Komnir út á opið Atlantshafið þegar við siglum úr höfninni Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2019 22:16 Kári Borgar Ásgrímsson smábátasjómaður við löndun á Borgarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. Þessu kynntust okkar menn á ferð um Borgarfjörð eystri á dögunum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þeir nálgast tuginn, smábátarnir sem róa frá Borgarfirði eystra og þar eru þeir grunnstoð atvinnulífsins. Kári Borgar Ásgrímsson smábátasjómaður var við löndun ásamt dóttur sinni, Steinunni:Horft yfir höfnina á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það hefur reyndar ekkert verið neitt spennandi á línu núna í haust. Búnir að vera togarar hérna, allt of mikið af þeim. Jú, það er stutt á miðin hérna og ljómandi þægilegt að róa. En við erum líka komnir út á opið Atlantshafið þegar við komum út úr höfninni,“ segir Kári. Meginhluti afla bátanna fer til vinnslu í fiskverkun Kalla Sveins, sem er stærsta fyrirtæki byggðarinnar, með tíu til tólf starfsmenn yfir veturinn.Karl Sveinsson, útgerðarmaður og fiskverkandi á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er erfitt að reka fiskverkun með svona ótryggu hráefni, eins og trillufiskur er. Því að eins og til dæmis hefur verið núna í haust, þá getur þetta verið alveg hálfur mánuður án þess að bátarnir komist á sjó, og þá er náttúrlega erfitt að vera með vinnslu,“ segir Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði. „Enda er vinnslan náttúrlega mjög lítil hjá okkur. Við erum að verka harðfisk og hákarl og dunda svona eitthvað í brælum á milli, sko. Svo reyndar erum við með verkun svolítið í saltfisk og flök fyrir mötuneyti og einstakinga,“ segir Karl.Hákarlinn skorinn í bita í Fiskverkun Kalla Sveins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Höfnin við Hafnarhólma þykir einhver sú fegursta á landinu. En er hún að sama skapi góð?Dóttirin Steinunn Káradóttir rær með föður sínum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég hélt lengi vel að þetta væri ekkert sérstök höfn þangað til að maður sér lætin í höfnum á Suðurnesjunum. Ég hef aldrei séð eins læti hér eins og það getur orðið þar sumsstaðar. En auðvitað bindum við vel í verstu veðrum,“ segir trillukarlinn Kári Borgar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. Þessu kynntust okkar menn á ferð um Borgarfjörð eystri á dögunum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þeir nálgast tuginn, smábátarnir sem róa frá Borgarfirði eystra og þar eru þeir grunnstoð atvinnulífsins. Kári Borgar Ásgrímsson smábátasjómaður var við löndun ásamt dóttur sinni, Steinunni:Horft yfir höfnina á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það hefur reyndar ekkert verið neitt spennandi á línu núna í haust. Búnir að vera togarar hérna, allt of mikið af þeim. Jú, það er stutt á miðin hérna og ljómandi þægilegt að róa. En við erum líka komnir út á opið Atlantshafið þegar við komum út úr höfninni,“ segir Kári. Meginhluti afla bátanna fer til vinnslu í fiskverkun Kalla Sveins, sem er stærsta fyrirtæki byggðarinnar, með tíu til tólf starfsmenn yfir veturinn.Karl Sveinsson, útgerðarmaður og fiskverkandi á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er erfitt að reka fiskverkun með svona ótryggu hráefni, eins og trillufiskur er. Því að eins og til dæmis hefur verið núna í haust, þá getur þetta verið alveg hálfur mánuður án þess að bátarnir komist á sjó, og þá er náttúrlega erfitt að vera með vinnslu,“ segir Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði. „Enda er vinnslan náttúrlega mjög lítil hjá okkur. Við erum að verka harðfisk og hákarl og dunda svona eitthvað í brælum á milli, sko. Svo reyndar erum við með verkun svolítið í saltfisk og flök fyrir mötuneyti og einstakinga,“ segir Karl.Hákarlinn skorinn í bita í Fiskverkun Kalla Sveins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Höfnin við Hafnarhólma þykir einhver sú fegursta á landinu. En er hún að sama skapi góð?Dóttirin Steinunn Káradóttir rær með föður sínum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég hélt lengi vel að þetta væri ekkert sérstök höfn þangað til að maður sér lætin í höfnum á Suðurnesjunum. Ég hef aldrei séð eins læti hér eins og það getur orðið þar sumsstaðar. En auðvitað bindum við vel í verstu veðrum,“ segir trillukarlinn Kári Borgar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43