Skila kolefnunum aftur í jarðveginn Kristlín Dís Ingilínardóttir skrifar 29. nóvember 2019 07:00 Björk Brynjarsdóttir boðar nýja strauma í úrvinnslu lífræns úrgangs. Fréttablaðið/Anton Brink Umhverfismál Björk Brynjarsdóttir, einn af stofnendum Jarðgerðarfélagsins, hefur staðið í ströngu síðustu mánuði við að kynna og kenna jarðgerðaraðferð sem nefnist Bokashi. „Þetta er frekar auðveld og notendavæn leið til að minnka kolefnissporið heiman frá,“ segir Björk í samtali við Fréttablaðið. Aðferðin er þó ekki aðeins þægileg fyrir notendur heldur einnig ein umhverfisvænasta leiðin til að farga úrgangi. Það sem aðgreinir Bokashi frá öðrum aðferðum er sjálfbærnin að mati Bjarkar. Lífrænn úrgangur verður ekki að metangasi, líkt og í landfyllingum, og þar sem úrgangurinn er gerjaður við loftfirrtar aðstæður leysir úrgangurinn hvorki kolefni né nitur út í andrúmsloftið líkt og gerist í hefðbundinni moltugerð. Skref fyrir skref er ferlið nokkuð einfalt. „Fyrst er lífrænn úrgangur settur í Bokashi-tunnu og við hann er blandað örveruklíði. Eftir tvær vikur er úrgangurinn gerjaður og honum blandað við venjulega mold. Tveimur vikum seinna er síðan orðin til kolefnisrík mold sem hægt er að nýta,“ segir Björk og bætir við að leifar af mat geti enn þá sést. „Sem er allt í lagi því að plöntunum okkar er alveg sama þó þær nýti næringarefni úr einhverju sem lítur smá út eins og banani.“Drulla af guðs náð Daglega fer mikið af kolefnum úr moldinni út í andrúmsloftið. „Þess vegna er alger snilld að það sé hægt að skila kolefnunum aftur í jarðveginn. Í staðinn fyrir að losunin fari beint út í loftið fer hún aftur til síns heima,“ segir Björk hreykin. „Það gleymist oft að þrátt fyrir að okkur finnist jarðvegur bara vera drullan undir fótum okkar þá er hún þriðji stærsti kolefnistankur jarðarinnar.“ Grjótið og hafið eiga fyrstu tvö sætin. „Sjórinn tekur við rosalega miklu af kolefnum úr andrúmsloftinu sem veldur því að hann er að súrna, sem við viljum ekki.“ Annað er uppi á teningnum hjá moldinni. „Við viljum hafa kolefnin í moldinni okkar, það er bara alveg frábært og líka moldinni sjálfri fyrir bestu.“ Í urðunaraðferðum dagsins í dag er hins vegar ekki lögð mikil áhersla á að halda kolefnum í jarðveginum.Áþreifanleg áhrif Björk kynntist Bokashi-aðferðinni í Danmörku og sá strax tækifæri til að kynna landi og þjóð tæknina. „Mig langaði til að hvetja fólk til að taka til hendinni heima hjá sér.“ Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu séu sífellt fleiri tilbúnir að innleiða umhverfisvæna valkosti í sitt daglega líf. „Fólk hefur tekið mjög vel í þetta og það hefur myndast lítið samfélag í Facebook-hóp Jarðgerðarfélaga þar sem meðlimir spyrja spurninga og deila reynslusögum af úrganginum sínum.“ Nú hyggst Jarðgerðarfélagið færa út kvíarnar og hefur hafið samstarf við Sorpstöðina Strönd í Rangárvallasýslu. „Þau eru að vinna að því að endurskoða endurvinnslu í sveitarfélaginu og byrjuðu núna í júlí að sérsafna lífrænum úrgangi frá öllum heimilum í umdæminu.“ Árið 2020 mun Jarðgerðarfélagið svo gerja úrganginn með téðri aðferð og nýta hann svo í landgræðslu á svæðinu. „Það verður mjög spennandi að sjá hvort þessi frumraun skili sér í þeim umhverfisáhrifum sem við búumst við.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Sjá meira
Umhverfismál Björk Brynjarsdóttir, einn af stofnendum Jarðgerðarfélagsins, hefur staðið í ströngu síðustu mánuði við að kynna og kenna jarðgerðaraðferð sem nefnist Bokashi. „Þetta er frekar auðveld og notendavæn leið til að minnka kolefnissporið heiman frá,“ segir Björk í samtali við Fréttablaðið. Aðferðin er þó ekki aðeins þægileg fyrir notendur heldur einnig ein umhverfisvænasta leiðin til að farga úrgangi. Það sem aðgreinir Bokashi frá öðrum aðferðum er sjálfbærnin að mati Bjarkar. Lífrænn úrgangur verður ekki að metangasi, líkt og í landfyllingum, og þar sem úrgangurinn er gerjaður við loftfirrtar aðstæður leysir úrgangurinn hvorki kolefni né nitur út í andrúmsloftið líkt og gerist í hefðbundinni moltugerð. Skref fyrir skref er ferlið nokkuð einfalt. „Fyrst er lífrænn úrgangur settur í Bokashi-tunnu og við hann er blandað örveruklíði. Eftir tvær vikur er úrgangurinn gerjaður og honum blandað við venjulega mold. Tveimur vikum seinna er síðan orðin til kolefnisrík mold sem hægt er að nýta,“ segir Björk og bætir við að leifar af mat geti enn þá sést. „Sem er allt í lagi því að plöntunum okkar er alveg sama þó þær nýti næringarefni úr einhverju sem lítur smá út eins og banani.“Drulla af guðs náð Daglega fer mikið af kolefnum úr moldinni út í andrúmsloftið. „Þess vegna er alger snilld að það sé hægt að skila kolefnunum aftur í jarðveginn. Í staðinn fyrir að losunin fari beint út í loftið fer hún aftur til síns heima,“ segir Björk hreykin. „Það gleymist oft að þrátt fyrir að okkur finnist jarðvegur bara vera drullan undir fótum okkar þá er hún þriðji stærsti kolefnistankur jarðarinnar.“ Grjótið og hafið eiga fyrstu tvö sætin. „Sjórinn tekur við rosalega miklu af kolefnum úr andrúmsloftinu sem veldur því að hann er að súrna, sem við viljum ekki.“ Annað er uppi á teningnum hjá moldinni. „Við viljum hafa kolefnin í moldinni okkar, það er bara alveg frábært og líka moldinni sjálfri fyrir bestu.“ Í urðunaraðferðum dagsins í dag er hins vegar ekki lögð mikil áhersla á að halda kolefnum í jarðveginum.Áþreifanleg áhrif Björk kynntist Bokashi-aðferðinni í Danmörku og sá strax tækifæri til að kynna landi og þjóð tæknina. „Mig langaði til að hvetja fólk til að taka til hendinni heima hjá sér.“ Í kjölfar vitundarvakningar í samfélaginu séu sífellt fleiri tilbúnir að innleiða umhverfisvæna valkosti í sitt daglega líf. „Fólk hefur tekið mjög vel í þetta og það hefur myndast lítið samfélag í Facebook-hóp Jarðgerðarfélaga þar sem meðlimir spyrja spurninga og deila reynslusögum af úrganginum sínum.“ Nú hyggst Jarðgerðarfélagið færa út kvíarnar og hefur hafið samstarf við Sorpstöðina Strönd í Rangárvallasýslu. „Þau eru að vinna að því að endurskoða endurvinnslu í sveitarfélaginu og byrjuðu núna í júlí að sérsafna lífrænum úrgangi frá öllum heimilum í umdæminu.“ Árið 2020 mun Jarðgerðarfélagið svo gerja úrganginn með téðri aðferð og nýta hann svo í landgræðslu á svæðinu. „Það verður mjög spennandi að sjá hvort þessi frumraun skili sér í þeim umhverfisáhrifum sem við búumst við.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Sjá meira