Daníel Guðni: Ógeðslega leiðinlegt að horfa á frammistöðu strákanna í fjórða leikhluta Smári Jökull Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 21:21 Daníel Guðni var ekki sáttur með sína menn. vísir/daníel Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna í síðasta fjórðungnum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við vorum drullulélegir og eins og okkur langaði ekki að vinna þennan leik. Það var ógeðslega leiðinlegt að horfa á frammistöðu strákanna hérna í fjórða leikhluta,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. „Við reyndum að nýta okkur villuvandræðin þeirra. Þegar hann (Jamar Akoh) kom svo aftur inn þá var áherslan að gera það aftur en þá fóru menn bara að taka einhver þriggja stiga skot og tóku lélegar ákvarðanir. Ég er drulluósáttur með þetta.“ Grindvíkingar fengu 95 stig á sig í kvöld og þar af 31 í síðasta leikhlutanum. Það er ekki vænlegt til árangurs. „Lykilleikmenn í liðinu klikka á opnum skotum í hvívetna finnst manni. Þetta stendur allt og fellur með vörninni, þetta er bara vörnin. Þegar við skorum 83 stig í leik eigum við að vinna leiki hérna en það þarf eitthvað að fara að gerast varnarlega, við þurfum að breyta einhverju,“ bætti Daníel við og tók undir með blaðamanni sem spurði hvort þetta væri einfaldlega spurning um hugarfar manna. „Ég bara næ því ekki þegar menn eru á heimavelli, fyrir framan áhorfendurna sína og mér finnst þetta vera gutl á tímabili. Ég var bara drullupirraður með þetta. Við erum með 45-40 stöðu í hálfleik og voða stemmning og svo halda menn að þetta komi af sjálfum sér." „Það er eins og menn séu bara sáttir að taka lélegar ákvarðanir og fá hraðaupphlaupskörfur í andlitið hvað eftir annað. Þetta er bara óþolandi,“ sagði Daníel Guðni að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur var afar ósáttur með frammistöðu sinna manna í síðasta fjórðungnum gegn Stjörnunni í kvöld. „Við vorum drullulélegir og eins og okkur langaði ekki að vinna þennan leik. Það var ógeðslega leiðinlegt að horfa á frammistöðu strákanna hérna í fjórða leikhluta,“ sagði Daníel Guðni í samtali við Vísi eftir leik. „Við reyndum að nýta okkur villuvandræðin þeirra. Þegar hann (Jamar Akoh) kom svo aftur inn þá var áherslan að gera það aftur en þá fóru menn bara að taka einhver þriggja stiga skot og tóku lélegar ákvarðanir. Ég er drulluósáttur með þetta.“ Grindvíkingar fengu 95 stig á sig í kvöld og þar af 31 í síðasta leikhlutanum. Það er ekki vænlegt til árangurs. „Lykilleikmenn í liðinu klikka á opnum skotum í hvívetna finnst manni. Þetta stendur allt og fellur með vörninni, þetta er bara vörnin. Þegar við skorum 83 stig í leik eigum við að vinna leiki hérna en það þarf eitthvað að fara að gerast varnarlega, við þurfum að breyta einhverju,“ bætti Daníel við og tók undir með blaðamanni sem spurði hvort þetta væri einfaldlega spurning um hugarfar manna. „Ég bara næ því ekki þegar menn eru á heimavelli, fyrir framan áhorfendurna sína og mér finnst þetta vera gutl á tímabili. Ég var bara drullupirraður með þetta. Við erum með 45-40 stöðu í hálfleik og voða stemmning og svo halda menn að þetta komi af sjálfum sér." „Það er eins og menn séu bara sáttir að taka lélegar ákvarðanir og fá hraðaupphlaupskörfur í andlitið hvað eftir annað. Þetta er bara óþolandi,“ sagði Daníel Guðni að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira