Sportpakkinn: Einn besti leikmaður Olís-deildarinnar er með 15 manns í vinnu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2019 17:04 Eftir að hafa horfið af handboltasviðinu um tíma hefur Guðmundur Árni Ólafsson komið eins og stormsveipur inn í lið Aftureldingar sem er á toppi Olís-deildar karla. Guðmundur Árni lék sem atvinnumaður í Danmörku í nokkur ár en sneri aftur heim til Íslands 2016. „Þegar ég kom heim var ég kominn í fyrirtækjarekstur. Það tók ansi mikinn tíma frá mér og ég hafði mikinn metnað á því sviði,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Ég reyndi eins og ég gat að halda mörgum boltum á lofti en það var erfitt. Ég lét reyna á fyrirtækjareksturinn sem ég er ennþá með. Ég er með um 15 starfsmenn í vinnu og þegar það var komið á mjög góðan stað gat ég farið að einbeita mér aftur að handboltanum og hungrið kom. Ég saknaði þess að spila á hæsta getustigi.“ Eftir að hafa spilað með HK í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili samdi Guðmundur Árni við Aftureldingu í sumar. Þar hitti hann fyrir gamla þjálfarann sinn úr yngri landsliðunum. „Ég þekkti Einar Andra [Einarsson]. Hann er þjálfari að mínu skapi og ég vildi spila undir hans stjórn,“ sagði Guðmundur Árni. Hann verður í eldlínunni þegar Afturelding tekur á móti Haukum í toppslag í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. „Við vitum að Haukar eru með stóra og sterka en frekar passíva vörn miðað við síðustu tímabil. Báðir þjálfarar eru mjög taktíkst öflugir. Það verða einhverjar hrókeringar og menn þurfa að gera breytingar til að aðlagast leiknum,“ sagði Guðmundur Árni. „Ég vona að þetta verði mjög jafnt allan tímann eins og flestir okkar leikir og þetta ráðist á síðustu stundu.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Stórskyttan Birkir Benediktsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildar karla í vetur. 1. nóvember 2019 14:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Eftir að hafa horfið af handboltasviðinu um tíma hefur Guðmundur Árni Ólafsson komið eins og stormsveipur inn í lið Aftureldingar sem er á toppi Olís-deildar karla. Guðmundur Árni lék sem atvinnumaður í Danmörku í nokkur ár en sneri aftur heim til Íslands 2016. „Þegar ég kom heim var ég kominn í fyrirtækjarekstur. Það tók ansi mikinn tíma frá mér og ég hafði mikinn metnað á því sviði,“ sagði Guðmundur Árni í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum. „Ég reyndi eins og ég gat að halda mörgum boltum á lofti en það var erfitt. Ég lét reyna á fyrirtækjareksturinn sem ég er ennþá með. Ég er með um 15 starfsmenn í vinnu og þegar það var komið á mjög góðan stað gat ég farið að einbeita mér aftur að handboltanum og hungrið kom. Ég saknaði þess að spila á hæsta getustigi.“ Eftir að hafa spilað með HK í Grill 66 deildinni á síðasta tímabili samdi Guðmundur Árni við Aftureldingu í sumar. Þar hitti hann fyrir gamla þjálfarann sinn úr yngri landsliðunum. „Ég þekkti Einar Andra [Einarsson]. Hann er þjálfari að mínu skapi og ég vildi spila undir hans stjórn,“ sagði Guðmundur Árni. Hann verður í eldlínunni þegar Afturelding tekur á móti Haukum í toppslag í Olís-deildinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. „Við vitum að Haukar eru með stóra og sterka en frekar passíva vörn miðað við síðustu tímabil. Báðir þjálfarar eru mjög taktíkst öflugir. Það verða einhverjar hrókeringar og menn þurfa að gera breytingar til að aðlagast leiknum,“ sagði Guðmundur Árni. „Ég vona að þetta verði mjög jafnt allan tímann eins og flestir okkar leikir og þetta ráðist á síðustu stundu.“ Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Stórskyttan Birkir Benediktsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildar karla í vetur. 1. nóvember 2019 14:30 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15 Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Birkir laus við meiðsli og aldrei spilað betur: „Er ekki úr gleri“ Stórskyttan Birkir Benediktsson hefur verið í hópi bestu leikmanna Olís-deildar karla í vetur. 1. nóvember 2019 14:30
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Selfoss 32-31 | Spennutryllir í Mosfellsbæ Karakterssigur hjá Mosfellingum. 31. október 2019 22:15