsamlegar og góðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þessu mótmælti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með köllum úr sal og úr ræðupúlti þar sem hann kallaði eftir því að ráðherrann bæðist afsökunar á því að hafa farið rangt með staðreyndir. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinstri græn Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Fjárlög 2020 voru samþykkt á Alþingi nú rétt fyrir klukkan sex með 31 atkvæði þingmanna stjórnarflokkanna. Sjö greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en nítján sátu hjá, þeirra á meðal Andrés Ingi Jónsson, sem sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrr í dag.Sjá einnig: Samherjamálið rifjaði upp fyrir Andrési hvaðan Sjálfstæðisflokkurinn kemur Þingmennirnir Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Ingi Kristinsson, Halldóra Mogensen, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Sæmundsson greiddu atkvæði gegn frumvarpinu en aðrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Allar breytingatillögur minnihlutans voru felldar. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, var einn þeirra sem kvöddu sér hljóðs um atkvæðagreiðsluna og lýstu vonbrigðum sínum með þetta. „Sama sagan endurtekur sig. Enn eitt árið detta þingmenn Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í skotgrafir gamaldags vinnubragða og fella þeir allar tillögur sem stjórnarandstaðan leggur hér til,“ sagði Ágúst Ólafur. „Stóð ekki til að innleiða hér ný vinnubrögð og stóð ekki til að valdefla Alþingi? Átti það bara við þingflokksherbergin hérna niðri í gömlu byggingunni?“ bætti hann við og vísaði þar til þingflokksherbergja stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, gerði einnig grein fyrir atkvæði sínu þar sem hann sagði þingflokk Samfylkingarinnar vera eina flokkinn sem ekki tekið undir eina einustu tillögu ríkisstjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan fer hér meira og minna upp til þess að afþakka að vera með stjórnarandstöðunni í mun meira mæli heldur en að fara í atkvæðaskýringar gegn tillögum ríkisstjórnarflokkanna sem segir mér líka að tillögur ríkisstjórnarinnar og meiri hluta fjárlaganefndar eru skynsamlegar og góðar,“ sagði Sigurður Ingi. Þessu mótmælti Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, með köllum úr sal og úr ræðupúlti þar sem hann kallaði eftir því að ráðherrann bæðist afsökunar á því að hafa farið rangt með staðreyndir.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Vinstri græn Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira