Komnir út á opið Atlantshafið þegar við siglum úr höfninni Kristján Már Unnarsson skrifar 29. nóvember 2019 22:16 Kári Borgar Ásgrímsson smábátasjómaður við löndun á Borgarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. Þessu kynntust okkar menn á ferð um Borgarfjörð eystri á dögunum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þeir nálgast tuginn, smábátarnir sem róa frá Borgarfirði eystra og þar eru þeir grunnstoð atvinnulífsins. Kári Borgar Ásgrímsson smábátasjómaður var við löndun ásamt dóttur sinni, Steinunni:Horft yfir höfnina á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það hefur reyndar ekkert verið neitt spennandi á línu núna í haust. Búnir að vera togarar hérna, allt of mikið af þeim. Jú, það er stutt á miðin hérna og ljómandi þægilegt að róa. En við erum líka komnir út á opið Atlantshafið þegar við komum út úr höfninni,“ segir Kári. Meginhluti afla bátanna fer til vinnslu í fiskverkun Kalla Sveins, sem er stærsta fyrirtæki byggðarinnar, með tíu til tólf starfsmenn yfir veturinn.Karl Sveinsson, útgerðarmaður og fiskverkandi á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er erfitt að reka fiskverkun með svona ótryggu hráefni, eins og trillufiskur er. Því að eins og til dæmis hefur verið núna í haust, þá getur þetta verið alveg hálfur mánuður án þess að bátarnir komist á sjó, og þá er náttúrlega erfitt að vera með vinnslu,“ segir Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði. „Enda er vinnslan náttúrlega mjög lítil hjá okkur. Við erum að verka harðfisk og hákarl og dunda svona eitthvað í brælum á milli, sko. Svo reyndar erum við með verkun svolítið í saltfisk og flök fyrir mötuneyti og einstakinga,“ segir Karl.Hákarlinn skorinn í bita í Fiskverkun Kalla Sveins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Höfnin við Hafnarhólma þykir einhver sú fegursta á landinu. En er hún að sama skapi góð?Dóttirin Steinunn Káradóttir rær með föður sínum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég hélt lengi vel að þetta væri ekkert sérstök höfn þangað til að maður sér lætin í höfnum á Suðurnesjunum. Ég hef aldrei séð eins læti hér eins og það getur orðið þar sumsstaðar. En auðvitað bindum við vel í verstu veðrum,“ segir trillukarlinn Kári Borgar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Byggðir og fiskvinnsluhús sem treysta á útgerð smábáta finna fyrir hráefnisskorti þegar kemur fram á vetur en oft líður langur tími milli þess að bátarnir komist á sjó. Þessu kynntust okkar menn á ferð um Borgarfjörð eystri á dögunum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Þeir nálgast tuginn, smábátarnir sem róa frá Borgarfirði eystra og þar eru þeir grunnstoð atvinnulífsins. Kári Borgar Ásgrímsson smábátasjómaður var við löndun ásamt dóttur sinni, Steinunni:Horft yfir höfnina á Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það hefur reyndar ekkert verið neitt spennandi á línu núna í haust. Búnir að vera togarar hérna, allt of mikið af þeim. Jú, það er stutt á miðin hérna og ljómandi þægilegt að róa. En við erum líka komnir út á opið Atlantshafið þegar við komum út úr höfninni,“ segir Kári. Meginhluti afla bátanna fer til vinnslu í fiskverkun Kalla Sveins, sem er stærsta fyrirtæki byggðarinnar, með tíu til tólf starfsmenn yfir veturinn.Karl Sveinsson, útgerðarmaður og fiskverkandi á Borgarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er erfitt að reka fiskverkun með svona ótryggu hráefni, eins og trillufiskur er. Því að eins og til dæmis hefur verið núna í haust, þá getur þetta verið alveg hálfur mánuður án þess að bátarnir komist á sjó, og þá er náttúrlega erfitt að vera með vinnslu,“ segir Karl Sveinsson, fiskverkandi á Borgarfirði. „Enda er vinnslan náttúrlega mjög lítil hjá okkur. Við erum að verka harðfisk og hákarl og dunda svona eitthvað í brælum á milli, sko. Svo reyndar erum við með verkun svolítið í saltfisk og flök fyrir mötuneyti og einstakinga,“ segir Karl.Hákarlinn skorinn í bita í Fiskverkun Kalla Sveins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Höfnin við Hafnarhólma þykir einhver sú fegursta á landinu. En er hún að sama skapi góð?Dóttirin Steinunn Káradóttir rær með föður sínum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég hélt lengi vel að þetta væri ekkert sérstök höfn þangað til að maður sér lætin í höfnum á Suðurnesjunum. Ég hef aldrei séð eins læti hér eins og það getur orðið þar sumsstaðar. En auðvitað bindum við vel í verstu veðrum,“ segir trillukarlinn Kári Borgar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Sjávarútvegur Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43