Birta samskipti Ingibjargar og starfsmanns RÚV í aðdraganda húsleitarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 18:24 Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlit Seðlabankans ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands birti í gær minnisblað, sem innri endurskoðandi bankans tók saman að beiðni seðlabankastjóra um samskipti starfsmanna bankans við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitar hjá Samherja í mars 2012. Þar eru m.a. birtir tölvupóstar á milli Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, og starfsmanns Ríkisútvarpsins. Í minnisblaðinu, sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fjallaði um í síðustu viku en hefur ekki áður verið birt opinberlega, er m.a. fjallað um yfirferð á pósthólfi tiltekins starfsmanns. Starfsmaðurinn er ekki nafngreindur en komið hefur fram að þar sé um að ræða Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits SÍ.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliÍ minnisblaðinu er staðfest að við yfirferð afrits af tölvupósthólfi Ingibjargar hafi sést samskipti hennar við starfsmann Ríkisútvarpsins á tímabilinu 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, þar á meðal tölvupóstur sem gefur til kynna að Ríkisútvarpið hafi verið upplýst um fyrirhugaða húsleit degi áður en hún hófst. Þann 20. febrúar 2012 hafi starfsmaður Ríkisútvarpsins óskað eftir fundi vegna skoðunar Kastljóss á viðskiptum „tengdra aðila“ með sjávarafurðir, í bréfinu. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Í tölvupóstinum er jafnframt greint frá því að Kastljós hafi í höndum gögn sem þau vilji sýna gjaldeyriseftirlitinu. „Sá fundur er haldinn þann 21.02.2012. Ekki er tilgreint í gögnum gjaldeyriseftirlitsins hverjir sátu fundinn auk [nafn umrædds starfsmanns] og starfsmanns Ríkisútvarpsins. Fram kemur að farið er yfir upplýsingar starfsmanns Ríkisútvarpsins er varða og að hann afhendir gögn sem vistuð eru í sérstakri möppu á vinnusvæði gjaldeyriseftirlitsins,“ segir í minnisblaðinu.Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, og Samherjastarfsmenn mæta á fund í Seðlabankanum í fyrra.Vísir/vilhelmÞann 26. mars kl. 11:00, að undangengnum tölvupóstssamskiptum frá því í febrúar, sendir starfsmaður Ríkisútvarpsins póst með efnisatriðinu Textinn til Ingibjargar. Þar segir:Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu [nafn útmáð] fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum [nafn útmáð] í Reykjavík og á Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara. Gera má ráð fyrir því að rannsóknin beinist nú að öllum útflutningi [nafn útmáð] síðustu misserin og einnig skilum fyrirtækisins á gjaldeyri til landsins. Rannsókn málsins er sú umfangsmesta í sögu gjaldeyriseftirlitsins.Klukkan 11:33 sama dag sendi Ingibjörg póst á starfsmann Ríkisútvarpsins með textanum Ertu við? Sem hann svaraði játandi klukkan 11:37. Pósturinn með efnisatriðinu Textinn var í kjölfarið framsendur til starfsmanns Ríkisútvarpsins klukkan 12:09. Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitarinnar til lögreglu, þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Málið er nú á borði lögreglustjórans á Vestfjörðum. Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Tengdar fréttir Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02 Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. 28. október 2019 19:04 Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Seðlabanki Íslands birti í gær minnisblað, sem innri endurskoðandi bankans tók saman að beiðni seðlabankastjóra um samskipti starfsmanna bankans við Ríkisútvarpið í aðdraganda húsleitar hjá Samherja í mars 2012. Þar eru m.a. birtir tölvupóstar á milli Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits Seðlabankans, og starfsmanns Ríkisútvarpsins. Í minnisblaðinu, sem fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fjallaði um í síðustu viku en hefur ekki áður verið birt opinberlega, er m.a. fjallað um yfirferð á pósthólfi tiltekins starfsmanns. Starfsmaðurinn er ekki nafngreindur en komið hefur fram að þar sé um að ræða Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits SÍ.Ingibjörg Guðbjartsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins, og fréttamaður RÚV, voru í samskiptum í rúman mánuð fyrir húsleitinaFréttablaðið/ValliÍ minnisblaðinu er staðfest að við yfirferð afrits af tölvupósthólfi Ingibjargar hafi sést samskipti hennar við starfsmann Ríkisútvarpsins á tímabilinu 20. febrúar 2012 til 26. mars 2012, þar á meðal tölvupóstur sem gefur til kynna að Ríkisútvarpið hafi verið upplýst um fyrirhugaða húsleit degi áður en hún hófst. Þann 20. febrúar 2012 hafi starfsmaður Ríkisútvarpsins óskað eftir fundi vegna skoðunar Kastljóss á viðskiptum „tengdra aðila“ með sjávarafurðir, í bréfinu. Í mörg ár rannsakaði gjaldeyriseftirlitið ætluð brot Samherja á lögum um gjaldeyrismál og lagði á stjórnvaldssektir sem síðar voru endanlega ógiltar með dómi Hæstaréttar í nóvember í fyrra. Í tölvupóstinum er jafnframt greint frá því að Kastljós hafi í höndum gögn sem þau vilji sýna gjaldeyriseftirlitinu. „Sá fundur er haldinn þann 21.02.2012. Ekki er tilgreint í gögnum gjaldeyriseftirlitsins hverjir sátu fundinn auk [nafn umrædds starfsmanns] og starfsmanns Ríkisútvarpsins. Fram kemur að farið er yfir upplýsingar starfsmanns Ríkisútvarpsins er varða og að hann afhendir gögn sem vistuð eru í sérstakri möppu á vinnusvæði gjaldeyriseftirlitsins,“ segir í minnisblaðinu.Þorsteinn Már Baldursson, forstjóri Samherja, og Samherjastarfsmenn mæta á fund í Seðlabankanum í fyrra.Vísir/vilhelmÞann 26. mars kl. 11:00, að undangengnum tölvupóstssamskiptum frá því í febrúar, sendir starfsmaður Ríkisútvarpsins póst með efnisatriðinu Textinn til Ingibjargar. Þar segir:Sæl. Hér er textinn, örlítið endurskrifaður. Farðu yfir þetta og láttu mig vita sem allra, allra fyrst.Kastljós lagði gögn varðandi afurðasölu [nafn útmáð] fyrir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans á dögunum og óskaði eftir mati eftirlitsins á því hvort um lögbrot væri að ræða. Forstöðumenn eftirlitsins fengust ekki til að leggja mat á málið á þeim tímapunkti. Eftir því sem næst verður komist hófst þó í framhaldinu rannsókn á málinu sem leiddi til húsleitar á skrifstofum [nafn útmáð] í Reykjavík og á Akureyri í morgun með aðstoð embættis sérstaks saksóknara. Gera má ráð fyrir því að rannsóknin beinist nú að öllum útflutningi [nafn útmáð] síðustu misserin og einnig skilum fyrirtækisins á gjaldeyri til landsins. Rannsókn málsins er sú umfangsmesta í sögu gjaldeyriseftirlitsins.Klukkan 11:33 sama dag sendi Ingibjörg póst á starfsmann Ríkisútvarpsins með textanum Ertu við? Sem hann svaraði játandi klukkan 11:37. Pósturinn með efnisatriðinu Textinn var í kjölfarið framsendur til starfsmanns Ríkisútvarpsins klukkan 12:09. Forsætisráðherra hefur vísað máli vegna ætlaðs upplýsingaleka frá Seðlabankanum til RÚV í aðdraganda húsleitarinnar til lögreglu, þar sem lekinn kann að fela í sér refsivert brot. Málið er nú á borði lögreglustjórans á Vestfjörðum.
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Tengdar fréttir Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02 Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. 28. október 2019 19:04 Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02 Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Sjá meira
Töldu rétt að upplýsa lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ráðuneyti hennar ekki vera í neinni stöðu til að leggja mat á eða framkvæma rannsókn á meintum upplýsingaleka úr Seðlabankanum vegna Samherjamálsins. Það hafi aftur á móti verið talið rétt að upplýsa lögreglu um málið. 28. október 2019 13:02
Krefja Seðlabankann um 322 milljónir í bætur Samherji krefst 306 milljóna króna í skaðabætur og tíu milljóna króna í miskabætur frá Seðlabanka Íslands vegna rannsóknar bankans á meintum brotum fyrirtækisins á reglum um gjaldeyrismál. 28. október 2019 19:04
Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. 28. október 2019 12:02