Með Palestínumönnum gegn kúgun Drífa Snædal skrifar 4. nóvember 2019 13:34 Verkamaður í Palestínu sem vinnur í Ísrael þarf að vakna um miðja nótt til að koma sér að aðskilnaðarmúrnum þar sem oft tekur þrjá klukkutíma að koma sér í gegnum öryggishliðið. Hann vinnur kannski í átta tíma og svo tekur múrinn og samskonar bið við á heimleiðinni. Með ferðatímanum er viðkomandi heppinn ef hann nær heilum nætursvefni á milli þess sem hann vinnur og kemur sér í og úr vinnu. Fá atvinnuleyfi eru gefin út og gjarnan þarf að greiða miðlurum meira en helming launa sinna fyrir slíkt leyfi. Palestínumenn vinna hættulegustu og lægst launuðu störfin í Ísrael. Palestínskar konur eru heppnar ef þær fá vinnu yfir höfuð. Palestínumenn mega bara keyra á verri götunum, þeir hafa ekki aðgang að eigin vatnsbólum, ferðafrelsi þeirra er háð Ísraelsmönnum og ef þeir tjá sig um ranglætið getur frelsið verið skert enn frekar. Þetta er staða þeirra sem búa á Vestubakkanum, staða Palestínumanna á Gaza er miklu verri enda það svæði kallað stærsta fangelsi í heimi. Stöðu Palestínumanna má líkja við stöðu blökkumanna í Suður Afríku þegar aðskilnaðarstefnan var þar við lýði. Þeir eru hraktir til að búa á harðbýlustu svæðunum, verða fyrir endalausri hversdagslegri kúgun og litið er á þá sem ódýrt vinnuafl. Stöðugt er þrengt að landi þeirra með svokölluðum landnámsbyggðum Ísraela sem væri réttara að kalla landránsbyggðir. Alþýðusamband Íslands skipulagði ferð til Palestínu fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa og þar hittum við palestínsk systursamtök, friðarsamtök, kvennasamtök, palestínsk stjórnvöld og fjölda annarra sem vinna að því að ljúka upp augum heimsins fyrir ástandinu og vinna að bættum hag. Allir sem við töluðum við lögðu áherslu á friðsama baráttu en áhrifaríkasta baráttuaðferðin er efnahagsleg í gegnum viðskiptabann. Það minnsta sem við getum gert er að kynna okkur ástandið og standa með félögum okkar í Palestínu, vinnandi fólki sem er eins og fólk alls staðar annars staðar í heiminum. Það vill búa við frið, öryggi, mannréttindi og virðingu. Ég hvet lesendur til að kynna sér starfsemi alþjóðlegu BDS-hreyfingarinnar: https://bdsmovement.net/Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Verkamaður í Palestínu sem vinnur í Ísrael þarf að vakna um miðja nótt til að koma sér að aðskilnaðarmúrnum þar sem oft tekur þrjá klukkutíma að koma sér í gegnum öryggishliðið. Hann vinnur kannski í átta tíma og svo tekur múrinn og samskonar bið við á heimleiðinni. Með ferðatímanum er viðkomandi heppinn ef hann nær heilum nætursvefni á milli þess sem hann vinnur og kemur sér í og úr vinnu. Fá atvinnuleyfi eru gefin út og gjarnan þarf að greiða miðlurum meira en helming launa sinna fyrir slíkt leyfi. Palestínumenn vinna hættulegustu og lægst launuðu störfin í Ísrael. Palestínskar konur eru heppnar ef þær fá vinnu yfir höfuð. Palestínumenn mega bara keyra á verri götunum, þeir hafa ekki aðgang að eigin vatnsbólum, ferðafrelsi þeirra er háð Ísraelsmönnum og ef þeir tjá sig um ranglætið getur frelsið verið skert enn frekar. Þetta er staða þeirra sem búa á Vestubakkanum, staða Palestínumanna á Gaza er miklu verri enda það svæði kallað stærsta fangelsi í heimi. Stöðu Palestínumanna má líkja við stöðu blökkumanna í Suður Afríku þegar aðskilnaðarstefnan var þar við lýði. Þeir eru hraktir til að búa á harðbýlustu svæðunum, verða fyrir endalausri hversdagslegri kúgun og litið er á þá sem ódýrt vinnuafl. Stöðugt er þrengt að landi þeirra með svokölluðum landnámsbyggðum Ísraela sem væri réttara að kalla landránsbyggðir. Alþýðusamband Íslands skipulagði ferð til Palestínu fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa og þar hittum við palestínsk systursamtök, friðarsamtök, kvennasamtök, palestínsk stjórnvöld og fjölda annarra sem vinna að því að ljúka upp augum heimsins fyrir ástandinu og vinna að bættum hag. Allir sem við töluðum við lögðu áherslu á friðsama baráttu en áhrifaríkasta baráttuaðferðin er efnahagsleg í gegnum viðskiptabann. Það minnsta sem við getum gert er að kynna okkur ástandið og standa með félögum okkar í Palestínu, vinnandi fólki sem er eins og fólk alls staðar annars staðar í heiminum. Það vill búa við frið, öryggi, mannréttindi og virðingu. Ég hvet lesendur til að kynna sér starfsemi alþjóðlegu BDS-hreyfingarinnar: https://bdsmovement.net/Höfundur er forseti ASÍ.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun