Þurfa að loka flutningsleið sprengiefnisins Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2019 19:42 Til stendur að flytja sprengiefnið sem fannst í Njarðvík í dag til förgunar á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í kvöld og loka þarf flutningsleiðinni á meðan, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hafi fundist. Um 150 kíló af dýnamíti fundust í litlum gámi á iðnaðarsvæði verktaka í Njarðvík í morgun og voru íbúðarhús í næsta nágrenni rýmd vegna aðgerða sprengjusérfræðinga og lögreglu. Rýmingin er enn í gildi og er óvíst hvenær íbúum verður leyft að snúa til síns heima. Sérstökum vökva var úðað yfir sprengiefnið til að gera það óvirkt fyrir flutning. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að talið sé að sprengiefnið hafi verið í gámnum í allt að tíu til fimmtán ár. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn, sagði í fréttunum að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Til standi að flytja sprengiefnið með vörubifreið á varnarsvæðið í kvöld og að loka þurfi flutningsleiðinni á meðan. Í færslu á Facebook-síðu lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum kom fram íbúar megi búast við því að verða varir við sprengingar þegar efninu verður eytt í kvöld. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hefði skyndilega fundist í dag. Bæjaryfirvöld hafi fengið reglulegar upplýsingar um stöðuna í dag en engin hætta sé á ferðum fylgi fólk fyrirmælum yfirvalda. Ekki hafi reynst þörf á því að bjóða íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín húsaskjól þar sem þeir virðist hafa leitað til vina og ættingja. Reykjanesbær Tengdar fréttir Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Til stendur að flytja sprengiefnið sem fannst í Njarðvík í dag til förgunar á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í kvöld og loka þarf flutningsleiðinni á meðan, að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hafi fundist. Um 150 kíló af dýnamíti fundust í litlum gámi á iðnaðarsvæði verktaka í Njarðvík í morgun og voru íbúðarhús í næsta nágrenni rýmd vegna aðgerða sprengjusérfræðinga og lögreglu. Rýmingin er enn í gildi og er óvíst hvenær íbúum verður leyft að snúa til síns heima. Sérstökum vökva var úðað yfir sprengiefnið til að gera það óvirkt fyrir flutning. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að talið sé að sprengiefnið hafi verið í gámnum í allt að tíu til fimmtán ár. Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn, sagði í fréttunum að aldrei hafi verið hætta á ferðum. Til standi að flytja sprengiefnið með vörubifreið á varnarsvæðið í kvöld og að loka þurfi flutningsleiðinni á meðan. Í færslu á Facebook-síðu lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum kom fram íbúar megi búast við því að verða varir við sprengingar þegar efninu verður eytt í kvöld. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði sérstakt að svo mikið magn sprengiefnis sem enginn vissi um hefði skyndilega fundist í dag. Bæjaryfirvöld hafi fengið reglulegar upplýsingar um stöðuna í dag en engin hætta sé á ferðum fylgi fólk fyrirmælum yfirvalda. Ekki hafi reynst þörf á því að bjóða íbúum sem þurftu að yfirgefa heimili sín húsaskjól þar sem þeir virðist hafa leitað til vina og ættingja.
Reykjanesbær Tengdar fréttir Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00 Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Rýma svæði í Njarðvík vegna sprengjuhættu Lögreglan á Suðurnesjum þarf að grípa til rýmingaraðgerða vegna gamals sprengiefnis sem fannst í gámi á iðnaðarsvæði við íbúðarhverfi í Njarðvík. 1. nóvember 2019 15:00
Gerðu 150 kíló af dýnamíti óvirk Sprengiefnið sem fannst í Njarðvík verður flutt á varnarsvæðið í Keflavík og fargað síðar í kvöld. 1. nóvember 2019 17:47