Lýst eftir stefnu og ábyrgð stjórnvalda Unnur Pétursdóttir skrifar 7. nóvember 2019 16:15 Tilvera okkar sjúkraþjálfara hefur síðustu mánuði verið undarlegt ferðalag. Skyndilega stendur þessi stétt, sem hljóðlega vinnur sín verk í þágu fólks með heilsufarslegan vanda frammi fyrir því að þurfa að keppa innbyrðis í opinberu útboði Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í mjög þröngri rekstrarlegri stöðu. Við blasir að fjármagnið sem ætlað er í útboðið dugar ekki til að viðhalda núverandi þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara við skjólstæðinga. Afleiðingin verður lengri biðlistar, skert þjónusta, og sjúkraþjálfarar munu sitja uppi með óhagstæða samninga sem rýra kjör þeirra og möguleika til að mæta auknum menntunarkröfum og kosta viðunandi starfsaðstæður. Þetta er eiginlega menningarlegt áfall. Aðferð sem notuð er til að tryggja hagstæð opinber innkaup á tölvum, bílum eða malbikun á nú að beita við þjónustu heilbrigðisstéttar við veikt fólk. Við blasir að sitthvað fer forgörðum á slíkri vegferð. Margvíslegar áhyggjur vakna er varða fagmennsku og gæði, kennslu og þjálfun og ekki síst af þjónustu sem veitt er út frá öldrunarheimilum, þar sem hvorki þeir sjúkraþjálfarar sem þar starfa né rekstraraðilar heimilanna standast kröfur útboðs. Við sjúkraþjálfarar höfum svo sannarlega lagt okkur fram um að átta okkur á stöðunni og þeim breytingum sem SÍ hafa boðað á rekstrarumhverfi okkar. Sjúkraþjálfarar ákváðu að sýna ábyrgð og samstarfsvilja, þrátt fyrir að hafa hvorki fengið verðlagsleiðréttingu á þann útrunna samning sem notast er við, né verið boðið til samráðs um framtíðarfyrirkomulag þessara mála. Árangurinn af því var lengri útboðsfrestur og einhliða framlenging á rammasamningi. Engu að síður halda sjúkraþjálfarar áfram að tapa stórum fjárhæðum í hverjum mánuði á óverðlagsleiðréttum samningi. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að fyrirkomulagi þjónustunnar. Fullyrt hefur verið að öll þessi fyrirætlan sé byggð á lögum um opinber innkaup frá Alþingi (nr 120/2016) sem byggð eru á EES-tilskipun og að eina leið SÍ sé að setja þjónustu sjúkraþjálfara í útboð. Eftir að hafa aflað gagna frá félögum okkar á Norðurlöndum um framkvæmd EES-tilskipunar um opinber útboð og fengið lögfræðilegt álit á útboðsleiðinni, setið fundi með alþingismönnum og ráðherrum, er niðurstaða okkar sú að því fari fjarri að þetta sé eina leiðin í stöðunni. Í fyrsta lagi er útboðsleiðin ekki eina færa leiðin innan ramma laganna um opinber innkaup. Aðrar leiðir eru færar, en af einhverjum ástæðum okkur ókunnar hafa SÍ ekki kosið að nýta þær. Í öðru lagi er heimilt skv. lögunum að taka mið af gæðum þjónustunnar og fleiri atriðum, þ.a. fleira en eingöngu verð sé lagt til grundvallar. Í þriðja lagi er ljóst að vinnubrögð stjórnvalda við lagasetninguna um opinber innkaup eru ámælisverð. Lagafrumvarpið var samið í fjármálaráðuneytinu og fór til umfjöllunar í fjárlaganefnd og umsagnar hjá Ríkiskaupum, Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og sveitarfélögum, en það var ekki sent velferðarnefnd Alþings, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisstofnunum, fagstéttum heilbrigðisstarfsmanna né nokkrum þeim aðilum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þetta er auðvitað ekki boðlegt þegar um er að ræða jafn mikilvæga og viðkvæma starfsemi og heilbrigðisþjónustu. Menn verða að vanda sig betur. Ríkið þarf að marka stefnu í kaupum á heilbrigðisþjónustu á grundvelli þekkingar og upplýstrar umræðu, þar sem allir sem hagsmuna eiga að gæta og þekkingu hafa leggja orð í belg. Við í Félagi sjúkraþjálfara erum reiðubúin til slíkra viðræðna. Annars staðar á Norðurlöndum hafa fundist aðferðir til að mæta skilyrðum EES-tilskipunar og laga án þess að koma mikilvægri heilbrigðisþjónustu í uppnám. Fara verður í saumana á gildandi íslenskum lögum, yfirvöld þurfa að skilgreina betur hvað þau vilja kaupa og afmarka þá réttindi sjúklinga af sanngirni innan fjárheimilda, ef þörf krefur. Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Við vonum og treystum því að þann tíma noti bæði Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld til að endurmeta bæði lagagrunninn um opinber innkaup, sem og hvernig SÍ er gert að framfylgja þeim. Sjúkraþjálfarar vonast til að við og skjólstæðingar okkar muni mæta skilningi og sanngirni af hálfu þeirra sem um málefni og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar fjalla. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa sjúkraþjálfarar lýst því yfir að þeir eru tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Unnur Pétursdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Tilvera okkar sjúkraþjálfara hefur síðustu mánuði verið undarlegt ferðalag. Skyndilega stendur þessi stétt, sem hljóðlega vinnur sín verk í þágu fólks með heilsufarslegan vanda frammi fyrir því að þurfa að keppa innbyrðis í opinberu útboði Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í mjög þröngri rekstrarlegri stöðu. Við blasir að fjármagnið sem ætlað er í útboðið dugar ekki til að viðhalda núverandi þjónustu sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara við skjólstæðinga. Afleiðingin verður lengri biðlistar, skert þjónusta, og sjúkraþjálfarar munu sitja uppi með óhagstæða samninga sem rýra kjör þeirra og möguleika til að mæta auknum menntunarkröfum og kosta viðunandi starfsaðstæður. Þetta er eiginlega menningarlegt áfall. Aðferð sem notuð er til að tryggja hagstæð opinber innkaup á tölvum, bílum eða malbikun á nú að beita við þjónustu heilbrigðisstéttar við veikt fólk. Við blasir að sitthvað fer forgörðum á slíkri vegferð. Margvíslegar áhyggjur vakna er varða fagmennsku og gæði, kennslu og þjálfun og ekki síst af þjónustu sem veitt er út frá öldrunarheimilum, þar sem hvorki þeir sjúkraþjálfarar sem þar starfa né rekstraraðilar heimilanna standast kröfur útboðs. Við sjúkraþjálfarar höfum svo sannarlega lagt okkur fram um að átta okkur á stöðunni og þeim breytingum sem SÍ hafa boðað á rekstrarumhverfi okkar. Sjúkraþjálfarar ákváðu að sýna ábyrgð og samstarfsvilja, þrátt fyrir að hafa hvorki fengið verðlagsleiðréttingu á þann útrunna samning sem notast er við, né verið boðið til samráðs um framtíðarfyrirkomulag þessara mála. Árangurinn af því var lengri útboðsfrestur og einhliða framlenging á rammasamningi. Engu að síður halda sjúkraþjálfarar áfram að tapa stórum fjárhæðum í hverjum mánuði á óverðlagsleiðréttum samningi. Öll viljum við að sjúklingar fái góða þjónustu á viðráðanlegu verði og ekki síður að almannafé sé vel varið. En til að þessi markmið náist verður að vanda til verka þegar kemur að fyrirkomulagi þjónustunnar. Fullyrt hefur verið að öll þessi fyrirætlan sé byggð á lögum um opinber innkaup frá Alþingi (nr 120/2016) sem byggð eru á EES-tilskipun og að eina leið SÍ sé að setja þjónustu sjúkraþjálfara í útboð. Eftir að hafa aflað gagna frá félögum okkar á Norðurlöndum um framkvæmd EES-tilskipunar um opinber útboð og fengið lögfræðilegt álit á útboðsleiðinni, setið fundi með alþingismönnum og ráðherrum, er niðurstaða okkar sú að því fari fjarri að þetta sé eina leiðin í stöðunni. Í fyrsta lagi er útboðsleiðin ekki eina færa leiðin innan ramma laganna um opinber innkaup. Aðrar leiðir eru færar, en af einhverjum ástæðum okkur ókunnar hafa SÍ ekki kosið að nýta þær. Í öðru lagi er heimilt skv. lögunum að taka mið af gæðum þjónustunnar og fleiri atriðum, þ.a. fleira en eingöngu verð sé lagt til grundvallar. Í þriðja lagi er ljóst að vinnubrögð stjórnvalda við lagasetninguna um opinber innkaup eru ámælisverð. Lagafrumvarpið var samið í fjármálaráðuneytinu og fór til umfjöllunar í fjárlaganefnd og umsagnar hjá Ríkiskaupum, Samtökum atvinnulífsins, Viðskiptaráði og sveitarfélögum, en það var ekki sent velferðarnefnd Alþings, Sjúkratryggingum Íslands, heilbrigðisstofnunum, fagstéttum heilbrigðisstarfsmanna né nokkrum þeim aðilum sem sinna heilbrigðisþjónustu. Þetta er auðvitað ekki boðlegt þegar um er að ræða jafn mikilvæga og viðkvæma starfsemi og heilbrigðisþjónustu. Menn verða að vanda sig betur. Ríkið þarf að marka stefnu í kaupum á heilbrigðisþjónustu á grundvelli þekkingar og upplýstrar umræðu, þar sem allir sem hagsmuna eiga að gæta og þekkingu hafa leggja orð í belg. Við í Félagi sjúkraþjálfara erum reiðubúin til slíkra viðræðna. Annars staðar á Norðurlöndum hafa fundist aðferðir til að mæta skilyrðum EES-tilskipunar og laga án þess að koma mikilvægri heilbrigðisþjónustu í uppnám. Fara verður í saumana á gildandi íslenskum lögum, yfirvöld þurfa að skilgreina betur hvað þau vilja kaupa og afmarka þá réttindi sjúklinga af sanngirni innan fjárheimilda, ef þörf krefur. Við þessar aðstæður sjá sjúkraþjálfarar sér ekki annað fært en að stíga til hliðar og hætta að starfa eftir útrunnum rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands um óákveðinn tíma. Við vonum og treystum því að þann tíma noti bæði Sjúkratryggingar Íslands og yfirvöld til að endurmeta bæði lagagrunninn um opinber innkaup, sem og hvernig SÍ er gert að framfylgja þeim. Sjúkraþjálfarar vonast til að við og skjólstæðingar okkar muni mæta skilningi og sanngirni af hálfu þeirra sem um málefni og fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar fjalla. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa sjúkraþjálfarar lýst því yfir að þeir eru tilbúnir til að vera áfram í rafrænum samskiptum við SÍ er varðar lögbundnar endurgreiðslur til sjúkratryggðra, þeim til hagræðis.Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun