Jón Daði: Öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli Óskar Ófeigur Jónsson í Chisinau skrifar 17. nóvember 2019 13:00 Jón Daði Böðvarsson í leiknum á móti Tyrkjum. Getty/Matthew Ashton Ísland klárar undankeppni EM 2020 í kvöld með leik á móti Moldóvum. Moldóvar eru á botni riðilsins og hafa tapað átta af níu leikjum sínum en úrslitin í síðasta leik þeirra ætti að koma íslensku strákunum upp á tærnar. Jón Daði Böðvarsson kom á blaðamannafund í gær fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. „Þetta hefði mátt fara betur hjá okkur því hefðum getað byrjað með sigri í Tyrklandi. Sá leikur fór eins og hann fór og nú er það undir okkur komið að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. „Þetta voru gífurleg vonbrigði því við hefðum getað stolið þessu þarna. Að mínu mati hefðum við alveg getað unnið þennan leik en einhvern veginn þá datt þetta ekki fyrir okkur. Maður er bara vonsvikinn í einn dag en svo kemur bara nýr dagur og nú er nýtt verkefni fram undan,“ sagði Jón Daði. Það leit út fyrir að Jón Daði hefði átt að fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar hann datt í teignum eftir samskipti við varnarmann Tyrkja. „Þetta var víti allan daginn að mínu mati. Ég er ekki mikið fyrir það að láta mig detta eitthvað auðveldlega. Hann hélt utan um mig og ég var að reyna að koma mér í burtu þá finn ég fyrir því að hann teikar mig niður og ég dett við það. Ég held að dómarinn þorði ekki að dæma víti á þessari stundu sem er kannski skiljanlegt,“ sagði Jón Daði en hvað með mótherja kvöldsins, lið Moldóvu. „Sýnd veiði en ekki gefin. Þetta leiðinlega klysjulega svar en það er svo sannarlega satt. Þeir spiluðu nokkuð vel í síðasta leik á móti Frökkum þar sem þeir töpuðu einungis 2-1 á útivelli. Þeir stríddu þeim mjög mikið og við búumst við erfiðum leik en auðvitað setjum við þá kröfu á okkur sjálfa að vinna þennan leik,“ sagði Jón Daði en býst hann við því að yngri leikmenn fái tækifæri í kvöld nú þegar íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Það er aldrei að vita. Ég er bara leikmaður og fer bara eftir ákvörðun þjálfarans. Ég veit ekkert um hvernig liðið verður en ég geri mig bara klárann eins og ég sé að fara að byrja hvern einasta leik. Ég er bara spenntur fyrir þessu komandi verkefni,“ sagði Jón Daði. Moldóvska liðið sýndi miklar framfarir og mun betri leik á Stade de France í síðasta leik en í allri keppninni þar á undan. „Þeir eru kannski orðnir aðeins stöðugri núna og með skýrt kerfi sem þeir eru að spila. Þessi þjálfari hefur gert nokkuð vel með önnur lið áður. þetta er því aðeins öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli. Við búumst við hörkuleik,“ sagði Jón Daði. „Þeir vilja spila boltanum á milli sín og reyna það og að vera hugrakkir. Svo virðist líka ver að þeir séu orðnir stöðugri í varnarleiknum og það er erfiðara að brjóta þá á bak aftur. Þetta verður því erfiður leikur en það er tilhlökkun að reyna að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Ísland klárar undankeppni EM 2020 í kvöld með leik á móti Moldóvum. Moldóvar eru á botni riðilsins og hafa tapað átta af níu leikjum sínum en úrslitin í síðasta leik þeirra ætti að koma íslensku strákunum upp á tærnar. Jón Daði Böðvarsson kom á blaðamannafund í gær fyrir hönd leikmanna íslenska liðsins. „Þetta hefði mátt fara betur hjá okkur því hefðum getað byrjað með sigri í Tyrklandi. Sá leikur fór eins og hann fór og nú er það undir okkur komið að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. „Þetta voru gífurleg vonbrigði því við hefðum getað stolið þessu þarna. Að mínu mati hefðum við alveg getað unnið þennan leik en einhvern veginn þá datt þetta ekki fyrir okkur. Maður er bara vonsvikinn í einn dag en svo kemur bara nýr dagur og nú er nýtt verkefni fram undan,“ sagði Jón Daði. Það leit út fyrir að Jón Daði hefði átt að fá vítaspyrnu í seinni hálfleiknum þegar hann datt í teignum eftir samskipti við varnarmann Tyrkja. „Þetta var víti allan daginn að mínu mati. Ég er ekki mikið fyrir það að láta mig detta eitthvað auðveldlega. Hann hélt utan um mig og ég var að reyna að koma mér í burtu þá finn ég fyrir því að hann teikar mig niður og ég dett við það. Ég held að dómarinn þorði ekki að dæma víti á þessari stundu sem er kannski skiljanlegt,“ sagði Jón Daði en hvað með mótherja kvöldsins, lið Moldóvu. „Sýnd veiði en ekki gefin. Þetta leiðinlega klysjulega svar en það er svo sannarlega satt. Þeir spiluðu nokkuð vel í síðasta leik á móti Frökkum þar sem þeir töpuðu einungis 2-1 á útivelli. Þeir stríddu þeim mjög mikið og við búumst við erfiðum leik en auðvitað setjum við þá kröfu á okkur sjálfa að vinna þennan leik,“ sagði Jón Daði en býst hann við því að yngri leikmenn fái tækifæri í kvöld nú þegar íslenska liðið á ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. „Það er aldrei að vita. Ég er bara leikmaður og fer bara eftir ákvörðun þjálfarans. Ég veit ekkert um hvernig liðið verður en ég geri mig bara klárann eins og ég sé að fara að byrja hvern einasta leik. Ég er bara spenntur fyrir þessu komandi verkefni,“ sagði Jón Daði. Moldóvska liðið sýndi miklar framfarir og mun betri leik á Stade de France í síðasta leik en í allri keppninni þar á undan. „Þeir eru kannski orðnir aðeins stöðugri núna og með skýrt kerfi sem þeir eru að spila. Þessi þjálfari hefur gert nokkuð vel með önnur lið áður. þetta er því aðeins öðruvísi lið en var á Laugardalsvelli. Við búumst við hörkuleik,“ sagði Jón Daði. „Þeir vilja spila boltanum á milli sín og reyna það og að vera hugrakkir. Svo virðist líka ver að þeir séu orðnir stöðugri í varnarleiknum og það er erfiðara að brjóta þá á bak aftur. Þetta verður því erfiður leikur en það er tilhlökkun að reyna að klára þennan riðil með sæmd,“ sagði Jón Daði. Leikur Moldóvu og Íslands hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma eða klukkan 21.45 að staðartíma.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira