Leggjast á eitt og safna fé til góðgerðarmála Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 6. nóvember 2019 08:15 Anna Fríða er spennt fyrir góðgerðardeginum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Allir krakkarnir í skólanum leggjast á eitt og safna peningum til góðgerðarmála,“ segir Anna Fríða Ingvarsdóttir, nemandi í níunda bekk í Hagaskóla. Hún tekur þátt í góðgerðardegi skólans, Gott mál, og er bæði í nemendaráði og fjölmiðlanefnd. „Dagurinn er haldinn á morgun og í ár ætlum við að safna peningum til styrktar Landvernd og Bjartri sýn,“ segir Anna Fríða. „Í fyrra söfnuðum við tveimur til þremur milljónum og frá því að Gott mál var haldið í fyrsta sinn fyrir ellefu árum höfum við safnað rúmlega tuttugu milljónum.“ Gott mál verður haldið í húsnæði skólans á milli klukkan 16 og 19 á morgun og eru allir velkomnir. Í boði verða ýmsar uppákomur sem nemendurnir hafa lagt mikinn metnað í. „Það taka allir þátt en það er misjafnt hvað hver gerir. Tíundi bekkur sér til dæmis alltaf um draugahús sem er sett upp í kjallaranum og svo ákveður hver bekkur hvað hann vill gera,“ segir Anna Fríða. „Það eru margir bekkir með kaffihús í sínum stofum þar sem er selt kaffi og kökur sem við höfum bakað eða fengið í styrki. Áttundi bekkur er með gang þar sem er jólaþema og einn bekkur selur pítsur og sjeik,“ bætir hún við. „Svo geta þeir sem hafa áhuga á tónlist eða söng verið með tónlistaratriði og aðrir með listsýningar. Fólk borgar sig þá inn á sýningarnar og getur keypt listaverkin,“ segir Anna Fríða. Hún segir stemninguna í skólanum dagana i kringum góðgerðardaginn vera skemmtilega og bætir við að krakkarnir læri mikið á því að halda Gott mál. „Það sem við lærum aðallega á þessu er það að gefa út í samfélagið,“ segir Anna Fríða. „Að það snúist ekki allt um að við þurfum nýjan iPad eða tölvu heldur að við getum gert eitthvað gott og með því að halda þennan dag finnum við að við getum hjálpað.“ Aðspurð að því hvernig nemendurnir völdu hvaða málefni skyldi styrkja segir Anna Fríða að allir nemendur hafi getað komið með hugmyndir og svo hafi farið fram kosning. „Við styrktum Bjarta sýn líka í fyrra. Þau reka munaðarleysingjaheimili í Kenía,“ segir hún. Fyrir þá upphæð sem Hagskælingar gáfu samtökunum í fyrra var opnaður skóli fyrir skjólstæðinga Bjartrar sýnar. „Núna eru þau systurskólinn okkar og við ætlum að styrkja þau næstu árin. Landvernd var svo valið því við vorum öll sammála um það hversu mikilvægt er að vernda landið okkar og náttúruna,“ segir Anna Fríða. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Allir krakkarnir í skólanum leggjast á eitt og safna peningum til góðgerðarmála,“ segir Anna Fríða Ingvarsdóttir, nemandi í níunda bekk í Hagaskóla. Hún tekur þátt í góðgerðardegi skólans, Gott mál, og er bæði í nemendaráði og fjölmiðlanefnd. „Dagurinn er haldinn á morgun og í ár ætlum við að safna peningum til styrktar Landvernd og Bjartri sýn,“ segir Anna Fríða. „Í fyrra söfnuðum við tveimur til þremur milljónum og frá því að Gott mál var haldið í fyrsta sinn fyrir ellefu árum höfum við safnað rúmlega tuttugu milljónum.“ Gott mál verður haldið í húsnæði skólans á milli klukkan 16 og 19 á morgun og eru allir velkomnir. Í boði verða ýmsar uppákomur sem nemendurnir hafa lagt mikinn metnað í. „Það taka allir þátt en það er misjafnt hvað hver gerir. Tíundi bekkur sér til dæmis alltaf um draugahús sem er sett upp í kjallaranum og svo ákveður hver bekkur hvað hann vill gera,“ segir Anna Fríða. „Það eru margir bekkir með kaffihús í sínum stofum þar sem er selt kaffi og kökur sem við höfum bakað eða fengið í styrki. Áttundi bekkur er með gang þar sem er jólaþema og einn bekkur selur pítsur og sjeik,“ bætir hún við. „Svo geta þeir sem hafa áhuga á tónlist eða söng verið með tónlistaratriði og aðrir með listsýningar. Fólk borgar sig þá inn á sýningarnar og getur keypt listaverkin,“ segir Anna Fríða. Hún segir stemninguna í skólanum dagana i kringum góðgerðardaginn vera skemmtilega og bætir við að krakkarnir læri mikið á því að halda Gott mál. „Það sem við lærum aðallega á þessu er það að gefa út í samfélagið,“ segir Anna Fríða. „Að það snúist ekki allt um að við þurfum nýjan iPad eða tölvu heldur að við getum gert eitthvað gott og með því að halda þennan dag finnum við að við getum hjálpað.“ Aðspurð að því hvernig nemendurnir völdu hvaða málefni skyldi styrkja segir Anna Fríða að allir nemendur hafi getað komið með hugmyndir og svo hafi farið fram kosning. „Við styrktum Bjarta sýn líka í fyrra. Þau reka munaðarleysingjaheimili í Kenía,“ segir hún. Fyrir þá upphæð sem Hagskælingar gáfu samtökunum í fyrra var opnaður skóli fyrir skjólstæðinga Bjartrar sýnar. „Núna eru þau systurskólinn okkar og við ætlum að styrkja þau næstu árin. Landvernd var svo valið því við vorum öll sammála um það hversu mikilvægt er að vernda landið okkar og náttúruna,“ segir Anna Fríða.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira