Birkir: Mér finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 13:30 Birkir Bjarnason í leik á móti Frökkum í París. Getty/Jeroen Meuwsen Birkir Bjarnason er spenntur fyrir því að spila í hávaðanum í Türk Telekom Arena í Istanbul í kvöld. Hann er einn af mörgum leikmönnum íslenska liðsins sem líta á það sem jákvæða upplifun að takast á við æsta og blóðheita stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins. „Við erum búnir að spila þarna tvisvar áður, það er í Tyrklandi, og það hefur alltaf verið mjög mikill hávaði en það er mjög gaman að spila svona leiki. Ég held að flest allir hlakki til. Mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki en aðra. Ég held líka að flestir séu á þeirri skoðun,“ sagði Birkir Bjarnason. Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á móti Tyrkjum undanfarin ár eða á þeim tíma sem þessi gullkynslóð hefur spilað saman í landsliðinu. Af hverju gengur svona vel á móti Tyrkjum? „Það er erfitt að segja. Við þekkjum þá mjög vel og það hentar þeim ekki vel hvernig við spilum. Ef við náðum að gera það sama og spila okkar leik þá held ég að möguleikarnir séu góðir,“ sagði Birkir en hvað með möguleikana á að fara áfram? „Það þarf rosalega mikið að gerast. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo getur allt gerst ef Tyrkland fer á gervigrasið í Andorra því þá getur margt gerst. Við förum í þann leik og ætlum og þurfum að vinna þennan leik. Ég held að flestir í liðinu séu mjög tilbúnir í þetta og við erum bara bjartsýnir,“ sagði Birkir. Birkir Bjarnason fær væntanlega það hlutverk að spila inn á miðjunni í stöðu Arons Einars Gunnarssonar. „Ég hef spilað þessa stöðu oft áður og spila hana með félagsliði. Við sjáum bara til hvar ég spila en ég spila bara þar sem er þörf fyrir mig,“ sagði Birkir. Hann kvartar ekki yfir litlum tíma sem landsliðið fékk fyrir þennan mikilvæga leik við Tyrki. „Við erum búnir að hafa tíu ár saman og ég held að undirbúningur upp á einn plús eða einn mínus dag skipti voðalega litlu máli fyrir okkur. Við þekkjum hvern annan inn og út og vitum alveg hvað þarf til að vinna svona leiki sem við höfum gert oft áður. Ég held að það ætti ekkert að trufla okkur,“ sagði Birkir. EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Birkir Bjarnason er spenntur fyrir því að spila í hávaðanum í Türk Telekom Arena í Istanbul í kvöld. Hann er einn af mörgum leikmönnum íslenska liðsins sem líta á það sem jákvæða upplifun að takast á við æsta og blóðheita stuðningsmenn tyrkneska landsliðsins. „Við erum búnir að spila þarna tvisvar áður, það er í Tyrklandi, og það hefur alltaf verið mjög mikill hávaði en það er mjög gaman að spila svona leiki. Ég held að flest allir hlakki til. Mér persónulega finnst miklu skemmtilegra að spila svona leiki en aðra. Ég held líka að flestir séu á þeirri skoðun,“ sagði Birkir Bjarnason. Ísland hefur unnið fjóra af fimm leikjum sínum á móti Tyrkjum undanfarin ár eða á þeim tíma sem þessi gullkynslóð hefur spilað saman í landsliðinu. Af hverju gengur svona vel á móti Tyrkjum? „Það er erfitt að segja. Við þekkjum þá mjög vel og það hentar þeim ekki vel hvernig við spilum. Ef við náðum að gera það sama og spila okkar leik þá held ég að möguleikarnir séu góðir,“ sagði Birkir en hvað með möguleikana á að fara áfram? „Það þarf rosalega mikið að gerast. Við þurfum að vinna okkar leiki og svo getur allt gerst ef Tyrkland fer á gervigrasið í Andorra því þá getur margt gerst. Við förum í þann leik og ætlum og þurfum að vinna þennan leik. Ég held að flestir í liðinu séu mjög tilbúnir í þetta og við erum bara bjartsýnir,“ sagði Birkir. Birkir Bjarnason fær væntanlega það hlutverk að spila inn á miðjunni í stöðu Arons Einars Gunnarssonar. „Ég hef spilað þessa stöðu oft áður og spila hana með félagsliði. Við sjáum bara til hvar ég spila en ég spila bara þar sem er þörf fyrir mig,“ sagði Birkir. Hann kvartar ekki yfir litlum tíma sem landsliðið fékk fyrir þennan mikilvæga leik við Tyrki. „Við erum búnir að hafa tíu ár saman og ég held að undirbúningur upp á einn plús eða einn mínus dag skipti voðalega litlu máli fyrir okkur. Við þekkjum hvern annan inn og út og vitum alveg hvað þarf til að vinna svona leiki sem við höfum gert oft áður. Ég held að það ætti ekkert að trufla okkur,“ sagði Birkir.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira