Kanni kynbundinn launamun söngvara Íslensku óperunnar Björn Þorfinnsson skrifar 5. nóvember 2019 07:15 Gunnar Hrafnsson segir kjarasamninga brotna. Fréttablaðið/Ernir Átta söngvarar Íslensku óperunnar standa í deilum við stofnunina vegna launakjara við sýninguna Brúðkaup Fígarós sem sýnd var í september og október síðastliðnum. Á föstudaginn birti Fréttablaðið viðtal við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra þar sem hún fullyrðir efnislega að kjarasamningur milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Íslensku óperunnar eigi ekki við um söngvarana þar sem þeir séu lausráðnir. Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH, er á öðru máli og segir fullyrðingu Steinunnar Birnu ekki standast. Í gildi sé samningur milli FÍH og Óperunnar frá 4. desember 2000 sem aldrei hafi verið sagt upp og fyrri óperustjórar virt. Fyrir sýninguna sem deilan stendur um hafi verið gerðir verktakasamningar við hvern söngvara um tilteknar upphæðir og segir Gunnar að ein klausa veki sérstaka eftirtekt í samningunum: „Undirritun þessa samnings bindur báða aðila með tilvísan í fyrrnefndan kjarasamning milli Íslensku óperunnar og Félags íslenskra leikara/ Félags íslenskra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum atriðum.“ Verktakasamningarnir hafi allir verið gerðir í vor og tilvist kjarasamningsins þar með verið viðurkennd. Gunnars segir Óperuna því hafa brotið gegn kjarasamningum með margvíslegum hætti. „Meðal annars var virt að vettugi sú skylda að Íslenska óperan tilkynni til FÍH hvaða söngvarar séu ráðnir og sendi einnig yfirlýsingu um að ekki skuli greidd lægri laun en kjarasamningurinn segir til um. Þá fór hámarksæfingatími fram yfir 24 klukkustundir á viku auk þess sem ekki var greitt samningsbundið upp á 17,42% á laun,“ segir Gunnar. Hann segir rétt að greidd hafi verið hærri sýningalaun en ákvæði kjarasamnings segja til um. En það skýrist af því að einungis sé kveðið á um hver lágmarkslaun skuli vera en ekkert sé því til fyrirstöðu að verkkaupi bjóði hærra verð. Þá segir Gunnar að kanna þurfi hvort kynbundinn launamunur tíðkist hjá söngvurum Íslensku óperunnar. „Tveimur kvensöngvurum í stórum hlutverkum eru boðnar 300.000 krónur í heildarlaun sem verktakar fyrir mánaðarvinnu á æfingatíma og öllum hópnum er greitt langt undir ákvæðum samningsins fyrir æfingar. Mér finnst að það þurfi að fara dýpra í þau mál,“ segir hann. Gunnar segir enn fremur að tilboð Óperunnar um kjaraleiðréttingu hafi bara staðið þremur af átta söngvurum til boða og lykti af því að verið sé að reyna að splundra samstöðu innan hópsins. „Kjarni málsins er að með ógegnsæjum verktakasamningum og launaleynd er verið að snúa niður kjör þeirra sem í raun bera uppi árangur Íslensku óperunnar. Söngvararnir eiga að vinna æfingar á launum sem standast engan samanburð og áhættan er þeirra hvort sýningar nái nægilegum fjölda til að rétta eitthvað af kjörin. Í sögulegu samhengi hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að kaupmætti. Hefur það gerst líka hjá stjórnendum Íslensku óperunnar?“ spyr Gunnar. Steinunn Birna óperustjóri vísar því alfarið á bug að kynbundinn launamunur þrífist innan Íslensku óperunnar. „Ég sem kvenkyns óperustjóri passa sérstaklega upp á að slíkt tíðkist ekki. Laun ákvarðast af stærð hlutverka og einnig hvort viðkomandi söngvari sé með aríur í verkinu. Oft eru kvenhlutverkin stærst en í Brúðkaupi Fígarós var vægi hlutverkanna mjög jafnt,“ segir hún. Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Kjaramál Menning Tónlist Íslenska óperan Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Átta söngvarar Íslensku óperunnar standa í deilum við stofnunina vegna launakjara við sýninguna Brúðkaup Fígarós sem sýnd var í september og október síðastliðnum. Á föstudaginn birti Fréttablaðið viðtal við Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra þar sem hún fullyrðir efnislega að kjarasamningur milli Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Íslensku óperunnar eigi ekki við um söngvarana þar sem þeir séu lausráðnir. Gunnar Hrafnsson, formaður FÍH, er á öðru máli og segir fullyrðingu Steinunnar Birnu ekki standast. Í gildi sé samningur milli FÍH og Óperunnar frá 4. desember 2000 sem aldrei hafi verið sagt upp og fyrri óperustjórar virt. Fyrir sýninguna sem deilan stendur um hafi verið gerðir verktakasamningar við hvern söngvara um tilteknar upphæðir og segir Gunnar að ein klausa veki sérstaka eftirtekt í samningunum: „Undirritun þessa samnings bindur báða aðila með tilvísan í fyrrnefndan kjarasamning milli Íslensku óperunnar og Félags íslenskra leikara/ Félags íslenskra hljómlistarmanna um kaup og kjör lausráðinna söngvara, með þeim frávikum og fyrirvörum sem felast kunna í ofantöldum atriðum.“ Verktakasamningarnir hafi allir verið gerðir í vor og tilvist kjarasamningsins þar með verið viðurkennd. Gunnars segir Óperuna því hafa brotið gegn kjarasamningum með margvíslegum hætti. „Meðal annars var virt að vettugi sú skylda að Íslenska óperan tilkynni til FÍH hvaða söngvarar séu ráðnir og sendi einnig yfirlýsingu um að ekki skuli greidd lægri laun en kjarasamningurinn segir til um. Þá fór hámarksæfingatími fram yfir 24 klukkustundir á viku auk þess sem ekki var greitt samningsbundið upp á 17,42% á laun,“ segir Gunnar. Hann segir rétt að greidd hafi verið hærri sýningalaun en ákvæði kjarasamnings segja til um. En það skýrist af því að einungis sé kveðið á um hver lágmarkslaun skuli vera en ekkert sé því til fyrirstöðu að verkkaupi bjóði hærra verð. Þá segir Gunnar að kanna þurfi hvort kynbundinn launamunur tíðkist hjá söngvurum Íslensku óperunnar. „Tveimur kvensöngvurum í stórum hlutverkum eru boðnar 300.000 krónur í heildarlaun sem verktakar fyrir mánaðarvinnu á æfingatíma og öllum hópnum er greitt langt undir ákvæðum samningsins fyrir æfingar. Mér finnst að það þurfi að fara dýpra í þau mál,“ segir hann. Gunnar segir enn fremur að tilboð Óperunnar um kjaraleiðréttingu hafi bara staðið þremur af átta söngvurum til boða og lykti af því að verið sé að reyna að splundra samstöðu innan hópsins. „Kjarni málsins er að með ógegnsæjum verktakasamningum og launaleynd er verið að snúa niður kjör þeirra sem í raun bera uppi árangur Íslensku óperunnar. Söngvararnir eiga að vinna æfingar á launum sem standast engan samanburð og áhættan er þeirra hvort sýningar nái nægilegum fjölda til að rétta eitthvað af kjörin. Í sögulegu samhengi hafa laun söngvara við Íslensku óperuna lækkað að kaupmætti. Hefur það gerst líka hjá stjórnendum Íslensku óperunnar?“ spyr Gunnar. Steinunn Birna óperustjóri vísar því alfarið á bug að kynbundinn launamunur þrífist innan Íslensku óperunnar. „Ég sem kvenkyns óperustjóri passa sérstaklega upp á að slíkt tíðkist ekki. Laun ákvarðast af stærð hlutverka og einnig hvort viðkomandi söngvari sé með aríur í verkinu. Oft eru kvenhlutverkin stærst en í Brúðkaupi Fígarós var vægi hlutverkanna mjög jafnt,“ segir hún.
Birtist í Fréttablaðinu Jafnréttismál Kjaramál Menning Tónlist Íslenska óperan Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira