Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 20:00 Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. Fyrirhugaðar breytingar á skólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi, sem fela með annars í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, hafa lagst mis vel í foreldra. Foreldrafélög og skólaráð þeirra skóla sem í hlut eiga höfðu frest þangað til í dag til að skila inn umsögn um málið. Í umsögn foreldrafélags Kelduskóla segir meðal annars að kjörnir fulltrúar „þurfi að átta sig á því að starf þeirra er þjónustustarf en ekki yfirboðarastarf þar sem ákvarðanir eru teknar í geðþótta, svo jaðri við valdníðslu.“ Verði ekki fallið frá fyrirætlununum eða íbúakosningu hrint af stað, áskilji foreldrar sér rétt til að leita lögbundinna leiða til að sporna gegn áformunum. Umsögnin var borin undir foreldra og kváðust yfir 80% þeirra mjög sammála. Ekki fengust upplýsingar um efni umsagnar skólaráðs Kelduskóla en tveir fulltrúar ráðsins, fulltrúi foreldra og fulltrúi grenndarsamfélags, skiluðu séráliti þar sem fram kemur að ekki hafi ríkt samstaða innan ráðsins og þeir telji breytingarnar ekki til þess fallnar að bæta skólastarfið. Þess má geta að fulltrúi grenndarsamfélagsins er jafnframt formaður foreldrafélagsins. Samkvæmt tillögunni yrði Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin yrði í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla.Vísir/HafsteinnSigrún Agatha Árnadóttir er meðal þeirra foreldra sem hugnast áformin ekki. „Það er ekki gott þegar að börn eru að stíga sín fyrstu skref í skólakerfinu að það sé verið að hræra svona mikið með þau,“ segir Sigrún. Dætur hennar ganga nú í Kelduskóla Vík sem stendur til að verði eingöngu unglingaskóli samkvæmt tillögunni. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem þær þyrftu að skipta um skóla vegna ákvarðana borgaryfirvalda. „Eldri stelpan mín fer í tvo leikskóla á tveimur árum, svo upp í fyrsta bekk og hérna [í Kelduskóla Vík] í öðrum bekk og svo stendur til að hún fari í þá fimmta skólann á jafn mörgum árum eftir þessar breytingar og það er ekki gott,“ segir Sigrún.Sigrún Agatha Árnadóttir á tvær stelpur sem ganga í Kelduskóla Vík.Vísir/Elín Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. Fyrirhugaðar breytingar á skólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi, sem fela með annars í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, hafa lagst mis vel í foreldra. Foreldrafélög og skólaráð þeirra skóla sem í hlut eiga höfðu frest þangað til í dag til að skila inn umsögn um málið. Í umsögn foreldrafélags Kelduskóla segir meðal annars að kjörnir fulltrúar „þurfi að átta sig á því að starf þeirra er þjónustustarf en ekki yfirboðarastarf þar sem ákvarðanir eru teknar í geðþótta, svo jaðri við valdníðslu.“ Verði ekki fallið frá fyrirætlununum eða íbúakosningu hrint af stað, áskilji foreldrar sér rétt til að leita lögbundinna leiða til að sporna gegn áformunum. Umsögnin var borin undir foreldra og kváðust yfir 80% þeirra mjög sammála. Ekki fengust upplýsingar um efni umsagnar skólaráðs Kelduskóla en tveir fulltrúar ráðsins, fulltrúi foreldra og fulltrúi grenndarsamfélags, skiluðu séráliti þar sem fram kemur að ekki hafi ríkt samstaða innan ráðsins og þeir telji breytingarnar ekki til þess fallnar að bæta skólastarfið. Þess má geta að fulltrúi grenndarsamfélagsins er jafnframt formaður foreldrafélagsins. Samkvæmt tillögunni yrði Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin yrði í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla.Vísir/HafsteinnSigrún Agatha Árnadóttir er meðal þeirra foreldra sem hugnast áformin ekki. „Það er ekki gott þegar að börn eru að stíga sín fyrstu skref í skólakerfinu að það sé verið að hræra svona mikið með þau,“ segir Sigrún. Dætur hennar ganga nú í Kelduskóla Vík sem stendur til að verði eingöngu unglingaskóli samkvæmt tillögunni. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem þær þyrftu að skipta um skóla vegna ákvarðana borgaryfirvalda. „Eldri stelpan mín fer í tvo leikskóla á tveimur árum, svo upp í fyrsta bekk og hérna [í Kelduskóla Vík] í öðrum bekk og svo stendur til að hún fari í þá fimmta skólann á jafn mörgum árum eftir þessar breytingar og það er ekki gott,“ segir Sigrún.Sigrún Agatha Árnadóttir á tvær stelpur sem ganga í Kelduskóla Vík.Vísir/Elín
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira