Skúli ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots Sylvía Hall skrifar 13. nóvember 2019 21:39 Skúli Gunnar Sigfússon hefur verið ákærður fyrir millifærslur í aðdraganda gjaldþrots félagsins EK1923. vísir/gva Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is sem hefur ákæruna undir höndum. Í ákærunni segir að millifærslurnar hafi verið til þess fallnar að rýra efnahags félagsins í aðdraganda gjaldþrotsins. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, eru einnig ákærðir. Millifærslurnar sem um ræðir eru tvær ásamt framsali á kröfu. Önnur millifærslan var millifærð á reikning Sjöstjörnunnar í mars árið 2016 og hljóðaði upp á 21,3 milljónir. Skúli og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, eru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu látið millifæra upphæðina. Krafan sem um ræðir var á hendur ríkinu vegna úthlutunar á tollkvóta. Krafan var framseld til Stjörnunnar og hljóðaði heildarupphæð hennar upp á 24,6 milljónir króna, auk vaxta. Framsalið var undirritað bæði af Skúla og Guðmundi Sigurðssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjörnunnar, en í ákærunni segir að ekkert endurgjald hafi komið fyrir en að ríkið hafi fallist á hluta kröfunnar, 14,7 milljónir. Þá snýr einn ákæruliðanna að greiðslum frá félaginu EK1923 til tveggja erlendra birgja sem Guðmundur Hjaltason hafi gefið þáverandi prókúruhafa fyrirmæli um fyrir hönd Skúla. Greiðslurnar fóru fram þann 11. ágúst 2016. Eiga millifærslurnar og framsalið að hafa átt sér stað frá janúar árið 2016 og fram í ágúst sama ár en krafa um gjaldþrotaskipti var gerð þann 9. maí 2016. Var félagið síðar úrskurðað gjaldþrota þann 7. september árið 2016. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband í kvöld þar sem hann taldi ekki vera búið að birta ákæruna. Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. 6. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært Skúla Gunnar Sigfússon, sem betur er þekktur sem Skúli í Subway, fyrir millifærslur af bankareikningum félagsins EK1923 ehf. í aðdraganda gjaldþrots félagsins. Þetta kemur fram á vef mbl.is sem hefur ákæruna undir höndum. Í ákærunni segir að millifærslurnar hafi verið til þess fallnar að rýra efnahags félagsins í aðdraganda gjaldþrotsins. Fyrrverandi framkvæmdastjórar félaga í eigu Skúla, þeir Guðmundur Hjaltason og Guðmundur Sigurðsson, eru einnig ákærðir. Millifærslurnar sem um ræðir eru tvær ásamt framsali á kröfu. Önnur millifærslan var millifærð á reikning Sjöstjörnunnar í mars árið 2016 og hljóðaði upp á 21,3 milljónir. Skúli og Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, eru ákærðir fyrir að hafa í sameiningu látið millifæra upphæðina. Krafan sem um ræðir var á hendur ríkinu vegna úthlutunar á tollkvóta. Krafan var framseld til Stjörnunnar og hljóðaði heildarupphæð hennar upp á 24,6 milljónir króna, auk vaxta. Framsalið var undirritað bæði af Skúla og Guðmundi Sigurðssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjörnunnar, en í ákærunni segir að ekkert endurgjald hafi komið fyrir en að ríkið hafi fallist á hluta kröfunnar, 14,7 milljónir. Þá snýr einn ákæruliðanna að greiðslum frá félaginu EK1923 til tveggja erlendra birgja sem Guðmundur Hjaltason hafi gefið þáverandi prókúruhafa fyrirmæli um fyrir hönd Skúla. Greiðslurnar fóru fram þann 11. ágúst 2016. Eiga millifærslurnar og framsalið að hafa átt sér stað frá janúar árið 2016 og fram í ágúst sama ár en krafa um gjaldþrotaskipti var gerð þann 9. maí 2016. Var félagið síðar úrskurðað gjaldþrota þann 7. september árið 2016. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari gat ekki tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband í kvöld þar sem hann taldi ekki vera búið að birta ákæruna.
Dómsmál Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. 6. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir. 6. febrúar 2019 06:00