Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Drífa Snædal skrifar 29. nóvember 2019 08:45 Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. Átökin voru ekki hefðbundin kjaradeila heldur fjölluðu um grundvallarmál. Pósturinn var nefninlega gerður að ohf. fyrirtæki í opinberri eigu eins og margar aðrar opinberar stofnanir á tímum markaðsvæðingar. Svo voru stofnuð dótturfélög og starfsfólk sem var ráðið þar inn var undir öðrum kjarasamningum en fólk starfandi hjá Póstinum sjálfum. Deilan núna stóð sem sagt um það á hvaða kjörum og samningum fólk sem starfar hjá Póstinum og dótturfyrirtækjum hans ætti að vera. Stjórnvöld voru þannig komin í undirboð í kjörum með stofnun undirfyrirtækja. Það er ágætt að hafa þetta í huga nú þegar RÚV ætlar að stofna dótturfyrirtæki og endurskipulagning ISAVIA stendur fyrir dyrum. Afleiðingin af markaðsvæðingu ríkisfyrirtækja er sjaldnast til hagsbóta fyrir launafólk sem hjá þeim starfa. Þetta geta starfsmenn fríhafnarinnar á Finnlandsflugvelli staðfest en eftir að mjólkurkýrin var seld eru starfsmennirnir í ráðningarsambandi við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem er slétt sama um laun og líðan starfsfólks. Þetta og margt annað var til umræðu þegar formenn úr Norrænu verkalýðshreyfingunni hittust í vikunni. Mikið var rætt um hugmyndir Evrópusambandsins um tilskipun um lágmarkslaun sem gengur þvert á hefðir í Norður Evrópu þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör. Þá er einnig rætt um harðari skilyrði fyrir opinberum innkaupum, að þau séu alltaf háð því að varan og þjónustan sé búin til við góð skilyrði og þar sem kjarasamningar eru í gildi. Norrænir vinir okkar mæta til Íslands á vormánuðum og við munum þá kynna fyrir þeim árangurinn af styttingu vinnuvikunnar en við treystum því að þá verði búið að klára samningana á opinbera markaðnum. Það er ágætt að minna sig á að starfsfólk hjá hinu opinbera, bæði innan ASÍ og BSRB, hafa verið með lausa samninga í átta mánuði. Staðan er orðin miklu meira en óþolandi. Njótið helgarinnar, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. Átökin voru ekki hefðbundin kjaradeila heldur fjölluðu um grundvallarmál. Pósturinn var nefninlega gerður að ohf. fyrirtæki í opinberri eigu eins og margar aðrar opinberar stofnanir á tímum markaðsvæðingar. Svo voru stofnuð dótturfélög og starfsfólk sem var ráðið þar inn var undir öðrum kjarasamningum en fólk starfandi hjá Póstinum sjálfum. Deilan núna stóð sem sagt um það á hvaða kjörum og samningum fólk sem starfar hjá Póstinum og dótturfyrirtækjum hans ætti að vera. Stjórnvöld voru þannig komin í undirboð í kjörum með stofnun undirfyrirtækja. Það er ágætt að hafa þetta í huga nú þegar RÚV ætlar að stofna dótturfyrirtæki og endurskipulagning ISAVIA stendur fyrir dyrum. Afleiðingin af markaðsvæðingu ríkisfyrirtækja er sjaldnast til hagsbóta fyrir launafólk sem hjá þeim starfa. Þetta geta starfsmenn fríhafnarinnar á Finnlandsflugvelli staðfest en eftir að mjólkurkýrin var seld eru starfsmennirnir í ráðningarsambandi við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem er slétt sama um laun og líðan starfsfólks. Þetta og margt annað var til umræðu þegar formenn úr Norrænu verkalýðshreyfingunni hittust í vikunni. Mikið var rætt um hugmyndir Evrópusambandsins um tilskipun um lágmarkslaun sem gengur þvert á hefðir í Norður Evrópu þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör. Þá er einnig rætt um harðari skilyrði fyrir opinberum innkaupum, að þau séu alltaf háð því að varan og þjónustan sé búin til við góð skilyrði og þar sem kjarasamningar eru í gildi. Norrænir vinir okkar mæta til Íslands á vormánuðum og við munum þá kynna fyrir þeim árangurinn af styttingu vinnuvikunnar en við treystum því að þá verði búið að klára samningana á opinbera markaðnum. Það er ágætt að minna sig á að starfsfólk hjá hinu opinbera, bæði innan ASÍ og BSRB, hafa verið með lausa samninga í átta mánuði. Staðan er orðin miklu meira en óþolandi. Njótið helgarinnar, Drífa
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun