Hvað viltu skilja eftir? Friðrik Agni Árnason skrifar 20. nóvember 2019 10:00 Ég hef aldrei verið neitt rosalega mikill „gjafastrákur”. Frá því að ég man eftir mér, jólunum og afmælinu mínu, sem allt er á sama degi, þá man ég ekki eftir að hafa verið óstjórnlega spenntur fyrir gjöfum. Ekki þannig séð. Man eftir því að tala við samnemendur eftir jólin. Sumir að monta sig yfir nýjum sleða eða tölvu. Aðrir hundfúlir yfir einhverju sem þeir ekki fengu en höfðu beðið um. Ég tengdi einhvernveginn aldrei við þessi samtöl. Var eitthvað svo sáttur bara við það sem ég fékk. Nú hugsið þið kannski: Úff þvílíkur dýrðlingur sem hann telur sig vera. Ó nei nei. Ég er það ekki og mínir brestir leynast víðar eins og hjá öllum. Ég lýg hins vegar ekki þegar ég segi frá þessu. Ég þekki líka alveg aðra sem eru eins. Þegar ég er spurður um afmælis- eða jólaóskir þá einstaka sinnum hittir það á að ákveðinn hlutur eða upplifun sem er mér í huga en lang oftast segi ég bara: Gefðu mér bara eitthvað sem þig langar að gefa mér, eða ekki, kannski bara knús. Auðvitað finnst mér gaman að fá gjafir, lítinn glaðning en þá sérstaklega þegar ég á ekki von á því. Hver er tilgangurinn með jólunum? Það sem kveikir í mínum jólaanda eru æskuminningarnar sem tengjast ekki gjöfum heldur samverustundum með fjölskyldunni. Undirbúningurinn, skrautið, baksturinn, jólateiknimyndir, leikur í snjó, lesa jólakortin, ilmur af steik, kirkjuklukkur klukkan 18, þögn og eitthvað við aðfangadag sem var næstum heilagt í sjálfu sér en ég veit ekki hvað var. Í loftinu á einhverjum tímapunkti á aðfangadagskvöld færðist yfir heimilið einhver sameiginleg ró og hamingja. Það eru jólin. Heimurinn fer í yfirsnúning í neysluhyggjunni mánuðina fyrir jól að selja okkur hluti til að neyta og gefa öðrum til að neyta, henda, skipta og hugsanlega safna ryki í skáp. Ég mæli með að endurhugsa gjafaformið þetta árið. Ég myndi ekkert endilega segja fólki að gefa ekki efnislega hluti. Sérstaklega foreldrar sem t.d. vita af einhverjum ákveðnum hlut sem barni þeirra langar alveg ofboðslega mikið í. Það er ekkert að því og ég vil ekki að fólk taki þessum pistli þannig. En ég hugsa að við gætum öll haft gott af því að hugsa út fyrir rammann og stefnt að upplifunum og minningum og gjöfum sem gefa af sér áfram. Krökkum finnst alveg gaman að fá athygli og samverustund. Ég hef gefið frændastundir í jólagjöf sem bæði gáfu mér og guðbörnum mínum minningar og hamingju. Einungis það að gefa óskipta athygli til einhvers sem þér þykir vænt um er gjöf. Fyrir mitt leyti er það allavega stefnan í ár. T.d. er hægt að skoða til UNICEF og Sönnu gjöfunum sem þau bjóða upp á. Svo er hægt að leggja sína eigin hönd í gjafagerðina og því fylgir einhver auka kærleikur og persónulegheit. Það er svo margt sem við getum gert sem gefur svo mikið af sér og endist lengi. Minningarnar erfast og verða að hefðum. Gleymum ekki því sem við viljum skilja eftir okkur.Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei verið neitt rosalega mikill „gjafastrákur”. Frá því að ég man eftir mér, jólunum og afmælinu mínu, sem allt er á sama degi, þá man ég ekki eftir að hafa verið óstjórnlega spenntur fyrir gjöfum. Ekki þannig séð. Man eftir því að tala við samnemendur eftir jólin. Sumir að monta sig yfir nýjum sleða eða tölvu. Aðrir hundfúlir yfir einhverju sem þeir ekki fengu en höfðu beðið um. Ég tengdi einhvernveginn aldrei við þessi samtöl. Var eitthvað svo sáttur bara við það sem ég fékk. Nú hugsið þið kannski: Úff þvílíkur dýrðlingur sem hann telur sig vera. Ó nei nei. Ég er það ekki og mínir brestir leynast víðar eins og hjá öllum. Ég lýg hins vegar ekki þegar ég segi frá þessu. Ég þekki líka alveg aðra sem eru eins. Þegar ég er spurður um afmælis- eða jólaóskir þá einstaka sinnum hittir það á að ákveðinn hlutur eða upplifun sem er mér í huga en lang oftast segi ég bara: Gefðu mér bara eitthvað sem þig langar að gefa mér, eða ekki, kannski bara knús. Auðvitað finnst mér gaman að fá gjafir, lítinn glaðning en þá sérstaklega þegar ég á ekki von á því. Hver er tilgangurinn með jólunum? Það sem kveikir í mínum jólaanda eru æskuminningarnar sem tengjast ekki gjöfum heldur samverustundum með fjölskyldunni. Undirbúningurinn, skrautið, baksturinn, jólateiknimyndir, leikur í snjó, lesa jólakortin, ilmur af steik, kirkjuklukkur klukkan 18, þögn og eitthvað við aðfangadag sem var næstum heilagt í sjálfu sér en ég veit ekki hvað var. Í loftinu á einhverjum tímapunkti á aðfangadagskvöld færðist yfir heimilið einhver sameiginleg ró og hamingja. Það eru jólin. Heimurinn fer í yfirsnúning í neysluhyggjunni mánuðina fyrir jól að selja okkur hluti til að neyta og gefa öðrum til að neyta, henda, skipta og hugsanlega safna ryki í skáp. Ég mæli með að endurhugsa gjafaformið þetta árið. Ég myndi ekkert endilega segja fólki að gefa ekki efnislega hluti. Sérstaklega foreldrar sem t.d. vita af einhverjum ákveðnum hlut sem barni þeirra langar alveg ofboðslega mikið í. Það er ekkert að því og ég vil ekki að fólk taki þessum pistli þannig. En ég hugsa að við gætum öll haft gott af því að hugsa út fyrir rammann og stefnt að upplifunum og minningum og gjöfum sem gefa af sér áfram. Krökkum finnst alveg gaman að fá athygli og samverustund. Ég hef gefið frændastundir í jólagjöf sem bæði gáfu mér og guðbörnum mínum minningar og hamingju. Einungis það að gefa óskipta athygli til einhvers sem þér þykir vænt um er gjöf. Fyrir mitt leyti er það allavega stefnan í ár. T.d. er hægt að skoða til UNICEF og Sönnu gjöfunum sem þau bjóða upp á. Svo er hægt að leggja sína eigin hönd í gjafagerðina og því fylgir einhver auka kærleikur og persónulegheit. Það er svo margt sem við getum gert sem gefur svo mikið af sér og endist lengi. Minningarnar erfast og verða að hefðum. Gleymum ekki því sem við viljum skilja eftir okkur.Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun